komin heim í kreppuna
komin heim frá Akureyri! sem er yndislegur bær b.t.w :)
við sjáum okkur samt ekki alveg búa þarna, soddan miðbæjarrottur!
máni naut góðs af nærveru pabba síns þessar 4 vikur á meðan móðirin vann eins og berserkur. hún uppskar þó einungis 4 fæðingar, en það er betra en ekkert! semsagt, fæðingarnar orðnar 27! nú tekur tími heimaþjónustu, heimafæðingar, foreldrafræðslunámskeiða, meðgöngu og sængurlegu við! fram að jólum það er að segja!
máni fór aftur á leikskólann í morgun, ekki alveg sáttur við að vera yfirgefinn svona en jafnar sig örugglega fljótt! áður en við fórum norður var ástandið orðið þannig að drengurinn vildi bara ekkert fara heim með foreldrunum, svo mikið var gamanið :) efast ekki um að það endurtaki sig!
og kreppan! já, ætli fæst orð beri ekki minnsta ábyrgð í þeim efnum...gæti skrifað margar blaðsíður um reiði mína í garð vissra aðila ofl en nenni því ekki núna amk ;)
á vissan hátt höfum við íslendingar gott af þessu því eyðsluvitleysan hefur verið óheyrileg! hinsvegar eiga margir um sárt að binda núna, fólk sem minnsta ábyrgð ber, því miður! og námsmenn í útlöndum, jesús minn!!!
jæja, heimaþjónustan bíður...
þangað til næst, eins og hemmi minn gunn sagði alltaf: verið hress, ekkert stress, bless! :)
1 Ummæli:
elskan mín. takk fyrir spjallid í gær. tad var YNDI. sakna tín mikid...
tek undir med tér og hemma, ekkert stress bless bless ;)
love frá okkur,
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim