laugardagsmorgnar...
ég hefði aldrei trúað því hvað laugardagsmorgnar geta verið yndislegir! núna þegar skammdegið er í hámarki veit ég ekkert betra en að vera vakin upp af dúllurassinum mínum (um 6-7), fá hann uppí á milli okkar og knúsast og vöðlast. við erum þó fljótt rekin frammúr en það er allt í lagi! þá kveikjum við bara smá ljós, fáum okkur morgunmat saman og horfum á barnaefnið :) ótrúlega mikil stemming, jóló og kósí! þetta er alveg að verða minn uppáhaldsdagur á allt annan hátt en var áður :) svona breytist lífið með litlu skinnunum!
5 Ummæli:
æj tid erud svo miklar dúllur!
Knúsadu Mikael Mána frá mér líka í fyrramálid. Ætli ég lúri ekki enn á mínu græna um tad leytid. Ef ég verd ekki komin fram úr, vakin af bachelor stressi, med bækurnar í einni og kaffid í hinni...
Hlakka til ad komast í svona barnaknús ad tessari törn lidinni :) Bara ef ad okkar barn verdi smá eins og pabbi sinn. Ss. svefnpurka mikil á morgnana! tá getum vid sofid smá lengur en til 6-7...;)
1000 kossar og knús til ykkar
***
hehe, ég er nú alltaf hell-aður þegar ég vakna á laugardagsmorgna eftir föstudagsgeðveikina í vinnunni og hangs langt fram á nótt í einhverju rugli:( verð greinilega að eignast grísling til að hafa hemil á mér;P
Takk fyrir sætu kommentin tín hjá laumufarteganum okkar :)
Yndislegt eins og alltaf ad heyra frá tér.
1000 kossar og knús hérna frá okkur.
Hlakka svooo til ad sjá ykkur í des!!!
***
Alltaf kósý að vakna með barninu. Matthías liggur venjulega við höfuðið á mér og kyssir mig og knúsar í allavega hálftíma áður en við förum á fætur... Elska það alveg.
Ég er til í að hitta ykkur, báðir dagar hljóma vel, látið mig bara vita hvenær og ég mæti
knús á Mikael Mána frá Matthíasi
úps þetta hérna fyrir ofan var frá Elínu
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim