það er nú...
...ekki mikið að frétta héðan úr skaftahlíðinni (þó fréttir stöðvar 2 hafi endalaust mikið að segja - nenni ekki að blogga um pólitík)
alltaf alveg fáránlega mikið að gera í skólanum! hefði bara ekki trúað því að óreyndu!!! í síðustu viku voru 3 verkefnaskil og í þessari tekur anatómían við með prófi 2. nóv...semsagt lítill tími fyrir mikið efni - mjaðmargrindin, bein, vöðvar, liðbönd, æðar og taugar, leg, þvagblaðra og ristill, fylgjan og fóstrið...úff! ég er sennilega að gleyma einhverju...en ég tóri því þetta er allt saman áhugavert! tek mína eigin meðgöngu-og fæðingarskýrslu reglulega fram...skil alltaf meira og meira í henni :) gaman að þessu!
jólafrí 10 des...ÆÐI!
OG taka á móti börnum í byrjun janúar :) trúi því varla ennþá að ég sé loksins komin í þetta nám...svo gaman ;)
1 Ummæli:
blessud :)
úff tetta hljómar alveg svakalega mikid med skólann! gott ad tetta sé svo áhugavert, tá verdur tetta vonandi allrar vinnunnar virdi. Og fædingar í byrjun næsta árs...spennó! Tú ert nottla fædd í tetta starf. Svo tú verdur án vafa svaka flott í tessu :) heppnar tær konurnar sem fá ad hafa tig í fæingunni sinni ;)
og jólafríid...yndi. Hlakka til ad sjá ykkur í des :)
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim