fréttir
leikskólinn gengur eins og í sögu :) var nánast móðguð þegar ég sótti mána í dag eftir að hafa skilið hann eftir í 2 og hálfan tíma, og hann skammaði mig ekki einu sinni pínu! brosti bara og hélt áfram að borða hjá fóstrunni! ég kenni samt matnum um...hann ELSKAR að borða ;) en ég fékk stórt knús þegar hann var búinn!
svo er minn farinn að segja mamma :) og stundum babba! þessi orð hafa aldrei hljómað betur...og ég get ekki annað en brosað eldsnemma á morgnana þó ég sé dauðþreytt, þegar hann kallar á mig :)
skólinn svo að byrja á mánudaginn...ég er búin að kaupa FULLT af bókum og ekki laust við að tilhlökkun sé komin í mann...en líka stress...
3 Ummæli:
gaman ad heyra hvad gengur vel hjá ykkur :)
já skil tig vel med skólann. tetta er spennandi en á sama tíma hálf stressandi...
knús og kossar frá københavn
***
Frábært hvað þetta gegnur vel hjá ykkur:)
Gangi þér svo vel í skólanum. Verðum að fara að heyrast og hittast.
Kveðja, Berglind Rut
Hæ hæ sætu mæðgin og takk fyrir síðast. Það er alltaf svo gaman að hittast og fylgjast með strákunum þroskast og dafna. Vonandi getum við samt hist eitthvað áfram þrátt fyrir skólann. Kærar kveðjur, Þorbjörg og Hilmir Hrafn
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim