ég tók á móti...
...mínu fyrsta valkeisara-barni á föstudaginn og rosalega þótti mér það skemmtilegt :) skurðstofu stemmingin á svo vel við mig! skrúbba sig inn og dressa sig upp...æði! þó ég taki auðvita náttúrulegu fæðingarnar fram yfir allt...náttúrulega ;)
síðan héldum við ljósu-systurnar árshátíð á laugardaginn og var hún ekki af verri endanum get ég sagt ykkur!
nú er ég tæplega hálfnuð með námið og hlakka svoooo til að klára það!!! þá get ég farið í þá % sem ég vil og knúsað mánann meira en ég get núna...og ennþá meira þegar við flytjum til skotlands!
því þó það sé skemmtilegt og gefandi þá held ég að ljósunámið og læknisfræðin séu minnst fjölskylduvænumst af öllu námi í háskólanum! ég er til dæmis að fara á kvöldvakt á eftir, sem þýðir að ég sé mánann minn ekki aftur fyrr en í fyrramálið :(
það eina sem huggar mig núna er hversu stutt er í páskafríið! fæ 6 heila daga með strákunum mínum :) get ekki beðið!!!
1 Ummæli:
Gaman ad heyra hvad tú hefur gaman af náminu tínu. Tad er fyrir öllu! Og ég segji tad enn og aftur...mikid eru tær lánsamar stelpurnar sem fá ad fæda hjá tér. Hér í dk stefnir allt í verkfall hjá ljósmædrum, hjúkkum og sjúkralidum 1. maí... Ekki tad ad mér finnist ekki ad tau eigi ad fara í verkfall, tví tad er eina vitid, svo tad gerist eitthvad í kjaramálunum. Svo ég styd tad. Bara ekki tegar ég á ad eiga! Tad er ekkert vodalega traustvekjandi tilhugsun...
Tá vantar mig bara íslensku ljósnuna mína til ad taka á móti hjá mér! ;)
Tad verdur YNDI hjá ykkur í páskafríinu, og tad styttist ;)
Tú ert svo dugleg elskan mín.
Àstarkvedjur frá bumbukonunni
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim