miðvikudagur, maí 09, 2007

ég er svo aldeilis.....

NÚ ERU KOMNAR FLEIRI MYNDIR AF GULLINU OKKAR UNDIR "MYNDIR 5"

já, barnið mitt er búið að segja sitt fyrsta orð...HÆ :) ég get svo svarið það! fyrst hélt ég að það væri bara tilviljun, en eftir að hafa heyrt hann segja það 4x í röð þá sannfærðist ég! síðan þá hefur hann glatt okkar litlu hjörtu mikið með þessu uppátæki sínu...dúllan ;) ég á meira að segja sönnun á myndbandi!

við fórum í 3 mánaða skoðun í gær...Máni er orðinn 6,4 kíló og 64 cm...semsagt stór strákur! svo fékk hann sprautu, æ það var ekki gaman...litli molinn manns bara meiddur! svo var hann svo lítill og pirraður í gær, glær í augunum og gat ekki sofnað þrátt fyrir að vera alveg búinn á því! þá gaf ég honum panódíl stíl...og greyið varð svo sloj, mókti bara hjá pabba sínum og sofnaði svo loksins. og ég sem hélt ég yrði svo kúl með þetta, hjúkkan sjálf...en mikið fann ég til með honum!

svo var skírnin á laugardaginn...heppnaðist með eindæmum vel og var bara hinn yndislegasti dagur :)

hræðileg fréttin um ránið á litlu ensku stelpunni í portúgal! úff við lítum sko ekki af Mána þarna! er búin að kaupa mér svona burðarsjal, eiginlega eins og indíánarnir og konurnar í afríku nota, algjör snilld! verð bara með hann í því :)

haldiði ekki að ég sé búin að skella í eina köku, húsmóðirin sjálf! súkkulaðikaka með vanillukremi handa skvísunum sem koma á morgun með prinsana sína tvo ;) gaman að því...er að taka mig á í þessu hlutverki...

9 Ummæli:

Þann 1:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

naauu, verð að heyra hann segja HÆ!

 
Þann 4:20 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með skírnina!! Já þetta er ótrúlegt, bara strax farinn að tala...hehe. vonandi fáum við að heyra á morgun. Sjáumst, Kveðja, Þorbjörg og Hilmir Hrafn

 
Þann 11:35 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Rosa gaman að sjá allar myndirnar af Mikeal Mána, hann er aldeilis orðinn stór og flottur!! :) Vonandi sjáum við hann bráðum í eigin persónu...alveg kominn tími á það!!! og já til hamingju með skírnina! :)

Portúgal var ÆÐI, ótrúlega skemmtilegur staður - þið eigið eftir að hafa það rosa huggulegt þarna í sumar.. ;)

Kær kveðja, Vigdís og Birta Ósk

 
Þann 2:52 e.h. , Blogger Unknown sagði...

Hæ hæ og takk kærlega fyrir kveðjuna:-) Verð í bandi við þig þegar ég kem heim væri rosa gaman ef við gætum hisst við tækifæri:-)
Innilega til hamingju með skírnina, hann er nú aldeylis orðinn stór og sætir strákur hann Máni ykkar:-)
Hafið það gott
kveðja
Magney

 
Þann 3:40 e.h. , Blogger Ìris sagði...

Elsku Hrafnhildur mín.
Vardandi fyrirspurn tína... ;)
Mikael Máni mun áreidanlega spjara sig mjög vel á leikskólanum! Og ég tala nú ekki um ef tetta byrjar "mjúkt" hjá honum, bara hálfan daginn. En tid skulud búast vid ad hann bregdist vid, tad er alveg edlilegt. Börn á tessum aldri eru ad byrja ad læra ad greina sjálfan sig frá mömmu sinni. Tad sem skiptir mestu máli er ad tid séud örugg vid tad ad skilja hann eftir á leikskólanum. Máni mun finna tad um leid og tid eigid erfitt med tad. Èg rádlegg ykkur ad taka ykkur gódan tíma í ad adlögun. Börn á tessum aldri turfa tíma.
Og nei, tú ert ekki léleg mamma. Ég myndi pottdétt gera tad sama! Mömmur í dag sitja ekki heima med börnunum sínum í mörg ár. Svona erum vid bara;) Og börnin okkar munu örugglega koma vel út úr tessu, svo lengi sem mamma og pabbi eru ánægd og örugg med málin :)
Vertu ánægd med ad hafa tekid tessa ákvördun. Og tetta er alveg perfekt med pabba sínum heima hinn helminginn af deginum.

vona ad tad sé einhver hjálp í tessu... ;)
knús og margir kossar til ykkar mædgna!
love u
***

 
Þann 3:43 e.h. , Blogger Ìris sagði...

ps. tetta er svona kæri vandamáladálkur-stíll á tessu hjá mér... hehe ;)
flottar myndir ad litla talandi strák. Èg hlæ med sjálfri mér af myndunum af mikael sitjandi í stólnum sínum ad lesa bókina sína um dýrin. Yndi :)
segjid HÆ vid mikael frá mér.
***

 
Þann 12:06 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast. Máni er svo mikill sjarmör að það er yndislegt.
Mér finnst geggjað að þú hafir getað keypt moby d wrapið, ég allavega eeellska mitt! Ætli þú endir eins og ég, saumandi þér ring sling og mei tai til þess að þurfa ekki að eyða morð fjár í að kaupa nýtt af öðrum.
knús á Mána frá Matthíasi
kv. Elín

 
Þann 3:45 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Takk fyrir síðast:-) Rosa gaman að hittast og sjá þroskamuninn á strákunum milli "hittinga". Reynum að plana hitting sem fyrst aftur! Kærar sólarkveðjur og góða helgi, Þorbjörg og Hilmir Hrafn

 
Þann 5:25 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

blogg fyrir veikan danmerkurbúa sem eru ad jafna sig á ælupest og leidist...?

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim