þriðjudagur, febrúar 05, 2008

afmælis strákurinn okkar :)

Máninn okkar varð 1. árs á föstudaginn :)
ótrúlegt að það sé liðið ÁR!!!
en það var voða gaman að mæta á kvennadeildina akkúrat ári eftir að ég fæddi þar og minningarnar helltust yfir...
svo sóttum við dúllurassinn á leikskólann og gáfum honum pakka og muffin með einu kerti á. minn auðvitað í essinu sínu með þetta allt saman ;)
síðan varð þetta eiginlega bara að heilli afmælishelgi...rosa gaman alveg hreint!
við héldum smá kökuafmæli á sunnudaginn með þeim sem áttu leið hjá og mundu eftir okkur, voða kósí allt saman :)
myndavélin er stútfull af myndum og svona...ætlum að tæma minnið alveg og skella síðan inn nokkrum vel völdum mómentum frá helginni!
síðan var eins árs skoðun í dag...minn er orðinn tæp 10 kíló og tæpir 80 cm...fékk síðan sprautu í rassinn og tók ekkert eftir því :)
annars erum við bara hress og kát! nú fer náminu í Hreiðrinu að ljúka og áhættu-kúrsinn tekur við...er voða glöð með þær fæðingar sem ég hef fengið og vonandi eru þær góður grunnur fyrir það sem koma skal...

3 Ummæli:

Þann 11:20 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með strákinn... verð að viðurkenna að ég steingleymdi afmælinu :/ búín að berja haus við vegg ;)

Knús frá æluvík ;)

Inga

 
Þann 5:56 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Hlakka til ad sjá myndir! :)
Àstarkvejdjur frá okkur dáldid kvefudum hérna hinum megin vid hafid ;)
***

 
Þann 11:37 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með stráksa. Ótrúlegt hvað þetta líður hratt allt saman, þeir verða byrjaðir í skóla áður en við vitum af.
kv. Elín og Matthías

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim