við vorum að kaupa...

þessa...
...um daginn! og er ég að blogga á hana as we speak :) ekki slæmur gripur fyrir skólstelpuna!
annars er vika 2 búin að leikskólanum og er máni orðinn algjör pró :)
verð þó að segja að ég hlakka ekki til að vera meira í burtu frá honum þegar skólinn byrjar! er ansi hrædd um að kökkurinn verði fastur í hálsinum lengi lengi! en maður er nú samt aðeins frjálsari í skóla en vinnu...ég get skroppið heim eftir fyrirlestrana (sem eru yfirleitt búnir um 13), gefið mána og farið svo aftur í skólann til þess að læra! horfa á björtu hliðarnar :) þetta er líka svo spennandi nám sem ég er að fara í, mér á ekki eftir að finnast öll þessi verkefni vera kvöð heldur bara gaman að fræðast um þetta efni!
máni verður alltaf í forgangi, það eitt er víst! og ólinn minn auðvitað líka :)
það á nú ekki eftir að væsa um hann hjá pabba sínum ;)
góða helgi!
