rýrnar fleira en krónan???
ég heyrði útvarpsviðtal fyrir nokkru síðan, viðtal sem ég get ekki hætt að hugsa um! þar sat íslensk fyrirsæta nokkur fyrir svörum. hún er víst að slá í gegn í búlgaríu eða whatever landi sem hún nefndi...
hún var spurð hversvegna meðalaldur fyrirsæta væri svona lágur, eða um 21 ár. mín kona, móðirin sjálf sagði það nú alveg skiljanlegt. reyndar væri meðalaldurinn hærri í öðrum löndum, en hér á Íslandi byrjuðu konur svo snemma að eiga börn...og við það RÝRNUÐU þær að sjálfsögðu svo mikið að þær gætu ekki lengur starfað sem fyrirsætur!!!
hvaða skilaboð er eiginlega verið að senda okkur konum??? að ég tali nú ekki um karlmönnum! erum við annars flokks fólk af því að líkaminn okkar er svo magnaður að geta gengið með,fætt og brjóstfætt börn?
3 Ummæli:
Vá ég skil vel ad thú hafir verid hneykslud! Svona yfirlýsingar! puhhh!
ja hérna hér. fólk getur verid svo vitlaust. madur skammast sín fyrir slíkra kvenna hönd. ad láta tetta út úr sér...
hef sjaldan vitad neitt vitlausara.
Ásdís Rán?
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim