hor og sorp
nýjar myndir í júní albúminu :)
í dag er ár síðan við sáum mána (a.k.a mola) fyrst í sónar! þá var hann 7 millimetrar :)
mikið hefur verið um hor hér á þessum bæ! mikael máni búinn að fá sitt fyrsta kvef...litla skinnið! stóð sig samt eins og hetja, við erum svo stolt af honum :) brosti bara í gegnum tárin! greinilega eins skapi farinn og pabbi sinn! að knúsa veikan strák hefur óneitanlega í för með sér að foreldrar verða einnig veikir...en það var bara knúsins virði :)
að öðrum málum: við erum farin að flokka sorp í blokkinni og ég skil ekki hversvegna við erum ekki löööööngu byrjuð á því, þetta er svo auðvelt! ég hvet núna alla til þess að gera þetta ef þið eruð ekki þegar byrjuð!!! tími til kominn að fara að hugsa um umhverfið, vera gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir! við eigum jú aðeins þessa einu fallegu jörð :) eruð þið ekki sammála???
2 Ummæli:
Hæ hæ Mikael Máni stóri strákur! Mikið rosalega eru nýju myndirnar fínar af þér. Þú stækkar greinilega og þroskast með ógnarhraða:-) Verðum endilega að fara að hittast með strákana fljótlega:-) Æi greyið litla að vera að næla sér í kvef en það er nú gott að það er á undanhaldi. Ég kalla ykkur nú dugleg að vera farin að flokka sorp. Það mættu fleiri taka ykkur sér til fyrirmyndar!!
Knús knús, Þorbjörg og Hilmir Hrafn
Yndislegar myndir af mikael mána. sætasti strákur! duglegur med kvefid...
tid erud mega dugleg í sorp málunum. er hjartanlega sammála tví ad tetta ættu allir ad taka sér til fyrirmyndar. vid getum ekki haldid áfram ad eydileggja tessa jörd okkar endalaust, og haldid ad tad hafi engar afleidingar...
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim