9 vikna skoðun, páskar, portúgal og ljósmæðraviðtalið
við fórum með mikael mána í 9 vikna skoðun í gær! (nú er hann orðinn 10 vikna). minn er orðinn 6040 gr og 61 cm! enda einkar duglegur að borða...eiginlega einum of síðustu viku...einhver vaxtarkippur í barninu ;)
annað er það í fréttum að páskahelgin var góð...kannski ekki mikill svefn sökum vaxtarkipps, en skemmtileg þó. fyrst komu góðar klemmur í heimsókn, þær berglind, hulda (og heiða dúllurassinn hennar), sara, nanna og sólveig og var rosa gaman að hitta þær allar! mikill söknuður þó í afgangs klemmur :) síðan var farið í heimsóknir til ömmu hans óla og eyva, pabba og einars og ma og pa hans óla og maríu...einkar skemmtilegt allt saman! ekki eins margir göngutúrar farnir og stefnt var að...aðeins einn...enn langur var hann og ég gat safnað nokkrum freknum :) þar hitti ég ljósmóðurina mína (þá sem var með mér lengstan hluta fæðingarinnar), hún vildi alveg tala við mig þannig að ég var kannski ekki eins hörmulega leiðinleg við hana og mér finnst ég hafa verið í minningunni ;)
síðan erum við litla fjölskyldan á leið til portúgal 10. júlí og er mikill spenningur fyrir þeirri ferð!
og svona að lokum...þá er ég enn á lífi eftir ljósmæðraviðtalið :) maður lærir nefninlega ýmislegt af sinni eigin meðgöngu og fæðingu sem greinilega nýtist vel í svona viðtal, þar sem ætlast er til að maður hafi myndað sér eigin skoðun á hinu og þessu! þær voru voða næs, buðu meira að segja upp á vatn og súkkulaði svo ekki liði yfir mann af stressi! þetta gekk semsagt betur en í fyrra, en hvort það var nóg til að koma mér inn í námið fæ ég ekki að vita fyrr en eftir helgi!
to be continued...
3 Ummæli:
Ôfunda ykkur af hittingi! hljómar eins og tid hafid haft tad agalega gott um páskana. Og ekki skemmir tad fyrir hvad drengurinn vex og dafnar :)
Tad verdur áreidanlega yndi mikid hjá ykkur fjölskyldunni á portúgal í sumar!
Og tad verdur spennandi ad heyra svör frá ljósmódursnáminu. Grunadi ad tad gæti ekki skemmt fyrir ad vera nýbúin ad ganga í gegnum annad eins sjálfur...Bíd spennt eftir framhaldinu...
***
Vona ad tid hafid átt góda helgi sæta fjölskylda :)
***
Frábært að þér gekk vel í viðtalinu, ég trúi ekki öðru en að þú komist inn... þær eru allavegana að missa af miklu ef þær taka þig ekki inn:)
Hann er algjört æði litli prinsinn:)
Það verður geggjað hjá ykkur í sumar, er svo notalegt að komast svona út:)
Heyri í þér seinna.
Kveðjam Berglind
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim