fimmtudagur, ágúst 28, 2008

botnlangabólga

já síðasta vika var viðburðarík. Óli minn fékk botnlangakast á fimmtudaginn síðasta, fór í akút aðgerð rétt fyrir miðnætti þann dag. við tók hjúkrun mikil hér á heimilinu og einstæð umsjá með 19 mánaða skriðdreka :) þrátt fyrir kærkomna hjálp fjölskyldumeðlima, hef ég gengið á bensíngufum síðustu daga. mér var t.d vorkennt mikið í gær þegar ég loksins mætti í vinnuna, spurð hvort ég væri kona eigi einsömul þar sem ég var svo grá og guggin! en þetta er allt að koma og Óli mætti í vinnuna í dag, laus við þetta ófétis "líffæri" sem botnlanginn er :)

fyrir utan þetta gengur lífið í skaftahlíðinni sinn vanagang. fer á næturvakt í Hreiðrinu í kvöld og fæ vonandi fæðingu, spontant og sprungulausa eins og við allar vonumst eftir :)

síðan tekur Akureyrin við þann 21. sept. í nóvember mun Óli svo sækja um í skólanum sínum í Skotlandi og fáum við síðan að vita af eða á í desember :) semsagt mikið og margt á döfinni!

Máni er eldhress og nú er svo komið að erfitt er að fá hann heim af leikskólanum þar sem hann skemmtir sér svo vel! hann er farin að tala heil ósköp og er voða duglegur að mynda setningar til þess að gera sig skiljanlegan. amk skilja foreldrarnir hann yfirleitt. sem dæmi má nefna ava bílinn bva bva, amma kaka, renna, lóló (róló), inni, úva (húfa), goh (skór), boh (bolti), eijei (einar), adda (adam), halli, obba (hoppa), diddídó (simpsons), nammi, meh (meira/mjólk) o.fl o.fl. síðan er hann með tvær í takinu á leikskólanum, þær Ellen og Eyju og er lítið talað um annað en þær stöllur :)

3 Ummæli:

Þann 5:23 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Elsku Hrafnhildur mín.
Mikid er gott ad heyra ad Òli sé á batavegi eftir svona botnlangakast. Hef heyrt ad tad sé alveg rosaleg sárt. Hann hefur alla mína samúd.
Og tad hefur verid mikid álag á húsmódurina ad standa skyndilega sem einstæd módir tímabundid!
Annars rosalega gott og gaman ad fá aftur blogg frá tér. Elska ad lesa bloggid titt! Og yndislegar fréttir af Mána, sætast í heimi hvad hann er duglegur ad tala, í sérstöku uppáhaldi hjá mér er diddídó... :)
Og mikid verdur spennandi fyrir ykkur ad fara nordur, bara í næsta mánudi. Skemmtilegt!
Og svo er tad skotland...ég krossa fingur fyrir ykkur í nóvember.

Stórt power knús frá mér
***

 
Þann 10:46 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Knús á ykkur :)

...Óli augljóslega ekki með heppnari mönnum þegar kemur að svona veseni ;) ...en upp á móti kemur að heppinn er hann að hafa svona góða hjúkrunarkonu 24/7.

Ekki það auðveldasta að vera einn með svona orma... tell me about it...

þannig að vonandi getið þið haft það gott núna næstu daga og náð upp smá orku.

XoXoXo
Inga og co

 
Þann 3:50 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Kæra vinkona.
Hvernig er tad erud tid ljósmædur ad fara í verkfall?
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim