lítið að frétta...þó þetta:
Máni búinn að vera í vaxtarkipp...lítið sofið og mikið drukkið (hann sko...ég er ekki enn komin í áfengið eins og desperate housewife sæmir ;)). maður bókstaflega SÉR barnið lengjast og þyngjast...án djóks! held þó að hlutirnir séu að komast í samt horf því hann drakk aðeins einu sinni í nótt...okkur úldnu foreldrunum til mikillar gleði (þarf lítið til þessa dagana). núna er hann líka farinn að taka svefninn fram yfir svengdina eins og hann er vanur að gera litla skinnið! liggur rotaður í vagninum sínum as we speak :)
er að fara á eftir að skrá mig inn í ljósmæðraskólann...þá er ég officially að fara í nám í haust :) veit þetta verður erfitt en samt hlakka ég bara til! Máni á nefninlega svo góðan pabba sjáið til! uppeldisfræðingurinn hún Íris Þöll sæta er líka búin að hughreysta mig mikið um að þetta muni allt saman ganga vel á leikskólanum...þannig að hver og einn má bara hafa sínar skoðanir á því! svo að þrátt fyrir að húsmóðurhæfileikana skorti kannski þá er ég SAMT GÓÐ mamma og elska engilinn minn út af lífinu :) kannski heimilið verði bara fegið að ég fari í skóla...Óli hefur þetta meira í sér en ég...góður húsfaðir ;)
frí á morgun...yndislegt því þá er hinn kallinn minn heima líka ;)
hafið það nú gott kæra fólk!
4 Ummæli:
Gott ad heyra ad máni vex og dafnar. Spennó med ljósmædraskólann. Og ég styd tig áfram 100 prósent í teirri ákvördun :)
Vona ad tid hafid átt gódan frídag saman fjölskyldan.
Kossar og knús!
***
endilega bomba eins mikið af myndum af mér (the god father:) og Mána á netið og þið getið... það er að svínvirka að heilla dömurnar með þessum myndum!! hahaha... ;)
Hæ tid :) dreymdi ykkur mána í nótt. gódur draumur :) vid máni vorum nottla bestu vinir...
knús og kossar!
***
Til hamingju með ljósmæðraskólann!!:)
Þetta er 100% rétt ákvörðun!
Máni er nú ekkert það rosalega ungur í haust og ef pabbi hans er heima hálfan daginn þá á hann örugglega bara eftir að blómstra.
Finnur öryggið en örvast alveg rosalega af því að hitta önnur börn.
Það er svo fyndið að fylgjast með því. Það kom svolítið keppnisskap í mína. Að læra það sem hin gátu og standa á sínu í slagnum um dótið.
Heiða er einmitt að byrja á Leikgarði í sumar og ég veit að hún verður dauðfegin að losna aðeins við mig:) Hún tapar sér alveg úr spenningi innan um jafnaldra en finnst ég ekki eins skemmtileg.
Enn og aftur til hamingju! Þú verður pottþétt hin fullkomna ljósmóðir!
Svo er örugglega enn betra að vera að koma beint úr fæðingarorlofi inn í svona nám:)
kv,
Mosó-Hulda
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim