föstudagur, ágúst 31, 2007

við vorum að kaupa...




þessa...


...um daginn! og er ég að blogga á hana as we speak :) ekki slæmur gripur fyrir skólstelpuna!


annars er vika 2 búin að leikskólanum og er máni orðinn algjör pró :)

verð þó að segja að ég hlakka ekki til að vera meira í burtu frá honum þegar skólinn byrjar! er ansi hrædd um að kökkurinn verði fastur í hálsinum lengi lengi! en maður er nú samt aðeins frjálsari í skóla en vinnu...ég get skroppið heim eftir fyrirlestrana (sem eru yfirleitt búnir um 13), gefið mána og farið svo aftur í skólann til þess að læra! horfa á björtu hliðarnar :) þetta er líka svo spennandi nám sem ég er að fara í, mér á ekki eftir að finnast öll þessi verkefni vera kvöð heldur bara gaman að fræðast um þetta efni!


máni verður alltaf í forgangi, það eitt er víst! og ólinn minn auðvitað líka :)

það á nú ekki eftir að væsa um hann hjá pabba sínum ;)

góða helgi!

þriðjudagur, ágúst 28, 2007

fréttir

leikskólinn gengur eins og í sögu :) var nánast móðguð þegar ég sótti mána í dag eftir að hafa skilið hann eftir í 2 og hálfan tíma, og hann skammaði mig ekki einu sinni pínu! brosti bara og hélt áfram að borða hjá fóstrunni! ég kenni samt matnum um...hann ELSKAR að borða ;) en ég fékk stórt knús þegar hann var búinn!

svo er minn farinn að segja mamma :) og stundum babba! þessi orð hafa aldrei hljómað betur...og ég get ekki annað en brosað eldsnemma á morgnana þó ég sé dauðþreytt, þegar hann kallar á mig :)

skólinn svo að byrja á mánudaginn...ég er búin að kaupa FULLT af bókum og ekki laust við að tilhlökkun sé komin í mann...en líka stress...

fimmtudagur, ágúst 23, 2007

þriðji og fjórði í leikskóla :)

allt að koma!

ég skrapp frá inn á kaffistofuna í gær og þær sóttu mig þegar máni varð pirraður...lagaðist við að sjá mig og hélt bara áfram að leika sér :)

í dag skrapp ég í burtu frá leikskólanum, kíkti til mömmu í nýju vinnuna hennar! það var ERFITT, en þegar ég kom til baka 45 mín síðar var allt í himnalagi...en hann fór að væla um leið og hann sá mig! aðeins að skamma mig :) samt góð tilfinning að vera svona needed ;)

það er svo margt nýtt að sjá að hann tekur ekki einu sinni eftir því þegar ég fer og ég er ekkert að kveðja eða gera mál úr því að ég sé að fara...held að það sé trikkið!

þetta verður fínt :)

þriðjudagur, ágúst 21, 2007

annar í leikskóla

gengur vel!
þetta er ný deild sem heitir músakot, voða sæt :)
tvær fóstrur, 8 börn, öll fædd 2007! mjög heimilislegt allt saman...
máni enn sem komið er einn á deildinni...semsagt fyrsta barnið ever á þessari nýju deild :) svo á að bætast í hópinn smám saman þar til öll 8 stykkin eru komin ;)
máni sáttur við allt nýja dótið...kíkir yfir til móður sinnar af og til...fer kannski smá að væla en gleymir sér fljótlega aftur!
voða næs konur og mömmunni mjög létt :)
þetta verður allt í góðu!

p.s komin tönn í efri gómi :)

allt að gerast

laugardagur, ágúst 18, 2007

við erum búin að búa til nýtt ágústalbúm með fullt að myndum :) það er læst en endilega ekki vera feimin við að biðja um lykilorðið!!! gefið mér bara upp e-mail adressuna ykkar og þið fáið svar um hæl :) góða helgi!

föstudagur, ágúst 17, 2007

mamma segir bla bla bla bla

já, eins og pabbinn kennir Mána að hundurinn segi voff og fuglinn bíbí, þá kennir hann honum einnig að mamma segir bla bla! haldiði að það sé!!! ;)

en VÁ! hvað ég er orðin löt að blogga! eeeeeeeen allt í góðu hér :) bara nóg að gera eins og alltaf! fórum í brúðkaup síðustu helgi...Halli bróðir hans Óla að gifta sig henni Berglindi! það var mjög fínn dagur og kvöld og það lengsta sem Máni hefur verið passaður! Mamma sá um það eins og próinn sem hún er og gekk mjög vel :) glæddi vonir mínar um að aðlögunin á leikskólanum (sem hefst á MÁNUDAGINN...ó mæ) verði pís off keik :/ held þetta verði mun erfiðara fyrir mömmuna en Mánann ;) hann er nánast farinn að sitja hjálparlaust, komin ein tönn og glittir í TVÆR í viðbót í efri gómi...greyið! en hann stendur sig alveg eins og hetja, enginn hiti og nánast ekkert væl...amk ekkert til að tala um! svo komu skvísurnar úr vinnunni til mín um daginn með prinsana sína! alltaf gaman að mömmuhitting! hann er hreint nauðsynlegur...hefði aldrei trúað því að óreyndu! þeir eru 7 og 8 mánaða og svo duglegir :) gaman að sjá smá sneak preview á það hvernig máni verður eftir mánuð og tvo mánuði! eins og Máni byrjaði vel að borða þá hefur hann ekki verið eins duglegur undanfarið...finnst þetta ekkert spennandi án dinnermjúsik sjáið til :) ótrúlegt en satt þá borðar hann eins og hestur yfir fölskum söng mömmu sinnar!!!

OK bloggin mín eru farin að verða eins og þau blogg sem ég hata MEST! bara upptalning á engu! var að spá í að stofna kannski bara læsta myndasíðu eins og hún Sara vinkona...spái aðeins í essu :)

mánudagur, ágúst 06, 2007

update

erum búin að taka því rólega yfir þessa verslunarmannahelgi, enda nóg búið að vera að gera hjá okkur eftir að við komum heim frá portúgal. óli er að jafna sig eftir matareitrunina og græddi viku lengra sumarfrí...sem er smá huggun :) hann byrjar að vinna á miðvikudaginn næsta. íris kíkti í heimsókn til okkar alla leið frá danmörkunni...og svala sömuleiðis...líka frá danmörkunni :) alltaf gaman að sjá ykkur stelpur mínar! við kíktum á lítinn sætan prins á selfossi og stóru systur hans...það var yndislegt...og líka gaman að foreldrum þeirra ;) fórum í sumarbústað í grímsnesinu, dagsferð á þingvelli og fleira og fleira! máni orðinn 6 mánaða! fáránlegt hvað tíminn er fljótur að líða...hann er orðinn 7960gr og 70cm, farinn að borða með brjóstinu....OG það er komin TÖNN :) svo fer leikskólinn alveg að bresta á! fáum góða tveggja vikna aðlögun áður en minn skóli byrjar þannig að þetta á örugglega eftir að ganga vel! bara good times fram undan :()