laugardagur, mars 31, 2007

svaðilfarir nýbakaðra mæðra

jæja, bara kominn 31. mars...mikael máni tveggja mánaða á morgun! það er nú meira hvað tíminn flýgur! hérna gengur bara mjög vel og yndislegt að það sé helgi núna og svo páskar framundan...þá er óli heima ;) mikael máni tekur upp á nýrri hegðun nánast hvern einasta dag, um daginn uppgötvaði hann á sér vinstri hendina og hefur verið iðinn við að naga hana síðan, og í dag var ekki laust við að við heyrðum hann hlægja að vitleysunni í pabba sínum! svo er hjalið alveg yndislegt :) gaman að fylgjast svona með einstaklingi læra á og uppgötva lífið!

við mæðginin lögðum svo í svaðilför mikla í gær. við fengum okkur göngumtúr upp á spítala með tveimur samstarfskonum mínum sem einnig eru nýbakaðar mæður og sonum þeirra! við stormuðum með vagnana okkar þrjá inn á sængurkvennadeildina með bakarísgóðgæti meðferðis. þar voru saman komnar enn fleiri samstarfskonur okkar og bara voða gaman að sjá alla :) en þetta var nú meira fyrirtækið með börnin...nú stekkur maður ekki bara út eins og maður var vanur að gera...nú þarf að þaulskipuleggja allt...og farangurinn! jesús minn, það liggur við að öll búslóðin fylgi manni hvert sem maður fer þessa dagana ;) verð að segja hversu gott það er að þekkja stelpur sem eru í sömu aðstæðum og maður sjálfur! svo er ég líka með yngsta pjakkinn og fæ því mörg góð ráð :)

svo eru viðtöl framundan vegna ljósmóðurfræðinnar...10. apríl nánar tiltekið! úff, var að vona að ég þyrfti aldrei aftur að ganga í gegnum svoleiðis! síðast leið mér eins og ég gæti ekki neitt og vissi ekki neitt! vona að ég sé eitthvað reynslunni ríkari í þetta sinn!

sunnudagur, mars 25, 2007

myndir

erum búin að setja inn nýjar myndir :)

p.s Máni elskar svalavagninn! hann sefur núna í honum...búinn að vera úti í 2 klst :) foreldrarnir vita eiginlega ekki hvað þeir eiga af sér að gera ;)

svo var ég að frétta að meira en 20 sóttu um í ljósmóðurfræðinni í ár...bara 10 teknar inn ár hvert...nú er bara að krossleggja fingur og tær!

fimmtudagur, mars 22, 2007

6 vikna skoðunin og fleira

nú er mikael máni orðinn 7 vikna og í gær fórum við með hann í 6 vikna skoðun á heilsugæslunni. þar lék hann á alls oddi og bræddi hjúkkurnar upp úr skónum eins og honum er einum lagið. hann er farinn að taka mun betur eftir öllu í kringum sig núna og horfir í augun á manni og brosir hringinn :) fallegra bros hef ég bara ekki séð...alveg bræðir mann! lækninum var hann þó ekki eins hrifinn af og ákvað bara að pissa tvisvar sinnum á hann í hefndarskyni fyrir allt þetta pot ;) annars er hann orðinn 5,4 kíló og 60 cm...vel yfir meðaltali og algjör bolla! meira að klípa í fyrir mömmuna og pabbann :) svo er óli byrjaður að vinna aftur...ansi mikil viðbrigði að vera svona ein með mánann minn á daginn, en við spjörum okkur alveg + að amman og afinn eru aldrei langt undan! það eina er að ég kem svo litlu í verk því eina leiðin til þess að barnið sofi á daginn er að maður hafi hann í fanginu...sem er mjög notalegt þegar ég er þreytt og get lagt mig með honum...en það eru nú takmörk fyrir öllu :) því bind ég miklar vonir við svalavagninn sem við fengum lánaðan um daginn...ætla að prófa að leggja mána í hann á morgun! eins og gefur að skilja hef ég lítið annað að blogga um en barnið mitt og skil því ef fólk nennir ekki að lesa þetta lengur...mér finnst þetta náttúrulega merkilegast í heimi ;) man ekki neinar aðrar fréttir í bili...jú, ég sótti um í ljósmóðurfræðinni aftur og bíð spennt eftir svari! vona svo að ekki líði eins langt á milli blogga næst og svo setjum við bráðum inn fleiri myndir fyrir áhugasama ;)

miðvikudagur, mars 14, 2007

njú fótós

það eru komnar nýjar myndir af mikael mána og fleirum inn í myndir 4 albúmið :)

svo lofa ég að blogga þegar tími gefst til! kreisí mikið að gera og allt af því skemmtilegt ;)

sunnudagur, mars 04, 2007

fullt af myndum

loksins komnar nýjar myndir :)

p.s takk fyrir afmæliskveðjurnar klemmur! vona að helgin hafi verið góð! ;)

fimmtudagur, mars 01, 2007

lífið með mána

mamma er hérna með mána þannig að nú gefst smá færi fyrir mig að skrifa færslu. hér gengur mjög vel, máni stækkar og stækkar og líður mun betur í maganum, við erum búin að fara með hann nokkrum sinnum út í vagninum sem við fengum lánaðan hjá halla og berglindi, og í bíltúra líka :) við erum smám saman að venjast svefnleysinu sem óhjákvæmilega fylgir barneignum og nú í vikunni fékk óli smá forsmekk af því hvernig það er að vera útivinnandi faðir því það er eitthvað voða mikilvægt námskeið í vinnunni sem hann varð að mæta á en svo fær hann frí í næstu viku í staðin. við máni kúrum hér saman á meðan og það væsir sko ekki um okkur en ég ber óneitanlega mun meiri virðingu fyrir einstæðum mæðrum núna!!! ;) svo eigum við líka svo marga góða að, það eru sko ófáar hendurnar sem nenna að taka mána og leyfa mér og óla að leggja okkur eða komast í sturtu...að ég tali nú ekki um að borða í friði :) en þetta er yndislegt og við erum svo glöð með mánann okkar...hvað hann er fallegur og heilbrigður! við setjum svo inn fleiri montmyndir af gullinu eins fljótt og tími gefst til!