miðvikudagur, maí 02, 2007

örvæntingarfull "húsmóðir" í Hlíðunum!?

mamma mín var heima hjá okkur krökkunum þar til við komumst á unglingsárin. það var ómetanlegt að eiga mömmu sem nennti þeirri erfiðu atvinnu sem "heimavinnandi húsmóðir" er! hún sá vel um okkur...gaf okkur að borða, klæddi okkur vel og síðast en ekki síst, fann sér tíma til þess að leika við okkur! þar að auki hélt hún heimilinu hreinu, verslaði og eldaði matinn, bakaði OG vann við saumaskap heiman frá sér! atvinnan "heimavinnandi húsmóðir" tekur nefninlega aldrei enda og er því sú erfiðasta áskorun sem fyrirfinnst! hún er 24-7! ég þekkti líka margar aðrar húsmæður eins og hana mömmu mína...gatan mín var full af heimavinnandi húsmæðrum, svolítið svona eins og í þættinum góða Desperate Housewifes! þó VONANDI án alls dramans sem þar fer fram...hvur veit þó hvað gerist bak við luktar dyr???

ég á að kallast "heimavinnandi húsmóðir" þessa dagana...ég fæ meira að segja borgað fyrir þá atvinnu úr fæðingarorlofssjóði! einhvernvegin upplifi ég mig þó ekki eins duglega og fyrri kynslóðir húsmæðra...jú ég fæði og klæði barnið mitt vel og leik mér við það...og er mjög stolt af því, en hvað heimilið varðar, það situr ansi VEL á hakanum :) og að baka? biddu fyrir þér! kannski mín kynslóð af húsmæðrum sé bara svona eins og ég...það ætla ég rétt að vona að ég sé ekki ein??! ég horfi á rykið og uppvaskið...jú, ég geri alveg eitthvað í því...en það þarf að vera komið vel yfir rusl-strikið áður! skáparnir sem ég ætlaði að vera svo dugleg að taka til í standa óhreyfðir og...æ, það er bara svo gott að slaka á þegar barnið manns loksins sofnar í vagninum sínum! fara blogghringinn og svona...athuga hvort einhver hafi verið svo góður að kommenta hjá mér :)

jú, ég ætla mér að standa þessa plikt þar til skólinn eða vinnan byrjar í haust eða eftir áramót...en ég lofa engu um þrifin eða baksturinn :) mér er það óskiljanlegt hvar móðir mín og fleiri atvinnu húsmæður fundu orkuna eða nennuna í allt þetta aukastúss á heimilinu!

I blame the Internet ;)

6 Ummæli:

Þann 11:43 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég er þér alveg sammála!! Þetta er allt saman við sama heygarðshornið hjá mér eins og þér. Barnið hefur forgang og einhvern vegin er engin orka eftir til að taka til eða annað slíkt og ég tala nú ekki um að baka:-) Baráttukveðjur frá annarri heimavinnandi húsmóður í Reykjavík:-) Kveðja, Þorbjörg

 
Þann 2:11 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Ég baka ekki...ja nema rétt bara á afmælum...en það er líka skylda... :)

Svo þegar maður er svona í fæðingarorlofi... þá Á maður að gefa sér pásu þegar barnið sefur.. not included heimilisþrif ;)

knús og kossar frá okkur :)
Inga og bumburnar :)

 
Þann 4:17 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

haha frábært blogg. ég skil tig SVOO vel. eda eins vel og ég get skilid tig, sjálf ekki á launum fyrir ad vera heimavinnandi. og ekki módir einhvers. svo ég hef bara tetta med heimilisstörfin... en jú. svona erum vid margar. og ég tek undir med tér. tetta er allt internetinu ad kenna! ( gott ad geta kennt einhverjum um)
njóttu tess bara ad hvíla tig á medan drengurinn sefur. tad hlýtur ad vera nóg ad hugsa um tann litla gullklump. er tad ekki tad sem tú færd borgad fyrir hjá fædingarorlofssjódi?

love
***

 
Þann 3:03 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

þetta er hægt og hægt að snúast við, bráðum verðum við kallarnir heimavinnandi,.. desperate houseguys?

 
Þann 7:51 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

skírn á laugardag?

***

 
Þann 7:52 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

eitthvad ad frétta frá ljósmædrunum?
voda mikid af spurningum hérna, frá teirri fortvitnu í útlöndunum... ;)

***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim