fimmtudagur, apríl 27, 2006

skoðanakönnun

ókei gott fólk! þá er komið að því! ég er forvitin! Hverjir lesa eiginlega þessu blessuðu síðu okkar skötuhjúa??? það er ekki laust við að manni finnist þetta nokkuð tilgangslaust án lesenda (sendi um leið kúdós til Írisar Þallar og Einars Kristjáns sem mjög dugleg eru að kommenta)!!!! nú vil ég gera smá könnun! Allir sem þetta lesið, þó það verði ykkar fyrsta og síðasta skipti...kommentið! þetta er ekki flókið! þannig sjáum við hvort við nennum þessu áfram...því fleiri sem kommenta, því meiri líkur á áframhaldi! svo einfalt er það :)

P.s það eru komnar inn mjög skemmtilegar myndir af okkur Einari Kristjáni að fíflast í góða veðrinu + nokkrar af framkvæmdunum sem standa nú yfir á heimilinu! kíkið endilega á apríl albúmið :)

þriðjudagur, apríl 25, 2006

ég hef aldrei prófað það að þurfa að halda áfram að læra eftir prófin! mjög skrítið því maður er svo tómur í hausnum svona rétt eftir páfagauka-lesturinn! er allavegana að reyna að lesa yfir lokaverkefnið (50 bls) í síðasta sinn og í leiðinni glósa upp úr því þau atriði sem mig langar að fjalla um á power point fyrirlestrinum mínum 24. maí. þetta er ekkert að ganga sko, næ athygli í svona 5 bls í senn og er svo staðin upp að gera eitthvað allt annað! en þetta hlýtur að koma...

er annars mikið að hugsa til Írisar og Navids í augnablikinu því þau misstu bróður hans Navids í síðustu viku, allt allt of ungan! lífið er stundum svo óréttlátt, en við verðum að muna að það er örugglega tilgangur með okkur öllum hér á jörðunni og þegar við erum tekin ung er það vegna þess að okkar er þörf til góðra verka annars staðar! vildi þó óska þess að þau væru ekki svona langt í burtu frá okkur núna en sendi þeim góða strauma og bið guð að passa þau!

annars eru nú litlar fréttir af mér og mínum manni nema að við fengum ofvirkniskast á sunnudaginn og rifum fataskápinn okkar nánast í tætlur til þess að hækka stöngina sem maður hengir fötin á. hún var allt of lágt niðri eftir að þvottavélinni hafði verið komið fyrir inni í skápnum :) það gekk svona líka ljómandi vel og er ég mjög stolt af kallinum mínum sem er bara nokkuð góður smiður ;) ætlum svo að fara að drífa í því sem eftir er að gera fyrir íbúðina á næstunni...setjum örugglega myndir inn af þeim framkvæmdum þegar fram líða stundir!

þangað til næst...njótum hvors annars og lífsins því það er allt of stutt!!!
Hrafnhildur Margrét
***

laugardagur, apríl 22, 2006

Páskar!!!


Hæ hæ!

Við Hrabba vöknuðum kl 9 í morgun og héldum upp á páskana, loksins. Við brutum upp ástareggið okkar og hámuðum súkkulaði í okkur upp í rúmi. Það eru komnar myndir af okkur mygluðum í náttfötum að éta!!

Svo fórum við í kringluna og keyptum wardrobe á mig og fórum svo til múttu og gamla og hjálpuðum þeim að bera milljón bækur upp í nýja pleisið í Reykásnum, úff það á eftir að segja til sín á morgun.

Ltr og gleðilega (dáldið seina) páska!

Óli!

föstudagur, apríl 21, 2006

ég er alveg að fara að verða hjúkka

oh, yndisleg tilfinning :) síðasta prófið í hjúkrun EVER er yfirstaðið!!! Þær kennarastöllur í deildinni kvöddu okkur sem búin erum í dag með stæl get ég sagt ykkur, úff...hef sjaldan baslað við eins erfitt próf...enda ekki mikil áhugamanneskja um hjúkrunarstjórnun! held samt og vona að þetta hafi gengið sæmilega! fór svo upp á sængurkvennadeild til þess að skrifa undir áframhaldandi vinnu þar, sem hjúkrunarfræðingur, vona að ég fái að vera allt næsta ár! besta deild sem ég hef unnið á!!! er annars í ansi miklu spennufalli og veit ekki hvort ég er þreytt eða upptjúnuð, allt í rugli í höfðinu á mér eins og er! sendi baráttukveðjur til þeirra sem eiga barnahjúkrunina eftir á mánudaginn...myndi ekki vilja vera í þeirra sporum ;) nú tekur við yndislegur tími hvíldar og skemmtunar (og reyndar lokaverkefnis)...rækta vini og vandamenn og Óli endurheimtir geðgóðu kærustuna sína á ný! :) verð að segja að hann er búinn að vera yndislegur við mig í þessari prófamyglu...vissi að ég ætti besta mann í heimi en þetta sló nú öll met!!! Matur hjá pabba í kvöld og kannski eins og einn eða tveir bjórar ;) love it!
góða helgi, Hrafnhildur

þriðjudagur, apríl 18, 2006

prófamyglan mikla

jæja, smá færsla inn á milli prófa ;) fyrra prófið var í morgun, gekk bara nokkuð vel held ég...svo hjúkrunarstjórnun á föstudaginn og svo prófafrí í amk rúmt ár (það er ef þessi próf nást 7, 9, 13), nokkuð góð tilfinning það :) er annars að mygla nokkuð mikið yfir þessu öllu og gæti þetta örugglega ekki ef óli væri ekki svona góður við mig! ég bara skil ekki hvernig fólk með börn eða stórt heimili getur þetta, nóg vorkenni ég sjálfri mér sem hef í raun engum öðrum skildum að gegna!!! hlakka til næstu færslu...þá verð ég free at last, vona ég :)


ps. það eru nýjar myndir úr skírninni hans litla frænda í myndasafninu okkar

miðvikudagur, apríl 12, 2006

bréfið komið :)

það var eins og mig grunaði...þær hleypa nýútskrifuðum hjúkrunarfræðingum aldrei strax inn í ljósmóðurfræðina! ahhh, próflaust næsta ár ;) hljómar mjög vel!!! svo sæki ég bara aftur um seinna...gleðilega páska dúllurnar mínar, læt heyra frá mér eftir prófin 21. apríl :)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

maður er svo sætur í myglaða prófgallanum

bláa myglaða flíspeysan mín fer vel við fallegu bláu augun mín, gleraugun eru einstaklega vel valin og ég er magnifisent! að auki er það eins og að taka samloku á restaurant að fara með óla með mér til krítar! svona er þetta að sögn franska ljósleiðarakallsins sem er staddur hér núna!
maður er bara alveg að bráðna! NOT!!! honum er líka alveg sama þó að ég eigi husband eins og ég orðaði það...meiri vitleysan :) hehe! held ég sé búin að heyra alla ævisöguna og get this! hann höstlaði einhverja gellu á þennan hátt fyrir tveimur vikum síðan, á meðan hann var að setja upp ljósleiðarann hjá henni! heldur kannski að hann geti gert það sama í þetta skipti...gangi honum vel :)

mánudagur, apríl 10, 2006

mánudagur til kvartana?

kominn mánudagur enn á ný!

nú er ég að komast í lærugírinn loksins, bara tæpar tvær vikur eftir :) fór á fund í dag um öldrunarprófið og við fengum að sjá gamalt próf frá 2004. hvað er málið með að semja spurningu sem fyllir eina blaðsíðu? maður hefur nú ekki endalausan og ótakmarkaðan tíma til að lesa spurningar í blessuðum prófunum sko! en nei, nei...hún bara semur heilu sögurnar af einhverjum ímynduðum sjúklingum sem við eigum svo að ákveða hvað á að gera við!

og þá er kvartskammturinn í dag búinn ;)

enn er ekkert svar komið frá ljósmæðrunum og ekki laust við að ég sé farin að fá smá fiðring í magann...nú þegar ég er byrjuð að lesa þá læðist að mér smá ósk (en bara pínulítil) um að ég komist ekki inn, bara svo ég þurfi ekki að vera í prófum næstu jól :) er alveg komin með nóg af þeim get ég sagt ykkur!

að lokum verð ég að deila með ykkur mynd af yndislegustu börnum í heiminum, en hún Ásta mín sendi mér nokkrar myndir frá Svíþjóðinni :) Get ekki beðið eftir að sjá þau öll í sumar!!!

Kristín með Baldur litla og Sigurbrandur sætustu systkynin

laugardagur, apríl 08, 2006

Partý partý

Jæja, þá hefur maður smá að segja LOKSINS!!!!!

Ég fékk nefnilega skemmtilegt sms í gær (í gegnum ogvodafone síðuna) þar sem mér var boðið í partí hjá einhverjum Agli.
Það fyrsta sem mér datt í hug var að Gillinn okkar væri kominn til landsins frá Ammríkunni, en það kom í ljós að þetta var hann Egill vinur minn úr Árbæjarskóla sem ég hef ekki séð eða heyrt frá í nokkur ár.
Svo að við hjónakornin skelltum okkur bara í partíið og það var bara mjög næs, sá nokkra krakka úr Árbæjarskóla sem ég hef ekki séð í mörg ár.

Það var reyndar ekki auðvellt að finna þessa íbúð sem er í Bryggjuhverfinu, því að húsin eru ekki í númeraröð!!!! Hversu heimskulegt er það!!!
Við byrjuðum að keyra eftir einhverri götu þarna niðurfrá og númerin voru í einhverri svona röð: 5, 11, 23, 7, 35 o.s.frv. En okkur tókst að finna þetta fyrir einhverja slysni.

Þetta kvöld endaði bara mög vel og maður var bara nokkuð stoltur af sér að hafa farið og mjög stoltur hvað maður tórði lengi eða alveg til hálf tvö.

Jæja, segjum þetta nóg í bili.

Óli hófdýr (party animal)

þriðjudagur, apríl 04, 2006

viðtalið búið

úff púff...ég hyperventileraði þvílíkt rétt áður en ég gekk inn í ljósmæðraviðtalið! skil ekki í mér, er ekkert búin að vera stressuð fyrir þetta fyrr en 5 mínútum áður en ég fór inn! þær voru samt voða næs, brostu bara til mín og mældu mig út á meðan ég reyndi að svara spurningum þeirra, eldrauð í andlitinu! ekki bætti það nú úr skák að þetta voru asskoti erfiðar spurningar maður...nenni ekki að fara út í það hér! en ég var bara ég sjálf og er ánægðust með það...svaraði bara hreinskilnislega! það eru nú samt ekki miklar líkur á því að ég verði tekin inn sko, ég gat alveg lesið það á milli línanna hjá þeim! við erum tvær nýútskrifaðar sem sóttum um. þær sögðu mér að 21 hefði sótt um og að aðeins 8 yrðu teknar inn úr Reykjavík og tvær utan af landi í fjarnám! þannig að minns sækir þá bara um að vera áfram á sængurkvennadeildinni í ár og prufa svo aftur...það er líka allt í lagi mín vegna :) þær sögðu það nánast garanterað að þær sem ekki komist inn núna verði pottþétt teknar næst...nú læt ég bara örlögin sjá um rest ;)

svo fæ ég bréf af eða á (pottþétt af) fyrir páska...læt ykkur fylgjast með! :)

annars fer ég nú bara á fullt í prófalestur þannig að það verður sennilega lítið um bloggskrif fyrr en eftir prófin, 21. apríl! set nú samt örugglega smá línu inn af og til ;)

Hrabba, sem er alveg að fara að ná andanum aftur!