sunnudagur, maí 27, 2007

versgú

nýjar myndir í maí-albúminu :)

föstudagur, maí 25, 2007

MS

við Óli erum búin að vera saman í 5 og hálft ár...við erum semsagt ooooold!! við kynntumst í MS og þessvegna þykir mér alltaf vænt um þann skóla! svo góðar minningar sjáiði til :) það var í öðrum bekk...og mér fannst hann alltaf svo sætur og gáfulegur...alltaf eitthvað svo hugsi. svo var hann líka fyndinn og næs strákur. við byrjuðum sem vinir og spjölluðum mikið...sérstaklega í sögulegu partíunum hennar Sólveigar fyrir böll :) svo í fjórða bekk gerðum við loksins alvöru úr sameiginlegri hrifningunni...og þótt fyrr hefði verið!!! núna eigum við fjölskyldu saman...lítinn Mána og ég myndi engu vilja breyta...aldrei! þetta líf er nefninlega svo skrítið...ég sá það einna helst um daginn eftir ungbarnasundið (sem b.t.w var voða gaman), þegar Máni var alveg tjúll í bílnum af hungri og við stoppuðum á bílaplaninu sem var næst okkur til þess að ég gæti gefið honum. Það var bílastæði MS...af öllum bílaplönum Reykjavíkur :) þarna sat ég í aftursætinu með barnið okkar á brjósti og horfði inn eftir göngunum og á skólastofuhurðarnar og minningarnar helltust yfir! eina stundina er maður bara nemandi í skóla, kynnist sætum strák og fer svo að búa með honum og allt í einu hafa árin liðið og maður er með barnið sitt á brjósti á þessum stað...svolítið skrítið og skemmtilegt móment :)

og nei, ég var ekki að bera brjóstin mín fyrir framan fullan framhaldsskóla af fólki...það var kvöld!!! ;)

veit ekki með ykkur en ég ætla að eiga góóóóóða laaaanga helgi :)

miðvikudagur, maí 16, 2007

lítið að frétta...þó þetta:

Máni búinn að vera í vaxtarkipp...lítið sofið og mikið drukkið (hann sko...ég er ekki enn komin í áfengið eins og desperate housewife sæmir ;)). maður bókstaflega SÉR barnið lengjast og þyngjast...án djóks! held þó að hlutirnir séu að komast í samt horf því hann drakk aðeins einu sinni í nótt...okkur úldnu foreldrunum til mikillar gleði (þarf lítið til þessa dagana). núna er hann líka farinn að taka svefninn fram yfir svengdina eins og hann er vanur að gera litla skinnið! liggur rotaður í vagninum sínum as we speak :)

er að fara á eftir að skrá mig inn í ljósmæðraskólann...þá er ég officially að fara í nám í haust :) veit þetta verður erfitt en samt hlakka ég bara til! Máni á nefninlega svo góðan pabba sjáið til! uppeldisfræðingurinn hún Íris Þöll sæta er líka búin að hughreysta mig mikið um að þetta muni allt saman ganga vel á leikskólanum...þannig að hver og einn má bara hafa sínar skoðanir á því! svo að þrátt fyrir að húsmóðurhæfileikana skorti kannski þá er ég SAMT GÓÐ mamma og elska engilinn minn út af lífinu :) kannski heimilið verði bara fegið að ég fari í skóla...Óli hefur þetta meira í sér en ég...góður húsfaðir ;)

frí á morgun...yndislegt því þá er hinn kallinn minn heima líka ;)

hafið það nú gott kæra fólk!

miðvikudagur, maí 09, 2007

ég er svo aldeilis.....

NÚ ERU KOMNAR FLEIRI MYNDIR AF GULLINU OKKAR UNDIR "MYNDIR 5"

já, barnið mitt er búið að segja sitt fyrsta orð...HÆ :) ég get svo svarið það! fyrst hélt ég að það væri bara tilviljun, en eftir að hafa heyrt hann segja það 4x í röð þá sannfærðist ég! síðan þá hefur hann glatt okkar litlu hjörtu mikið með þessu uppátæki sínu...dúllan ;) ég á meira að segja sönnun á myndbandi!

við fórum í 3 mánaða skoðun í gær...Máni er orðinn 6,4 kíló og 64 cm...semsagt stór strákur! svo fékk hann sprautu, æ það var ekki gaman...litli molinn manns bara meiddur! svo var hann svo lítill og pirraður í gær, glær í augunum og gat ekki sofnað þrátt fyrir að vera alveg búinn á því! þá gaf ég honum panódíl stíl...og greyið varð svo sloj, mókti bara hjá pabba sínum og sofnaði svo loksins. og ég sem hélt ég yrði svo kúl með þetta, hjúkkan sjálf...en mikið fann ég til með honum!

svo var skírnin á laugardaginn...heppnaðist með eindæmum vel og var bara hinn yndislegasti dagur :)

hræðileg fréttin um ránið á litlu ensku stelpunni í portúgal! úff við lítum sko ekki af Mána þarna! er búin að kaupa mér svona burðarsjal, eiginlega eins og indíánarnir og konurnar í afríku nota, algjör snilld! verð bara með hann í því :)

haldiði ekki að ég sé búin að skella í eina köku, húsmóðirin sjálf! súkkulaðikaka með vanillukremi handa skvísunum sem koma á morgun með prinsana sína tvo ;) gaman að því...er að taka mig á í þessu hlutverki...

föstudagur, maí 04, 2007

var að fá langþráð e-mail

ég er að fara í skóla í haust...ef allt gengur vel verð ég orðin ljósmóðir vorið 2009 ;) skrifað hálftíma síðar...ji, en skrítið það var LÍKA verið að hringja í mig og bjóða mér leikskólapláss á stúdentagörðunum fyrir Mána :) talandi um að hlutirnir séu ment tú bí!!!! Óli verður heima hálfan daginn allt haustið þannig að þetta fer bara rólega af stað fyrir gullklumpinn minn ;)

miðvikudagur, maí 02, 2007

örvæntingarfull "húsmóðir" í Hlíðunum!?

mamma mín var heima hjá okkur krökkunum þar til við komumst á unglingsárin. það var ómetanlegt að eiga mömmu sem nennti þeirri erfiðu atvinnu sem "heimavinnandi húsmóðir" er! hún sá vel um okkur...gaf okkur að borða, klæddi okkur vel og síðast en ekki síst, fann sér tíma til þess að leika við okkur! þar að auki hélt hún heimilinu hreinu, verslaði og eldaði matinn, bakaði OG vann við saumaskap heiman frá sér! atvinnan "heimavinnandi húsmóðir" tekur nefninlega aldrei enda og er því sú erfiðasta áskorun sem fyrirfinnst! hún er 24-7! ég þekkti líka margar aðrar húsmæður eins og hana mömmu mína...gatan mín var full af heimavinnandi húsmæðrum, svolítið svona eins og í þættinum góða Desperate Housewifes! þó VONANDI án alls dramans sem þar fer fram...hvur veit þó hvað gerist bak við luktar dyr???

ég á að kallast "heimavinnandi húsmóðir" þessa dagana...ég fæ meira að segja borgað fyrir þá atvinnu úr fæðingarorlofssjóði! einhvernvegin upplifi ég mig þó ekki eins duglega og fyrri kynslóðir húsmæðra...jú ég fæði og klæði barnið mitt vel og leik mér við það...og er mjög stolt af því, en hvað heimilið varðar, það situr ansi VEL á hakanum :) og að baka? biddu fyrir þér! kannski mín kynslóð af húsmæðrum sé bara svona eins og ég...það ætla ég rétt að vona að ég sé ekki ein??! ég horfi á rykið og uppvaskið...jú, ég geri alveg eitthvað í því...en það þarf að vera komið vel yfir rusl-strikið áður! skáparnir sem ég ætlaði að vera svo dugleg að taka til í standa óhreyfðir og...æ, það er bara svo gott að slaka á þegar barnið manns loksins sofnar í vagninum sínum! fara blogghringinn og svona...athuga hvort einhver hafi verið svo góður að kommenta hjá mér :)

jú, ég ætla mér að standa þessa plikt þar til skólinn eða vinnan byrjar í haust eða eftir áramót...en ég lofa engu um þrifin eða baksturinn :) mér er það óskiljanlegt hvar móðir mín og fleiri atvinnu húsmæður fundu orkuna eða nennuna í allt þetta aukastúss á heimilinu!

I blame the Internet ;)