föstudagur, ágúst 17, 2007

mamma segir bla bla bla bla

já, eins og pabbinn kennir Mána að hundurinn segi voff og fuglinn bíbí, þá kennir hann honum einnig að mamma segir bla bla! haldiði að það sé!!! ;)

en VÁ! hvað ég er orðin löt að blogga! eeeeeeeen allt í góðu hér :) bara nóg að gera eins og alltaf! fórum í brúðkaup síðustu helgi...Halli bróðir hans Óla að gifta sig henni Berglindi! það var mjög fínn dagur og kvöld og það lengsta sem Máni hefur verið passaður! Mamma sá um það eins og próinn sem hún er og gekk mjög vel :) glæddi vonir mínar um að aðlögunin á leikskólanum (sem hefst á MÁNUDAGINN...ó mæ) verði pís off keik :/ held þetta verði mun erfiðara fyrir mömmuna en Mánann ;) hann er nánast farinn að sitja hjálparlaust, komin ein tönn og glittir í TVÆR í viðbót í efri gómi...greyið! en hann stendur sig alveg eins og hetja, enginn hiti og nánast ekkert væl...amk ekkert til að tala um! svo komu skvísurnar úr vinnunni til mín um daginn með prinsana sína! alltaf gaman að mömmuhitting! hann er hreint nauðsynlegur...hefði aldrei trúað því að óreyndu! þeir eru 7 og 8 mánaða og svo duglegir :) gaman að sjá smá sneak preview á það hvernig máni verður eftir mánuð og tvo mánuði! eins og Máni byrjaði vel að borða þá hefur hann ekki verið eins duglegur undanfarið...finnst þetta ekkert spennandi án dinnermjúsik sjáið til :) ótrúlegt en satt þá borðar hann eins og hestur yfir fölskum söng mömmu sinnar!!!

OK bloggin mín eru farin að verða eins og þau blogg sem ég hata MEST! bara upptalning á engu! var að spá í að stofna kannski bara læsta myndasíðu eins og hún Sara vinkona...spái aðeins í essu :)

2 Ummæli:

Þann 4:02 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

mér finnst bloggin tín alltaf svo skemmtileg! ekki hætta teim! ég yrdi mega spæld...
gott ad heyra ad gekk vel med mánann í pössuninni. tessar ømmur eru nottla svo professional ad tad er ekkert mál! er viss um ad máni mun líka standi sig eins og hetja á leikskólanum :) og mundu bara ad tad er edlilegt ad hann bregdist vid. hvernig sem hann nú gerir tad. tví engin börn eru eins ;)
en annars...eigid góda helgi sæta fjölskylda.
***
ps. sakna tín...

 
Þann 10:35 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

ég er sammála ekki hætta að blogga, alltaf gaman að lesa þau. við verðum að fara að koma í heimsókn eða bjóða ykkur í kaffi..:)
sjáumst ;)

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim