verkfall
já, verkfallið stendur enn yfir! það þýðir að ég má ekkert vinna í Hreiðrinu, sem er lokað! reyni að nýta tímann í verkefnavinnu svo ég geti aðeins notið lífsins með strákunum mínum á Akureyri! þar má ég víst vinnu vegna þess að neyðarvakt er á fæðingardeildinni þar :) en ég vona nú að þetta leysist allt fyrir helgi...næsti samningafundur er á föstudaginn! ljósmæður ætla ekki að haggast og mikill samhugur er í stéttinni! ég er náttúrulega ótrúlega montin yfir þessari flottu stétt sem ég tilheyri og þvílíkt glöð yfir stuðningnum sem við finnum fyrir í þjóðfélaginu ;) við fáum 100% hvatningu hvert sem við snúum okkur, yndislegt alveg hreint!
nú styttist í að Óli og Máni komi heim, ætla að elda kótilettur með kartöflustöppu, gulum baunum og sultu! efast ekki um að það leggist vel í heimilisfólkið mitt :)
góða helgi!
1 Ummæli:
tú mátt sko alveg vera mjög montin af ad tilheyra ljósmædrastéttinni. Gott ad heyra ad studningur sé í íslenska samfélaginu. Tid hafid minn 100 % studning líka!
Mikid hljómar kvöldmaturinn ykkar vel...mmmm....
Hlakka til ad spjalla á eftir ;)
knús
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim