laugardagur, maí 27, 2006

The Da Vinci code

við óli minn fórum á The Da Vinci code um daginn og ráðlegg ég þeim sem hvorki hafa séð hana né lesið bókina að hætta lestri þessa bloggs undir eins!

þessi spennusaga er svo mögnuð! ég man þegar ég las bókina að ég bókstaflega gat ekki lagt hana frá mér! myndin þykir mér ekki verri þó hún sé kannski örlítið þunglamaleg á köflum...
þegar ég var lítil þá spurði ég mömmu einmitt oft að því afhverju jesú hefði ekki átt konu eða börn og fannst það mjög skrítið þar sem hann var einnig mannlegur þó sonur guðs væri! það er einmitt það sem myndin fjallar um...þar var maría magdalena eiginkona hans og saman áttu þau dótturina söru. þetta var byrjunin á stórum og voldugum ættboga sem kaþólska kirkjan reyndi að þagga niðrí til þess að viðhalda guðdómleika krists...sem var samt hálfur maður! þessar getgátur sem að hluta eru byggðar á raunverulegum gögnum þykja mér ekki eyðileggja mína barnatrú heldur ef eitthvað er styrkja hana...og þann grun sem ég hef ætíð haft um vin minn jesú! auðvitað getur enginn vitað hvað er satt og ekki satt, fyrr en við mætum guði þegar okkar tími hér á jörðunni er liðinn! það eina sem við getum gert er að lifa samkvæmt okkar sannfæringu og trú og umfram allt í umburðarlyndi fyrir náunganum...því ég trúi því að við stefnum öll að sama marki hvort sem við erum kristin eða annað...við förum bara mismunandi leiðir að því!

miðvikudagur, maí 24, 2006

Haldiði ekki...

að mín sé bara búin með fyrirlesturinn! pabbi og óli segja þetta hafa gengið mjög vel hjá mér...ég hinsvegar man lítið frá atburðinum sökum taugastrekkings :) ég er víst þeim hæfileika gædd að ná að plata fólk...láta það halda að ég sé sjálfstraustið uppmálað þegar ég stend fyrir framan það, nokkuð gott á svona stundum ;) annars hafði ég mestar áhyggjur af eyrnalokkunum mínum sem skrölta og klingja svo mikið...ekki vel til fallnir við svona atburði! er þó fyrst og fremst fegnari en allt að þetta sé búið og meira að segja lokaverkefnið komið í hús, innbundið og allt :) pabbi gaf svo greyinu sínu að borða eftir þetta því ekki var nú matarlistin upp á marga fiska fyrir atburðinn, en mikil eftir hann :) ætlaði svo að fara aftur og hlusta á afganginn af samnemendum mínum pínast en var orðin svooo þreytt að ég fór bara heim! hlýja rúmið bíður mín, því ekki var svefninn í nótt skárri en matarlistin! næstu daga tekur við gaman: út að borða, bíó og vikufrí þar til vinnan byrjar! ljúúúúúúúft!!! nokkrar myndir í maí-albúminu!***

mánudagur, maí 22, 2006

Aðeins...

tveir dagar í fyrirlesturinn ógurlega! þeir sem vilja geta sent mér góða strauma á miðvikudagsmorguninn kl 11:00 ;) annars ekkert að frétta af okkur gamla settinu...reyndar eigum við 4 og hálfs árs afmæli á morgun, ætlum að fagna því eftir stressdaginn mikla! kannski maður kíki á da vinci lykilinn eftir góða máltíð einhversstaðar...who knows :)

föstudagur, maí 19, 2006

Við ættum að...

fara að kalla þessa blessuðu keppni Austur-Evróvision! það tekur því ekki að taka þátt í þessari vitleysu meir, ég er stolt af Silvíu ;)

þriðjudagur, maí 16, 2006

afi minns á ammli í dag

afi átti afmæli í dag, 79 ára og hélt upp á það í sumarbústaðnum á þingvöllum. það var voða fínt að komast aðeins út fyrir borgarmörkin og fíflast með myndavélina eins og okkar er von og vísa ;) við settum afraksturinn í maí-albúmið...enjoy :)

laugardagur, maí 13, 2006

bróðir minn er snillingur

þið verðið að tékka á myndbandinu hans Einars brósa! það er við lagið hans og Eiðs í hljómsveitinni Vera :)

föstudagur, maí 12, 2006

the graveyard shift and Silvía Night

Góðan og blessaðan daginn :)

ég sit hér við power point skriftir á næturvaktinni, umkringd yndislegum krílum! þetta er besta vinna í heimi get ég sagt ykkur!!! gott samt að það er rólegt (í bili) því þá get ég unnið í lokaverkefniskynningunni og teygað pepsí max af áfergju til þess að halda mér vakandi ;) annars er nú lítið að frétta...helgin framundan og hlýja rúmið mitt nálgast óðfluga eftir því sem tíminn líður...mmmm....ZZZ!

sofið rótt elskurnar mínar :)

P.s ég setti link inn á síðuna hennar Silvíu Nætur (greinilega róleg næturvakt, hehe)...nú styttist í herlegheitin :)

mánudagur, maí 08, 2006

hitabylgja og bíflugnafár

hæhó
helgin okkar Óla míns var mjög góð :) við fórum í mat til mömmu á föstudaginn...notalegt að vanda! svo sváfum við út á laugardaginn og vöknuðum við þessa líka veðurblíðu, yndislegt alveg! verst þó hvað bíflugnadrottningarnar sækja inn í íbúðina okkar þessa dagana, held að Óli sé búinn að henda 5 út núna á einni viku...ekki kem ég nálægt þessum kvikindum, þó mun skárri séu en geitungarnir :) við útréttuðum ýmislegt yfir daginn og komumst yfir margt sem við höfum ætlað okkur að gera lengi þannig að það var fínt. Svo fór kvöldið bara í rólegheit og tv gláp..enda verður maður bara nokkuð latur í svona mollu sem var. Sunnudagurinn var enn heitari og ákváðum við því að skella okkur austur fyrir fjall til Ingu, Heimis og Rögnu Bjarneyjar. Maður er aldrei svikinn af heimsókn til þeirra...þvílíkir höfðingjar heim að sækja...takk fyrir okkur :) við enduðum svo daginn á besta veg...fórum í heimsókn til Andra Más...hehe, gott að Halli og Berglind eru ekki mjög athyglissjúkt fólk ;) það var yndislegt að vanda...hann sofnaði í fanginu á mér og bræddi okkur Óla þvílíkt!!! Þannig var nú helgin okkar :)
hafið það nú gott
***

p.s nokkrar myndir í maí-albúminu

föstudagur, maí 05, 2006

nerd-alert

oh, ég er orðin svo mikill tölvunörd...bráðsmitandi greinilega að eiga tölvunarfræðing fyrir mann! ætlaði að bíða eftir hjálp frá Óla með að setja svona teljara á síðuna svo ég sjái í raun og veru hversu margir skoða hana, en hugsaði svo með mér hversvegna að bíða? gerðu þetta bara sjálf! og viti menn, minns gat þetta alveg ;) mjög stolt af sjálfri mér, hehe! nú þarf ég ekki að brokka mig lengur eins og hún Íris mín sæta orðaði það, þó auðvitað þyki mér vænt um commentin ykkar og hvet ykkur til að halda þeim áfram :)

Hrabba tölvunörd kveður að sinni

þriðjudagur, maí 02, 2006

svefn, rigning og rok og veggir í lit sem minna á...

Góðan og blessaðan maí mánuð :)

Já, góðir hálsar, commentametið var slegið hér á litla horninu í veröld okkar Óla um helgina! Mjög gaman að heyra frá ykkur sem hafið ekki commentað áður, og endilega keep up the good work! Þetta er svo miklu skemmtilegra svona :)
Helgin okkar Óla var annars ansi góð.
Þetta byrjaði bara einkar "skemmtilega" á laugardagsmorgni þegar liðið hér í blokkinni ákvað að taka til á lóðinni í rigningu og slagveðri!!! Það er langt síðan mín hefur orðið svona blaut...og já, pirruð, enda fólk að sópa stéttina í vatni og drullu! Við Óli tókum sko ekki þátt í svoleiðis vitleysu, potuðum eitthvað aðeins í beðunum og flúðum svo í heita sturtu...enda nóg að framkvæma inni í hlýju og notalegu íbúðinni okkar ;) Við kláruðum svo fataskápinn og er hann æðislegur núna...loksins sé ég hvað ég á af fötum og hhm, hversu mikið ég á af þeim ;)
Sunnudagurinn fór í að sofa út!!! Svo var Óli minn svo duglegur að hann málaði vegginn fyrir ofan rúmið okkar í súkkulaði brúnum lit sem gerir herbergið mun meira kósý og svefnherbergislegt :) Liturinn minnti hann þó á nokkuð annað en súkkulaði...ojj, if you know what i mean...hann er húmoristi maðurinn, það verður ekki tekið frá honum :)
En útkoman var annars bara ansi góð að okkar mati...finnst ykkur það ekki?
Það eru semsagt fleiri myndir inni á apríl albúminu fyrir áhugasama ;)

hafið það gott elskurnar mínar og verið svo dugleg að commenta!!!
Hrafnhildur
***