föstudagur, mars 31, 2006

aldrei aftur verknám, góðir vinir, matur og vandamenn

Síðasta verknámsvaktin mín EVER kláraðist í gær og ég mun aldrei geta lýst feginleika mínum...free at last! Nú er ég loksins farin að átta mig á því að þetta er að verða búið og það er mjög skrítin tilfinning að verða hjúkrunarfræðingur...bíddu, má það? er ég orðin nógu stór til þess? ;) Það eru semsagt tæpir tveir mánuðir í útskrift...og 4 mánúðir í Krít, Santorini og Aþenu...get ekki beðið!!!

Svo hittum við Írisi mína og Navid í gær! Mikið var gott að fá að sjá hana og gaman að fá loksins að kynnast Navid...hann er náttúrulega bara frábær, eins og ég bjóst nú við ;) Þau eru hér í örferð að sjá landið og fólkið í því og fara svo heim á sunnudaginn. Ég var svo glöð að þau gátu skvísað okkur inn í plönin sín!!! :)
Eftir það fórum við Óli minn á Hornið, okkar uppáhaldsstað. Þar fást bestu pítsur í bænum...mmm og best í heimi að drekkja þeim í chilliolíu ;)
Svo enduðum við daginn með því að kíkja á Halla, Berglindi og Krúsilíus okkar. Það er svo gaman að sjá þau með hann...svo ánægð og glöð! Og hann bara stækkar og stækkar og er svo sætur :) Það er samt búið að vera eitthvað malla vesen á honum greyinu en ég vona að það fari að ganga yfir!

góða helgi elskurnar mínar!
Hrafnhildur

laugardagur, mars 25, 2006

free from the fear

Flughræðslunámskeiðið í dag gekk alveg rosalega vel :) ég var nú samt frekar mygluð í morgun og stressuð...var þó fegin að hafa sagt svona mörgum frá þessu því þá fannst mér ég þurfa að fara sem var bara mjög jákvætt. Fyrst fór maðurinn í sálfræðilega hlutann, hugræna atferlismeðferð, og þó ég sé búin að læra mikið um þetta í skólanum þá er allt öðruvísi að miða þessa aðferð við sjálfan sig og láta sálfræðing hjálpa manni að bera kennsl á órökréttar hugsanir manns! Mæli eiginlega með því að allir kynni sér þetta, þetta er svo einfalt ef maður pælir í því en samt svo rosalega magnað. Eftir hádegi fór hann svo í flughlutann. Það var ekkert smá áhugavert! Ég lærði að mikið af mínum ótta sem tengdur er flugi á sér engan vegin stoð í raunveruleikanum...og er ég mjög fegin því :) Auk þess sá ég að ég er sko engan vegin flughrædd miðað við sumt fólkið þarna, mæ ó mæ!!! Nú hlakka ég bara til að prófa að fljúga til Krítar með nýju kvíðastillandi aðferðirnar og vitneskjuna í farteskinu ;) ætla þó að sleppa Akureyrarfluginu...maður þarf að borga fullt verð og fær ekki einu sinni að stoppa á Akureyri til þess að fá sér brynjuís...iss piss!

Þangað til næst,
Hrabba, ekki svo mikið flughrædda lengur...eins og er allavegana ;)

fimmtudagur, mars 23, 2006

hvað mun verða?

Hrafnhildur Margrét Bridde

Farið hefur verið yfir umsókn þína um nám í ljósmóðurfræði og
óskað er eftir að þú komir í viðtal til formanns námsnefndar í
ljósmóðurfræði, Helgu Gottfreðsdóttur, þriðjudaginn 4. apríl kl. 14.30

Staðsetning: Hjúkrunarfræðideild HÍ, Eirbergi, Eiríksgötu 34. stofa
B-222. 2. hæð (kennslustofa ljósmæðranema)

Vinsamlega sendu staðfestingu til mín um að þú hafir móttekið þessi
skilaboð og getir mætt á þessum tíma.
__________________________________________

ó mæ god...
nú er komið að því


p.s hvað finnst ykkur um myndbandið hennar Silvíu Nætur vinkonu minnar á kvikmynd.is? - tékkið á því ;)

mánudagur, mars 20, 2006

ellin, eggin og flughræðslan

Önnur vikan í öldrunarverknáminu að byrja...get nú ekki sagt að ég skemmti mér konunglega á Landakoti, greinilega ekki mitt svið... en eftir þessa og næstu viku þarf ég aldrei að fara í hjúkrunarverknám aftur... nokkuð næs það :D

Páskarnir fara svo bara allir í prófalestur því prófin eru óvenju snemma í ár hjá okkur 4. árs nemum...18. og 21. apríl þakka ykkur fyrir!!! Óli kom með þá snilldarhugmynd að fresta bara páskunum okkar, borða páskaeggin bara 21. apríl...því páskarnir eru mín uppáhaldshátíð...vegna þess að fyrir utan upprisu Krists og hátíðleikann því tengdu, þá fer sólin hækkandi á lofti, maður fær að borða fullt af súkkulaði og vera á náttfötunum allan daginn...that´s life ;) Fimm dagar til eða frá bítta engu...

Og þá er komið að því...ég fer á flughræðslunámskeið næsta laugardag!!! Nú geta allir sem setið hafa með mér í flugvél andað léttar (vona að þetta virki). Þetta er svaka prógram, alveg frá 9-17! Hann er dálítið sniðugur maðurinn sem er með þetta, hann er gamall flugstjóri og lærður sálfræðingur og tvinnar þetta saman! Þetta verður semsagt sambland af hugrænni atferlismeðferð og fræðslu um flug og flugöryggi...hlakka bara til :)
Í lokin býður hann okkur svo einu og einu að fljúga með sér til Akureyrar...ég sé bara til hversu mikill flugdólgur ég verð orðin, sór þess nú einhverntíman eið að stíga aldrei fæti í innanlandsflug...en hvur veit!!!

I´ll keep you posted
Hrabba

föstudagur, mars 17, 2006

ég elska alla

Já, það er aldeilis barnalánið allsstaðar í kringum okkur þessa dagana :)

Hún Ásta okkar eignaðist lítinn prins 15. mars og gekk það allt alveg glimrandi vel og það er maður alltaf þakklátur fyrir!
Verst hvað þau eru öll langt frá okkur...í Svíþjóð, en það styttist í að þau komi í sumar og ég get ekki beðið!
Ásta er nebblega stóra systir mín (ég er löngu búin að segja að við hefðum átt að vera systur en hún ekki móðursystir mín) og það ættu að vera lög gegn því að fólk sem þykir svona vænt um hvert annað sé svona aðskilið!!!

Eeeen það er nú annar einstaklingur sem mér þykir voða vænt um (og margir aðrir auðvitað).
Það er hann Óli skóli minn :)
Hann var svo þreyttur í dag greyið að hann steinsofnaði á sófanum...enda mikið búið að vera að gera...

Er hann ekki sætur?

hafið nú öll góða helgi elskurnar mínar

***

þriðjudagur, mars 14, 2006

alveg makalaust framhald...

Það eru komnar fleiri myndir af Krúsilíusi Hallasyni í marsalbúmið!!!

Svo ég útskýri þessi blessuðu makalausu kvöld betur, þá er þannig mál með vexti að vinnufélagar hans Óla elska að fá sér öllara á föstudögum...sem ég er engan vegin á móti ;)
En þannig er mál með vexti að þau vilja alltaf hafa allar skemmtanir makalausar, það er án maka!!!
Hvað er eiginlega málið með það???
Flest fólkið þarna á maka...vilja þau ekkert sjá þá eða skemmta sér með þeim???
Ég tala nú ekki um þegar fólk er búið að taka brjálaða törn eins og stundum gerist hjá Óla, þá vinnur fólk nánast myrkranna á milli og maður hefði haldið að það saknaði fjölskyldna sinna!!!
En neeeeeeeeeeiiiiiiiii...þá er farið út að djamma í lok tarnar...makalaust!
Það mætti halda að okkur mökunum langaði ekkert að skemmta okkur...iss og piss segi ég nú bara!!!

En þá kemur að því sem ég vildi sagt hafa...ég er nefninlega svo heppin með hann Óla minn!
Hann skilur mig sko ekki úti í kuldanum og vill sko mikið frekar knúsa mig en fara á eitthvað makalaust drasl þó ég hvetji hann stundum til að fara :)
Það er þó fremur leiðinlegt fyrir hann að þurfa að velja á milli...því við myndum bæði alveg vera til í skemmtanalífið með vinnufélögum Óla...þetta virðist hresst og skemmtilegt fólk!
En hvað veit ég svosum, hef nánast aldrei hitt það!
Svo mörg voru þau orð...
En er ég alveg hrikalega gamaldags kannski...æ kann bara ekki við þetta!???


Svo er það draumabíllinn minn!
Já, ólíklegasta bílafríkið á sér draumabíl...það er Range Rover jeppinn nýji...svartur með silfurlituðum tálknum...æ þið vitið þessi sem Ryan í O.C keyrir :)
Pant svoleis!!

Hafið það gott essskurnar og Sólveig! Til hamingju með ammlið ;)
***

sunnudagur, mars 12, 2006

Þetta er alveg makalaust...

Sæl ljúfurnar ;)

Hafið þið lesið pistlana hans Jóns Gnarr aftan á fréttablaðinu á fimmtudögum?
Ef ekki, þá mæli ég eindregið með því að þið gerið það...þessi maður er fæddur heimspekingur og snillingur og hefur oft hjálpað mér!!!
Síðasta fimmtudag talaði hann um ábyrgð, að það að taka ábyrgð á öðru fólki sé ekki að hjálpa því og að bera aðra á bakinu sé ekki dyggð. Það læri enginn að taka ábyrgð á eigin lífi ef einhver annar væri alltaf tilbúinn að gera það fyrir þá...og það sem verra er, ábyrgðarleysi getur ekki leitt til aukins þroska og þar af leiðandi ekki til betri heims...eða eins og Jón orðar það: "Ef fólk ræktaði garðinn sinn en væri ekki alltaf að reyta arfa í annarra manna görðum væri heimurinn mikið betri staður að búa á"
Já, þennan mann myndi ég sko ekki hika við að kjósa til forseta :)

...Og svo ég haldi nú áfram hugleiðingum mínum (þó fæst orð beri minnsta ábyrgð), hvað er málið með makalaus kvöld á vinnustöðum???
Erum við makarnir svona hundleiðinlegir eða hvað?
Ég bara spyr...ætti kannski að biðja Jón Gnarr að skrifa um það!!!

Fékk annars dekurdaginn minn í gær í baðhúsinu...það var ÆÐI!
Heilnudd, andlitsnudd og maski og handsnyrting...gæti alveg vanist þessu :)
Get þó ekki sagt að skattskýrslan sem við reyndum að ráða frammúr í gær hafi hjálpað mér að halda slökuninni áfram þegar heim var komið...hvað er málið með að gera hlutina flókna og óskiljanlega þannig að það rýkur úr eyrum manns af pirringi og reiði???

Já, ég hef margt á hornum mér þessa dagana!

Hrafnhildur

þriðjudagur, mars 07, 2006

með skjálfta og lampa í höndum

hæhæ ;)

Var ekkert smá glöð í gær þegar leiðbeinandinn minn sagði þetta allt líta svo vel út hjá mér að ég þyrfti ekki að hugsa meira um verkefnið fyrr en eftir prófin!
Þannig að ég er næstum búin með Feður í barneign og get slakað á restina af vikunni og safnað kröftum fyrir öldrunarverknámið...ekki slæmt það :) Og svo fer þessu bara að ljúka og maður verður orðinn hjúkrunarfræðingur áður en líður á löngu...man oh, man!

Annars er það svolítið fyndið, nú þegar maður er kominn með blogg að maður fréttir að ótrúlegasta fólk sé að lesa það...þannig að nú legg ég í vana minn að kommenta þegar ég skoða annarra síður því það er svo gaman að sjá hver er að lesa...eins og Íris vinkona segir, þá verður þetta ekki eins og að tala við sjálfan sig :)

En að sjálfsögðu er Öllum velkomið að lesa bloggið okkar...more the merrier, annars væri maður nú ekki að skrifa um líf sitt á netinu af öllum stöðum!
Þannig að þeir sem ekki vita, þá klikkar maður á comment takkann hér neðar og skrifar eitthvað skemmtilegt :)

Funduð þið fyrir jarðskjálftanum í gær?
það er alltaf eins og tíminn standi í stað þegar skjálftar ríða yfir, jafnvel þó þeir taki aðeins um sekúndu...allt verður hljótt fyrir utan drunurnar og skröltið í matarstellinu...og þrátt fyrir að þetta sé svolítið sport, þá finnur maður hversu lítill maður er í heiminum og hendurnar fara ósjálfrátt að skjálfa...þvílíkt kikk ;)

þangað til næst,
Hrabba litla

sunnudagur, mars 05, 2006

ammlið, vinnan og verkefnið

Hellú :)

Takk allir sem höfðuð samband og munduð eftir ammlinu mínu! Ég hafði það voða gott, svaf bara út og lærði EKKERT...það var mín afmælisgjöf til mín :)
Pabbi kom svo með voða góðan hádegismat og pakka (fékk fullt af voða skemmtilegum gjöfum frá fullt af fólki) og svo fórum við í mat til mömmu...mmmmmmmmmmmmmm
Frá Óla mínum fékk ég dekurdag sem ég mun njóta næsta laugardag, og nuddolíu svo hann geti gert alla daga litla dekurdaga...að hans eigin sögn (hann er svo yndislegur).
Svo fór ég bara snemma í háttinn því sökum ljósmæðradeilunnar var ég kölluð akút út um helgina. Það var bara hið besta mál því ég fékk að sjá um Halla og Berglindi meðal annarra, og kynnast litla skáfrænda enn betur ;) hann er algjört ÆÐI og þau eru svo dugleg með hann!!!

Annars bíður maður bara frétta af henni Ástu frænku sem var komin með hríðir á föstudagskvöldið, hugsa til þeirra og vona að allt gangi vel...ekki nema von að maður sé smitaður, allstaðar allir að eiga börn í kringum mann :)

Í vikunni tekur svo verkefnavinnan við...hitti leiðbeinandann á morgun og svona...verð svo bara heima að skrifa það litla sem eftir er!

Adíos,
Hrafnhildur

fimmtudagur, mars 02, 2006

Nýja fjölskyldan


Jæja, fengum að sjá litla guttann þeirra Halla og Berglindar í kvöld.
Þeim líður öllum vel, nýju fjölskyldunni sem er komin með afrit af Halla :)

Það eru komnar nokkrar myndir af þeim (dáldið óskýrar) inn á mars albúmið.

Óli

lítill prins

Já, hann Óli hafði rétt fyrir sér...

Halli og Berglind eignuðust nefninlega lítinn dreng seint í gærkvöldi, 1. mars :)
Hann er um 3400 gr og 51 cm langur lítill prins***
Við óskum þeim alveg innilega til hamingju og hlökkum til að fá að sjá þau öll...vonandi í dag!

Við Óli vorum eins og illa gerðir hlutir frá hádegi í gær þegar Halli hringdi til að segja að þau væru komin upp á fæðingardeild. Við vorum gjörsamlega eirðarlaus, Óli gat ekki unnið og ég ekki lært...við vorum svo spennt :)
Ég held að Óli hafi aldrei verið eins náinn símanum sínum eins og í gær, lá við að hann tæki hann með sér í sturtu...vildi ekki missa af neinu!
Svo eftir margar misheppnaðar tilraunir að horfa á eitthvað í tv, lesa e-ð, tala saman, fara í bíltúr (hvað sem er til að dreifa huganum) ákváðum við að fara bara í háttinn. Þá hringdi Halli með góðu fréttirnar :)
Ekki beint auðvelt að sofna eftir það heldur...

Við erum svo þakklát fyrir að allt gekk vel og getum ekki beðið eftir að bjóða nýja fjölskyldumeðliminn velkominn í heiminn!

until next time
Hrafnhildur