The Da Vinci code
við óli minn fórum á The Da Vinci code um daginn og ráðlegg ég þeim sem hvorki hafa séð hana né lesið bókina að hætta lestri þessa bloggs undir eins!þessi spennusaga er svo mögnuð! ég man þegar ég las bókina að ég bókstaflega gat ekki lagt hana frá mér! myndin þykir mér ekki verri þó hún sé kannski örlítið þunglamaleg á köflum...
þegar ég var lítil þá spurði ég mömmu einmitt oft að því afhverju jesú hefði ekki átt konu eða börn og fannst það mjög skrítið þar sem hann var einnig mannlegur þó sonur guðs væri! það er einmitt það sem myndin fjallar um...þar var maría magdalena eiginkona hans og saman áttu þau dótturina söru. þetta var byrjunin á stórum og voldugum ættboga sem kaþólska kirkjan reyndi að þagga niðrí til þess að viðhalda guðdómleika krists...sem var samt hálfur maður! þessar getgátur sem að hluta eru byggðar á raunverulegum gögnum þykja mér ekki eyðileggja mína barnatrú heldur ef eitthvað er styrkja hana...og þann grun sem ég hef ætíð haft um vin minn jesú! auðvitað getur enginn vitað hvað er satt og ekki satt, fyrr en við mætum guði þegar okkar tími hér á jörðunni er liðinn! það eina sem við getum gert er að lifa samkvæmt okkar sannfæringu og trú og umfram allt í umburðarlyndi fyrir náunganum...því ég trúi því að við stefnum öll að sama marki hvort sem við erum kristin eða annað...við förum bara mismunandi leiðir að því!

sofið rótt elskurnar mínar :)

