fimmtudagur, júní 19, 2008

smá fréttir

ég var í fríi 17. júní þannig að við fengum okkur göngutúr í bæinn. allt voða ljúft bara þann daginn :)

nú er ég í 80% vinnu á fæðingargangi og börnin orðin 15 sem ég hef tekið á móti, þar af 13 stúlkur. þær segja mér það eldri og reyndari ljósmæður að það boði á gott þegar nemi fær svona mikið af meyfæðingum! þetta er yndislegasta og besta starf í HEIMINUM og ég er svo þakklát fyrir að hafa drifið mig í námið þrátt fyrir hvað máni var lítill. en ég hefði líka aldrei getað þetta án hans óla míns :)

svo styttist óðum í kærkomið sumarfrí með mánanum mínum, 7. júlí ætlum við að knúsast saman heima og áfram næstu 4 vikurnar ;) hlakka mikið til!

óli minn fær ekki sumarfrí fyrr en í lok september, en þá ætlar hann að knúsa mánann á akureyri á meðan mamman vinnur sveitt við að taka á móti norðlenskum börnum í mánuð ;)

5 Ummæli:

Þann 10:29 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Til hamingju með allar þessar fæðingar, gott fyrir íslenskar konur að eiga von á því að fá þig sem ljósu :)

Spurning um að plana hitting í sumarfríi... svona þar sem að júlí er að bresta á og við á leið í útilegu þessa helgi (hver hefði trúað því) :)

Verðum í bandi...ALLT of langt síðan síðast :)

Knús frá okkur
Ings

 
Þann 8:52 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Èg tek undir med seinasta rædumanni. MIKID eru tær lánsamar á Íslandi sem fá tig sem ljósmódur!
Gott ad vita af ykkur Mána á leid í sumarfrí saman :) Vildi tid gætud skellt ykkur yfir hafid og komid í orlof til køben. Vid erum meira ad segja med heilt hús vid sjávarsíduna á teim tíma sem tú ert í fríi... ;)
Hafid tad gott elskurnar.
Àstarkvedjur frá okkur
***

 
Þann 2:01 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Voðalega ert þú dugleg!
Ég er líka sammála þeim á undan mér að þær eru heppnar sem fá þig sem ljósmóður.
Það er spælandi að hafa misst af því tækifæri (ég ætla ekki að eignast fleiri!:)
Svo er ég bara undrandi yfir kjarabaráttunni því ég hafði ekki hugmynd um að ljósmæður væru verr launaðar en hjúkkur. Mér finnst það bara stór furðulegt. Bæði lengra nám og rosaleg ábyrgð sem fylgir því að leiða nýtt fólk inn í heiminn.
Baráttukveðjur frá mér!
Hafið það gott í sumar:)

 
Þann 2:06 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

sumarfrí á morgun! YNDI fyrir ykkur :) kannski vid getum átt deit á mns fljótlega? ;)

 
Þann 3:22 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Mikid var gaman ad heyra frá tér um daginn og spjalla soldid! :)
Hlakka til ad sjá ykkur...
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim