þriðjudagur, október 31, 2006

ökuníðingur með skoðanir

ég var að keyra í gær á bílastæði smáralindar...það er nú varla frásögum færandi...nema hvað...ég er nú ekki þekkt fyrir annað en að taka gott tillit til gangandi vegfarenda þegar ég er úti að keyra sko...en í gær hræddi ég líftóruna úr einum! ég var að beygja inn í stæði og kona gengur í veg fyrir bílinn...allt í lagi með það...ég bara stoppaði og beið...en rakst því miður í bílflautuna þegar ég sneri stýrinu...ég áttaði mig ekki á því að það væri ég sem lægi á flautunni og bölvaði dónanum í huganum sem ekki gæti beðið eftir að greyið konan færi frá! og sjokkið sem ég fékk þegar óli spurði hvað ég væri eiginlega að pæla...og enn meira sjokk þegar ég sá að konan var mamma hennar nönnu...með þvílíkan skelfingarsvip á sér! úff maður! þannig að nanna mín, ef þú lest þetta...vertu nú svo sæt að biðja hana móður þína afsökunar fyrir mig...vona að hún sé búin að jafna sig!!! þetta var sko ekkert lítið nett flaut heldur ég á flautunni!

og annað mál...veit ekki hvort þið sáuð viðtalið við reyni tómas fæðingarlækni í gær...um þrívíddarómskoðanir...sem hann er mjög á móti! ég ber auðvitað virðingu fyrir hans skoðunum, en það er einmitt það sem hann var með í gær...ekki rök gegn þrívíddarsónar...heldur eigin skoðanir...sem þó voru alls ekki órökréttar...enda gáfaður maður þarna á ferð...þó kannski eilítið gamaldags, veit ekki! þar sem við erum nýbúin að fara, hlustaði ég af athygli og var ekki sannfærð! ég sé sko ekki eftir því að hafa farið...enda engin hætta á ferðum! ein skoðun hans var sú að fólk fengi skemmtun út úr 20 vikna sónarnum uppi á spítala, og að það væri bara nóg! mér fannst það pínu fyndið þar sem ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þrívíddarsónarinn var einmitt sú að við höfðum enga skemmtun upp úr 20 vikna skoðuninni! ljósmóðirin var bara trunta sem nennti þessu ekki, kláraði á 10 mínútum og gleymdi að taka myndir fyrir okkur! þannig að ef hann reynir tómas er svona á móti því að fólk fari í þrívíddarsónar, þá ætti hann að byrja á því að ræða við ljósmæðurnar á fósturgreiningadeildinni og segja þeim að haga sér almennilega...þá færu kannski færri í hitt! og hana nú, þá er ég hætt að tuða :)

hver getur líka verið á móti því að fá að líta bjútíið okkar augum...sem by the way er alltaf hikstandi...frekar fyndið ;)

miðvikudagur, október 25, 2006

Molinn okkar :)

þetta var magnaður dagur! í dag fengum við að SJÁ barnið okkar! og það er fallegasta barn í heiminum og geiminum :) virðist vera með óla nef og líka nokkuð líkur einari brósa þegar hann var lítill. ég á kannski stóru tánna ;) settum nokkrar myndir í albúmið hans mola svo þið getið skoðað dýrgripinn betur! við fengum ekki að vita kynið en okkur finnst þetta voðalega strákalegar myndir! væri kannski gaman að gera smá skoðanakönnun hérna inni og sjá hvort kynið þið haldið að gullið okkar sé? núna get ég að minnsta kosti ekki beðið eftir að fá hann í hendurnar...en samt ekki of snemma sko...hann þarf aðeins að fita sig meira og þroskast þangað til í janúar :) en ég mæli með þessu við alla ólétta! núna er þetta svoooo raunverulegt og ég er farin að geta séð þetta allt saman fyrir mér...það ER barn þarna! maður einhvernveginn verður tengdari því...og það er sagt að því fyrr sem tengsl milli foreldra og barns byrja, því betra :) veit ekki hversu oft ég hef skoðað myndirnar og vidjóin...með sólheimabrosi ;)
proud mama

mánudagur, október 23, 2006

6 mánaða bumba :)

já sex mánuðir komnir af meðgöngunni...þetta styttist óðum....en er samt eitthvað svo langt....
maður notar tækifærið og tekur bumbumyndir þegar maður hefur nennt að dubba sig upp...yfirleitt vegna þess að maður er að fara út. í þetta sinn fórum við í skírnarveislu hjá raggý frænku og steinari. prinsessan skírð matthildur stella í höfuðið á afa sínum. voða gott að komast í kökur og annað góðgæti. meira að segja náði ég að svala marsípanköku-cravinginu mínu og allt :) svo var tekinn einn lost þáttur með einsa bró...þriðja sería...fáránlega spennandi þættir!
í dag fór ég í heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið eftir sund. maður þarf víst að sækja um löggildingu á hjúkrunarleyfinu sínu...úps! er semsagt ekki orðinn löggiltur hjúkrunarfræðingur fyrr en ég hef greitt 5500 kr! hvað er eiginlega málið með það? en þá get ég strokað einn hlut af to do listanum mínum...sem er orðinn ansi langur...ótrúlegt hversu mörgu þarf að huga að áður en litlar dúllur koma í heiminn...eins og þetta eru nú lítil kríli! en það er gaman að þessu :)

svo eru komnar nokkrar nýjar myndir í októberalbúmið :)

miðvikudagur, október 18, 2006

mig dreymdi....

bílinn okkar í nótt. ég var að leggja honum í þröngt stæði og rak hurðina tvisvar sinnum í annan bíl við hliðina á mínum. ég er frekar berdreymin og hugsaði með mér í morgun hvort ég ætti ekki bara að sofa áfram og sleppa því að keyra óla í vinnuna. en löngunin í meðgöngusund var yfirsterkari þreytunni og undirmeðvitundinni. og viti menn, þegar ég var rétt lögð af stað til baka byrjuðu þessir líka dynkir og læti þegar ég beygði til hægri. er þá ekki festingin sem festir dekkin við stýrið (mjög fagmannlega orðað) e-ð að gefa sig...eins gott að keyra ekki hratt svo þau detti ekki af! pabbi bjargaði mér og skutlaði mér líka í sundið (heppin ég). hata bílavesen! hata það svo mikið! og ekki er viðgerðin ókeypis heldur...reyndi þó að róa pirringinn og stressið því nú er ég víst komin það langt á leið að barnið er alltaf í sama skapi og ég...þannig að ef mér bregður eða líður illa, þá líður því enn verr OG lengur en mér...samkvæmt fræðunum. þessi meðganga er farin að verða ansi góð æfing í þolinmæði og jafnaðargeði...tveir eiginleikar sem mér voru EKKI gefnir í vöggugjöf :)

þriðjudagur, október 10, 2006

voðalegt...

bloggleysi er þetta á mér! ég biðst afsökunnar! hefði haldið að ég hefði meiri tíma til að blaðra eftir að ég hætti að vinna en það hefur bara svo margt annað skemmtilegt tekið við :)

sérstaklega meðgöngusundið. það er nú meiri snilldin! og ekki nein vettlingatök sko! rosa gott workout, sérstaklega hannað að þörfum óléttra kvenna :) það er nefninlega ótrúlegt hversu stirður maður verður á meðgöngunni. komst líka að því hvaða verkir þetta eru í mjöðmunum mínum á nóttunni...þetta kallast víst vöðvabólga í rassinum...mjög algengt á síðari hluta meðgöngunnar! allt er nú til! óla ætti þó ekki að þykja leiðinlegt að nudda þá bólgu í burtu ;) elsku kallinn er svo góður við mig, gerir allt fyrir flóðhestinn sinn, eða eins og ég orðaði það svo smekklega um daginn: allt nema að mata mig og skeina mér :) vonum bara að það þurfi ekki að koma til þess!

svo heldur vopnahléið á milli mín og steina enn...er á meðan er! líður þó stundum eins og ég sé gangandi tímasprengja...

þriðjudagur, október 03, 2006

steini kallinn

svo það haldi nú ekki allir að það sé bara allt ömó hjá okkur núna þá ákvað ég að tími væri kominn á blogg. við steini kallinn höfum gert með okkur samning sem gengur út á það að ef hann lætur mig í friði þá læt ég hann í friði. enn sem komið er hefur hann haldið sig við samninginn en minnir á sig endrum og eins ef honum finnst ég full aðgangshörð í afnotum á líkama mínum og ef ég drekk ekki amk 3 lítra af vatni á dag. ég er líka hætt að vinna, víst erfitt að bjóða upp á starfskraft sem KANNSKI mætir á vaktirnar. bakið mitt er líka mjög sátt við þá ákvörðun. í staðin hef ég tekið upp meðgöngusund þrisvar sinnum í viku sem er bara mjög gaman. þess á milli reyni ég að vera húsmóðurleg...upp að því marki sem steini er sáttur við. fyndið samt eftir fyrsta sundtímann að stíga upp úr lauginni. þá fyrst fann ég hversu þung ég er orðin á mér. í vatni er maður svo þokkafullur með bumbuna og getur ýmislegt gert sem ekki væri eins fögur sjón á þurru landi :) svo verð ég að segja hversu heppin ég er með frænkur, fór á föstudaginn í meðgöngufatnaðsleiðangur til þeirra og held svei mér þá að ég þurfi ekki að versla neitt meira það sem eftir er meðgöngunnar...ekki slæmt það! á laugardaginn var svo árshátíð í vinnunni hans óla og er myndin hérna að ofan tekin af því tilefni (fleiri í september albúminu ef þið eruð áhugasöm). steini var svo góður að gefa mér frí þessa helgi og því gat ég notið matarins og skemmtiatriðanna alveg til 11 um kvöldið (afrek fyrir mig). þannig að þið sjáið að það er allt í lagi hérna í skaftahlíðinni...þrátt fyrir að ég gangi með barn og steina kallinn.