Sumarið byrjar vel
Nú eru komnar nýjar myndir í maí albúmið undir Myndir 6 og í júní albúmið undir Myndir 7!
Máni fékk langþráða heimsenda klippingu frá honum Eyva! Nokkrum vikum áður vorum við svo bjartsýn að fara með drenginn á stofuna en minn setti bara á sig húfuna og harðneitaði! Þá er nú gott að eiga hann Eyva okkar að :)
Húsdýragarðurinn var heimsóttur í síðustu viku með tilheyrandi gleði og í þetta sinn fórum við Berglind Rut saman með Mána og börnin hennar 3! Vorið er yndislegur tími í húsdýragarðinum því ungviðið er út um allar trissur! Nýbökuð ljósmóðir hafði sérstakan áhuga á brjóstagjöf litlu grísanna ;) Þeir eru ótrúlega sniðugir og nudda stálmann úr mömmu sinni áður en þeir fá sér sopa!
Svo er móðir tekin til við prjónaskapinn eins og góðri ljósmóður sæmir! Húsbóndanum fannst það kodak móment sem segir kannski svolítið mikið um þann skort á húsmóðurgeninu sem hefur hrjáð mig síðustu tvö ár! Bara að handavinnukennarinn minn úr grunnskólanum sæji mig núna...hún neitaði nefninlega að kenna svona örvhenntum klaufa :D
Annars nýt ég sumarsins með strákunum mínum á milli þess sem ég reyni að vera dugleg við að pakka fyrir skotlandflutningana sem nálgast óðum!
Við fórum líka í sumarbústað í miðhúsaskóg til tengdó síðustu helgi og sváfum eina nótt. Það var yndislegt og Máni naut þess að vera úti í náttúrunni, enda algjör útikall :) Halli og Berglind komu líka með Andra sinn og þeir frændur bardúsuðu ýmislegt saman!
njótið myndanna :)
***
2 Ummæli:
ohhh hvad er gott ad lesa fréttir af ykkur! Myndirnar eru ædi!! Flottur gull-koppurinn hans Mána og mikid eru teir sætir saman frændurnir :-)
Gangi tér vel med handavinnuna, vid værum gódar saman í saumaklúbb vinkonurnar ;-) önnur örvhennt og hin med 10 tumalfingur! ekkert vera ad rifja upp gamla handavinnukennara, tad er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi! ég tykist vera ordin hinmesta prjónakelling... ;-)
Er sko mikid meira en til í msn deit. Doldid mikid búid ad vera ad gera seinustu daga...en næsta vika ætti ad vera fín. skrifa til tín med dag ;-)
love,
Ìris
***
takk fyrir msn spjallid í dag mín kæra. gott ad vanda :-) eigid góda helgi fallega fjölskylda!!
knús
Íris
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim