ojjjjjjj
við erum að vakna til lífsins aftur eftir ógeðslega ælupestarhelgi! oj! máni byrjaði á föstudag, síðan óli á laugardag og ég fór síðan að æla á sunnudagskvöldið...gaman að þessu :)
EN nú hefur ástandið heldur betur glæðst í Hreiðrinu! þið sáuð nú sennilega fréttina um metdaginn, þá fékk ég einmitt mína fyrstu fæðingu og var svo heppin að vera með konuna mína inni á fæðingarstofu! það voru ekki allar fæðandi konur svo heppnar þann daginn...síðan fékk ég flottustu frumbyrjufæðingu EVER á 12 tíma vaktinni minni á sunnudaginn (sem betur fer varð ég ekki veik fyrr en ég kom heim). En mikið þykir mér ég heppin að fá að starfa við þetta! gæti ekki hugsað mér að gera NEITT annað í lífinu! eftir fæðingu er maður í svo miklu rússi! hefði aldrei trúað því! get sko sagt ykkur það að þetta er ávanabindandi og besta víman ;) ljósmæðurnar í Hreiðrinu sem hafa starfað við þetta forever segjast amk aldrei verða leiðar á þessu...
yndislegt :)
en ég er þreytt...það verður að viðurkennast! gubbupest, 80% verknám, skóli einu sinni í viku, heimaþjónusta og veeeeerkeeefni auk þess sem ég reyni að láta móðurhlutverkið ganga fyrir eins og ég mögulega get!
greyið óli minn...
2 Ummæli:
Til hamingju með fæðingarnar :) Heppnar konur sem þarna voru að fæða að hafa þig þarna... en það er nokkuð ljóst að þú ert í ofurkonugírnum og stendur þig hreinlega með mikilli prýði :) ...En aftur á móti eruð þið heppin að hafa hvort annað... þessar elskur sem þið nú eruð :)
Knús frá okkur
Ingaogco
Við Íris vorum nú að grínast með það að ég þyrfti bara að panta þig fyrir mína fæðingu í sumar!! :D
Kv. Selma (systir Írisar)
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim