knocked up, skólinn og máninn minn :)
við ljósunemarnir skelltum okkur í bíó síðustu helgi! ég man ekki hvenær ég fór í bíó síðast...
leiðin lá á myndina knocked up, eðlilega, þar sem hún fjallar um okkar líf og yndi þessa dagana, meðgöngu og fæðingu :) hún var bara nokkuð góð og ég get því alveg mælt með henni! reyndar hugsaði ég ó nei þegar ég komst að því í byrjun hennar að hún er frá sömu framleiðendum og 40 year old virgin! sú mynd var ömurlega ófyndin og leiðinleg!
en nú er þriðja vikan af skólanum að klárast og gengur bara rosa vel :) brjálað að gera og fyrstu ritgerðarskil á morgun! ég ákvað að skrifa um feður í sængurlegu...held það sé alveg kominn tími á að við gerum e-ð í þeim efnum fyrir greyin! ömurlegt að þurfa að fara heim eftir fæðinguna ef konan fer ekki í hreiðrið! allar konur þurfa líka á mönnunum sínum að halda (ef þeir eru til staðar), ekki síst þær sem leggjast inn á sængurkvennagang því þær eru oftar veikari en þær sem fara í hreiðrið! já margar hugsjónirnar hjá okkur ljósunemunum þessa dagana :)
máni og óli eru líka hressir :) gengur rosa vel á leikskólanum...fóstrurnar segja mána algjört draumabarn vegna þess að hann sefur og borðar vel, er duglegur að kúka (híhí) og kann að leika sér! við erum náttúrulega voða proud með það ;)
við ætlum að eiga góða helgi, ritgerðin verður að baki og nýtt fag byrjar bara á mánudaginn...heilsugæsla á meðgöngu!
endalaust gaman að vera loksins byrjuð í skólanum :)
7 Ummæli:
jeij en gaman ad heyra hvad sé gaman í skólanum :) tad á nebblega endilega ad vera gaman ad hlutunum finnst mér... er heilmikid ad pæla í tví tessa dagana. vid vitum ekki betur svo en ad vid eigum tetta eina líf, svo allt eins gott ad hafa tad skemmtilegt og láta sér lída vel á medan :)
en nóg um tad...
heyri ad tad er meira en nóg ad gera. og gengur ljómandi vel med Mánann. kemur ekki á óvart, enda svo duglegur drengurinn! gott líka ad fá hrós fyrir hægdir barnsins ;)
eigid rosa góda helgi sæta fjölskylda!
***
góð mynd af ykkur,.. húfurnar hans afa er bestar!! hehe
Góða helgi ljúfurnar :)
Gott að heyra að allt gengur smurt... þannig á það að vera :)
Knús frá okkur
Ings n'da gang
hæ elskan mín. gott ad heyra frá tér í gær :)
nýjustu fréttir af klemmu :
Klemma hefur gerst enn tæknivæddari og er hana nú ad finna (leynilega) á facebook... Hefur tér borist mail um tetta frá Ingu?
allavega, tín er saknad sárt og er líf og fjör á klemmunni. en ekki sama án tín...
Madur tarf bara ad skrá sig, en ekkert ad vera aktívur annars á facebook, eda ég er tad allav ekki.
vonast til ad sjá tig tar ;)
og vid heyrumst svo sem fyrst sæta mín.
***
er búin ad adda tér sem vini mínum á fecebook. tannig ættiru ad komast á klemmuna. tetta er nebblega svona leynileg samkunnta... ;)
heyrumst
***
Langt síðan ég hef kíkt hérna við. Gott að heyra að allt gengur vel í skólanum og leikskólanum :) Vonandi heldur þetta áfram að vera svona gaman :)
Bið að heilsa í bæjinn
Kveðja frá Noregi
Elín Ósk
góda helgi kæra fjölskylda. ætla ad kíkja á skype málin um helgina. gæti verid ad ég tjékki á ykkur á laugardag ;)
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim