fréttir af okkur...
Nú eru komnar nýjar myndir í júní-albúmið :)
17. júní kom og fór og var bara hinn besti dagur. við litla fjölskyldan gengum héðan úr skaftahlíðinni snemma morguns og var ferðinni heitið að hinni sívinsælu tjörn til þess að gefa "bra bra" :) yfirvöld í reykjavík hafa enn ekki áttað sig á því að hafa einhverskonar morgundagskrá fyrir barnafólk en það kom svosem ekki að sök þar sem máni hefur ekki mikið vit á þessu ennþá. vikuna eftir 17. júní fór hann síðan með leikskólanum að sjá brúðubílinn, eða "túlabílinn" og var bara alsæll með það :)
útskriftin mín var 20. júní þannig að nú er ég officially orðin ljósmóðir. sá dagur var yndislegur og þrátt fyrir að hafa engum boðið streymdi fólkið inn og þótti mér mjög vænt um þær heimsóknir. sem betur fer hafði óli verið svo sætur að panta köku handa mér og ég var svo gáfuð að gera kjúklingasalat bara svona ef einhver skyldi kíkja við. mamma kom svo með kex og osta þannig að allir voru saddir og sælir.
hún kolla naggrís var líka í fóstri hjá okkur fyrir stuttu og fannst mána dýrakarli það ekki leiðinlegt! sorgin var mikil þegar henni var skilað í hendur halla og berglindar sökum ofnæmis móður ;/
bergmálið í íbúðinni eykst óðum þar sem ýmsu er nú pakkað í kassa sem ekki þarf að nota næsta mánuðinn og máni er duglegur að hjálpa til, finnst það mikið sport. eitt það vinsælasta á heimilinu þessa dagana er boost ísinn sem gott er að grípa í eftir erfiðisvinnu og rennir máni nokkrum niður á degi hverjum ;)
við kíktum síðan í fjöruna á stokkseyri og fengum okkur göngutúr á meðal fallegra húsa á eyrarbakka á laugardaginn og síðan í nauthólsvíkina í morgun mána til mikillar gleði :) næst held ég þó að við leyfum honum bara að vera berum eða höfum hann í pollabuxum ef kalt er í veðri! þvílíkt sem barnið bleytti sig! :)
en knús frá mér og njótið myndanna!
***
3 Ummæli:
Gott ad lesa fréttir af ykkur! og alltaf jafn gott og gaman líka ad sjá myndir :-)
heyri ad Máni er duglegur strákur, ekki amalegt med dreng sem adstodar vid ad pakka og svona!
örugglega nóg ad gera hjá ykkur í undirbúning fyrir flutninga. Erud tid komin med leigendur?
Hlökkum til ad hitta ykkur!
kossar og knús,
Íris
***
Hæ elskan mín. Hlakka líka til ad hitta ykkur!!
Og er mjöööög svo forvitin hvada greida ég á ad gera fyrir tig ;-) sem ég er audvitad meira en mikid til í ad gera!
kossar hédan
***
poppins
Takk sömuleidis f spjalla mín kæra! styttist... ;-)
íris
***
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim