sunnudagur, júlí 22, 2007

ojjjjjjjjjjjjjjjjjjj

jæja þá erum við komin heim frá portúgal...viku fyrr en áætlað var! mána leið ekki nógu vel í hitanum yfir hádaginn þannig að við ákváðum að vera ekkert að pína hann lengur...en þetta var samt fín ferð og kvöldin yndisleg með kaldri golunni frá atlantshafinu :) við bardúsuðum ýmislegt, fengum einkaflugfreyju á leiðinni út á fyrsta farrými, drukkum ógrynni af jóa, óli borðaði jellí spiderman ís sem minnti frekar á bleikan dildó og máni hnerraði á þjón svo dæmi séu nefnd :)

en það var lán í óláni að við ákváðum að stytta ferðina því við óli nældum okkur í matareitrun þarna úti! gaman :) ég nenni eiginlega ekki að rifja þann viðbjóð upp með því að skrifa um hann en þetta endaði amk með því að óli fór í hanastél upp á slysó í gær þar sem boðið var upp á verjalyfja, sýklalyfja og NaCl kokteila ;) hann er allur að hressast eftir það en samt pínu þunnur greyið! ég slapp nú mun betur sem betur fer, enda varð einhver að geta séð um litla kallinn okkar...fékk nú reyndar hjálp frá ömmunni sem ég samþykkti loksins að kæmi til okkar! ég vona svo INNILEGA að hún smitist ekki! vildi ekki óska neinum þessa og væri sjálf frekar til í að fæða 10 börn í röð en þetta!

aníhús...það eru komnar nýjar myndir í júlí-albúmið :)

4 Ummæli:

Þann 9:43 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Æ en leiðinlegt að heyra að þið hafið nælt ykkur í matareitrun í fyrstu utanlandsferðinni ykkar sem fjölskylda:-( Vona samt að þið séuð öll á batavegi. Hlakka til að sjá ykkur þegar þið eruð orðin frísk aftur!
Kveðja, Þorbjörg og Hilmir Hrafn

 
Þann 4:29 e.h. , Blogger Unknown sagði...

skemmtilegar myndirnar að utan;)

- Einar

 
Þann 11:14 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

MIKID var gaman ad sjá ykkur á Ìslandi! :) hlakka til ad hitta ykkur næst ;)
***

 
Þann 9:23 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

what´s new with u?...
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim