fimmtudagur, mars 22, 2007

6 vikna skoðunin og fleira

nú er mikael máni orðinn 7 vikna og í gær fórum við með hann í 6 vikna skoðun á heilsugæslunni. þar lék hann á alls oddi og bræddi hjúkkurnar upp úr skónum eins og honum er einum lagið. hann er farinn að taka mun betur eftir öllu í kringum sig núna og horfir í augun á manni og brosir hringinn :) fallegra bros hef ég bara ekki séð...alveg bræðir mann! lækninum var hann þó ekki eins hrifinn af og ákvað bara að pissa tvisvar sinnum á hann í hefndarskyni fyrir allt þetta pot ;) annars er hann orðinn 5,4 kíló og 60 cm...vel yfir meðaltali og algjör bolla! meira að klípa í fyrir mömmuna og pabbann :) svo er óli byrjaður að vinna aftur...ansi mikil viðbrigði að vera svona ein með mánann minn á daginn, en við spjörum okkur alveg + að amman og afinn eru aldrei langt undan! það eina er að ég kem svo litlu í verk því eina leiðin til þess að barnið sofi á daginn er að maður hafi hann í fanginu...sem er mjög notalegt þegar ég er þreytt og get lagt mig með honum...en það eru nú takmörk fyrir öllu :) því bind ég miklar vonir við svalavagninn sem við fengum lánaðan um daginn...ætla að prófa að leggja mána í hann á morgun! eins og gefur að skilja hef ég lítið annað að blogga um en barnið mitt og skil því ef fólk nennir ekki að lesa þetta lengur...mér finnst þetta náttúrulega merkilegast í heimi ;) man ekki neinar aðrar fréttir í bili...jú, ég sótti um í ljósmóðurfræðinni aftur og bíð spennt eftir svari! vona svo að ekki líði eins langt á milli blogga næst og svo setjum við bráðum inn fleiri myndir fyrir áhugasama ;)

3 Ummæli:

Þann 6:50 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Svona verður þetta ljúfan... en okkur hinum finnst þetta nú eiginlega líka mjög merkilegt ...og njótum við þess að fylgjast með :)
Knús og kossar til ykkar og litlu bollu ;)
Ingapinga og aðrir fjölskyldumeðlimir :)

 
Þann 10:04 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Kemur mér ekki á óvart ad drengurinn hafi sjarmerad hjúkkurnar allar upp úr skónum. Hann fer létt med tad ef ég tekkji hann rétt! ;)
Èg skil vel ad tú og tid séud alveg gersamlega upptekin af tessu tessa dagana. Tó tad nú væri! mér tykir tetta líka alveg stórmerkilegt.
Verdur spennó ad heyra svar frá ljósmódurfrædinni...
Knús til tín og Mána!
***
hlakka til ad sjá fleiri myndir :)

 
Þann 11:27 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hehehe bloggið mitt er alveg eins, fjallar bara um hann Matthías og hvað hann getur gert!
En við vorum að spá í að fara upp á deild á föstudaginn næsta, við skulum hringjast á um helgina og tala saman.
kv. Elín

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim