fimmtudagur, janúar 03, 2008

fréttaleysa

jæja! jólin og áramótin búin...rútínan að komast á aftur. kann alltaf vel við það :) jólin voru góð með eindæmum...borðað, sofið (þegar sumir leyfðu) og haft það huggulegt í faðmi fjölskyldu og vina! ætla ekki að koma með upptalningu á helstu viðburðum ársins sem var að líða. get þó sagt að þetta hafi verið besta, yndislegasta og skemmtilegasta ár ævi minnar, því við fengum mánann...en líka það erfiðasta og mest krefjandi ;) ég segi það af fullri alvöru að foreldrahlutverkið er það erfiðasta í heimi...en um leið svo gefandi og fullkomlega þess virði! nú er óli kominn í fulla vinnu aftur eftir fæðingarorlofið...viðbrigði mikil! ég nota þessa fríviku mína í að venja mánann minn aftur á leikskólann eftir jólafríið því að á mánudaginn þarf hann að vera fulla 8 tíma í fyrsta skipti. þá byrja ég líka á morgunvakt í hreiðrinu...litlan ég að fara að taka á móti börnum...úff! þannig er nú lífið hjá okkur þessa dagana...

vona að þið eigið góða helgi elskurnar!

4 Ummæli:

Þann 4:04 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár ljúfurnar og takk fyrir það gamla... ohh ef þú hefðir byrjað í þessari viku hefðir þú séð um gullmolann þeirra Gilsa og Önnu, hún fæddist loksins í nótt skvísan...eftir að hafa verið sett tvisvar!! af stað :) þau fóru í hreiðrið svo í morgun en fara heim á morgun :)
Knús til ykkar...vonandi verður hægt að hitta á ykkur fyrr en seinna :)
Ingapinga

 
Þann 9:25 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gangi þér vel með aðlögunina fyrir Mána og svo að auðvitað að taka á móti líka. Sjáumst etv á ganginum:-) Kær kveðja, Þorbjörg

 
Þann 11:37 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Barneignir eru án vafa stærsa verkefni sem hægt er ad taka sér fyrir hendur. En ekkert meira gefandi en tessar litlu manneskjur.
Gangi ykkur vel í adlögun á leiskólanum. Er viss um ad Máni á eftir ad standa sig vel í tví. Og sídan fædingarnar í næstu viku...Èg segji tad aftur ad tær eru heppnar sem fæda í hreidrinu hjá tér! Vildi bara ad ég gæti verid svo heppin!
Sakna tín.
Og eigid yndislega helgi.
***

 
Þann 8:22 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ sæta ;)
Hvað segiru sæta ??
OOO það var svo leiðinlegt að hafa ekki komist á hittinginn okkar :( glatað en allavega væri gaman að hittast bráðum langar að fara að sjá prinsinn.
knús sæta mín

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim