fimmtudagur, apríl 24, 2008

af trukkamálum...

vá hvað forsvarsmaður trukkabílstjóra talaði af sér í dag! sagðist ekkert kannast við manninn sem barði lögguna en vissi nú grunsamlega mikið um hné aðgerðina sem sá hinn sami var nýkominn úr...og hvað halda þeir að þeir fái með þessum látum? halda þeir að alþingi geri eitthvað í þeirra málum núna? fyrsta reglan í barnauppeldi er sú að láta ekki undan uppsteit í barninu því þá versnar það með hverju skiptinu...ekki viljum við óeirðir á götunum í hvert skipti sem við þurfum að láta í okkur heyra með hvaða málefni sem er, er það? ég studdi þá eindregið í upphafi þegar mótmælin voru friðsæl...en núna, öll samúð farin! og hvað er að okkur Íslendingum að gera illt verra með því að mæta á staðinn og grýta lögregluna með steinum og eggjum? held að svona hegðun sé rót alls ills í heiminum...mannskeppnan er heimsk með eindæmum! en þó vona ég að eitthvað leysist úr þessu öllu saman...segi fyrir mitt leyti að ég hef ekki áhuga á því að mæta þreyttum trukkabílstjóra úti á vegunum, búnum að keyra í meira en 8 tíma, með barnið mitt í bílnum...

2 Ummæli:

Þann 10:49 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikið djö..ll erum við sammála ykkur með þetta. Þessi sem kýldi lögreglumanninn er einn af 3 forsprökkum trukkaranna (fín þýðing á truckers er það ekki :-) ).
Það versta er að almenningur heldur að þeir séu aðeins að mótmæla háu bensínverði en nnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnneeeeeeeeeeeiiii. Auðvitað er olíuverðið hluti af málinu en það eru aðeins um 40% sem nota olíu á landinu. Við erum sammála því að við vildum ekki mæta þessum trukkurum svefndrukknum á vegum landsins. Það er svona svipað eins og að láta þá bara hafa hlaðna byssu á Lækjartorgi, binda fyrir augun á þeim og segja þeim að skjóta. Fyrr eða síðar deyr einhver ef þeir fá að vinna meira en þeir eru að gera núna. Svo heyrði ég að reglurnar eru þannig að þeir mega keyra 6 daga vikunnar þar af 2 daga í 11 tíma og hina 4 í 8 tíma.... það er alveg nóg.

Þessi mótmæli eru komin úr böndunum og rétt rúmlega það.

Jæja, nóg komið af röfli ....
Kveðja úr úthverfinu,
Andri, Berglind og Halli

 
Þann 4:26 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Èg er ekkert ad mér í tessu trukka máli heima á Ìslandi. En er hjartanlega sammála tví ad tad sé gífurlega slysahætta af tví ad bílsstjórarnir keyri of langar vaktir, jafnvel ósofnir...
Voru amk tvö banaslys hérna í Kaupmannahöfn í vor, tar sem lítil börn létu lífid, tegar vörubílar keyrdu tau nidur á götum úti.
Svo skelfilegt ad madur fær illt í hjartad...
Tessir bílar eru svo stórir og geta valdid svo miklum skada, ad tad verdur ad keyra tá med mikilli varkárni. Tess vegna er tad á ábyrgd samfélagsins finnst mér ad setja lög og reglur sem ad vernda bílstjórana fyrir of löngum vöktum og löngum vinnutíma...

Hins vegar hef ég ekkert gott ad segja um grjótkast ad lögreglu...Tad er aldrei kúl.

Risa knús frá okkur í sólinni í Kaupmannahöfn
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim