laugardagur, mars 31, 2007

svaðilfarir nýbakaðra mæðra

jæja, bara kominn 31. mars...mikael máni tveggja mánaða á morgun! það er nú meira hvað tíminn flýgur! hérna gengur bara mjög vel og yndislegt að það sé helgi núna og svo páskar framundan...þá er óli heima ;) mikael máni tekur upp á nýrri hegðun nánast hvern einasta dag, um daginn uppgötvaði hann á sér vinstri hendina og hefur verið iðinn við að naga hana síðan, og í dag var ekki laust við að við heyrðum hann hlægja að vitleysunni í pabba sínum! svo er hjalið alveg yndislegt :) gaman að fylgjast svona með einstaklingi læra á og uppgötva lífið!

við mæðginin lögðum svo í svaðilför mikla í gær. við fengum okkur göngumtúr upp á spítala með tveimur samstarfskonum mínum sem einnig eru nýbakaðar mæður og sonum þeirra! við stormuðum með vagnana okkar þrjá inn á sængurkvennadeildina með bakarísgóðgæti meðferðis. þar voru saman komnar enn fleiri samstarfskonur okkar og bara voða gaman að sjá alla :) en þetta var nú meira fyrirtækið með börnin...nú stekkur maður ekki bara út eins og maður var vanur að gera...nú þarf að þaulskipuleggja allt...og farangurinn! jesús minn, það liggur við að öll búslóðin fylgi manni hvert sem maður fer þessa dagana ;) verð að segja hversu gott það er að þekkja stelpur sem eru í sömu aðstæðum og maður sjálfur! svo er ég líka með yngsta pjakkinn og fæ því mörg góð ráð :)

svo eru viðtöl framundan vegna ljósmóðurfræðinnar...10. apríl nánar tiltekið! úff, var að vona að ég þyrfti aldrei aftur að ganga í gegnum svoleiðis! síðast leið mér eins og ég gæti ekki neitt og vissi ekki neitt! vona að ég sé eitthvað reynslunni ríkari í þetta sinn!

3 Ummæli:

Þann 9:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju med Mikael Mána og tvo mánudina í dag! :)
Góda helgi og gledilega páska sæta fjölskylda.
Heyrumst kannski hér eda á msn ef færi gefst um páskana...
luv
***

 
Þann 11:01 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ, hæ.
Já það er ótrúlegur farangur sem fylgir þessum litlu krílum.
Gangi þér vel í viðtalinu, held að þú eigir eftir að brillera, trúi ekki öðru.
Ætla að reyna að kíkja á þig í páskafríinu, verð að fá að kíkja á ykkur:)
Kveðja, Berglind

 
Þann 10:39 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

hæ hæ litla fjölskylda, frábært að heyra hvað allt gengur vel og gaman að sjá hvað Mikael Máni er myndarlegur;0)
Gangi þér rosalega vel í viðtalinu Hrafnhildur mín, þú ert pottþétt reynslunni ríkari núna og átt svo sannarlega skilið að komast inn.
Bestu kveðjur úr próflestri, Lilja;0)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim