versgú
nýjar myndir í maí-albúminu :)
við Óli erum búin að vera saman í 5 og hálft ár...við erum semsagt ooooold!! við kynntumst í MS og þessvegna þykir mér alltaf vænt um þann skóla! svo góðar minningar sjáiði til :) það var í öðrum bekk...og mér fannst hann alltaf svo sætur og gáfulegur...alltaf eitthvað svo hugsi. svo var hann líka fyndinn og næs strákur. við byrjuðum sem vinir og spjölluðum mikið...sérstaklega í sögulegu partíunum hennar Sólveigar fyrir böll :) svo í fjórða bekk gerðum við loksins alvöru úr sameiginlegri hrifningunni...og þótt fyrr hefði verið!!! núna eigum við fjölskyldu saman...lítinn Mána og ég myndi engu vilja breyta...aldrei! þetta líf er nefninlega svo skrítið...ég sá það einna helst um daginn eftir ungbarnasundið (sem b.t.w var voða gaman), þegar Máni var alveg tjúll í bílnum af hungri og við stoppuðum á bílaplaninu sem var næst okkur til þess að ég gæti gefið honum. Það var bílastæði MS...af öllum bílaplönum Reykjavíkur :) þarna sat ég í aftursætinu með barnið okkar á brjósti og horfði inn eftir göngunum og á skólastofuhurðarnar og minningarnar helltust yfir! eina stundina er maður bara nemandi í skóla, kynnist sætum strák og fer svo að búa með honum og allt í einu hafa árin liðið og maður er með barnið sitt á brjósti á þessum stað...svolítið skrítið og skemmtilegt móment :)
Máni búinn að vera í vaxtarkipp...lítið sofið og mikið drukkið (hann sko...ég er ekki enn komin í áfengið eins og desperate housewife sæmir ;)). maður bókstaflega SÉR barnið lengjast og þyngjast...án djóks! held þó að hlutirnir séu að komast í samt horf því hann drakk aðeins einu sinni í nótt...okkur úldnu foreldrunum til mikillar gleði (þarf lítið til þessa dagana). núna er hann líka farinn að taka svefninn fram yfir svengdina eins og hann er vanur að gera litla skinnið! liggur rotaður í vagninum sínum as we speak :)
NÚ ERU KOMNAR FLEIRI MYNDIR AF GULLINU OKKAR UNDIR "MYNDIR 5"
mamma mín var heima hjá okkur krökkunum þar til við komumst á unglingsárin. það var ómetanlegt að eiga mömmu sem nennti þeirri erfiðu atvinnu sem "heimavinnandi húsmóðir" er! hún sá vel um okkur...gaf okkur að borða, klæddi okkur vel og síðast en ekki síst, fann sér tíma til þess að leika við okkur! þar að auki hélt hún heimilinu hreinu, verslaði og eldaði matinn, bakaði OG vann við saumaskap heiman frá sér! atvinnan "heimavinnandi húsmóðir" tekur nefninlega aldrei enda og er því sú erfiðasta áskorun sem fyrirfinnst! hún er 24-7! ég þekkti líka margar aðrar húsmæður eins og hana mömmu mína...gatan mín var full af heimavinnandi húsmæðrum, svolítið svona eins og í þættinum góða Desperate Housewifes! þó VONANDI án alls dramans sem þar fer fram...hvur veit þó hvað gerist bak við luktar dyr???