mánudagur, desember 18, 2006

helgin

áttum voða ljúfa helgi!
óli minn varð 24. ára á föstudaginn og við bökuðum svaka fína köku...

og hann fékk auðvitað pakka frá hinni ekki svo léttu...

sem meira að segja klæddi sig upp í tilefni dagsins (komin 33 vikur á leið)...

þegar á hólminn var komið var kakan hins vegar illskeranleg og kom í ljós að hún var svona líka rosalega þétt í sér (við erum snillingar). en bragðgóð var hún og lakkrískökurnar okkar var þó hægt að bjóða upp á ;) á laugardaginn fórum við svo í skírn sem endaði líka með brúðkaupi...kom skemmtilega á óvart þegar brúðarmarsinn var spilaður í kirkjunni! veisla á eftir með tilheyrandi kræsingum. við reyndum að hemja okkur eins og hægt var þar sem við fórum svo á jólahlaðborð með vinnunni hans óla um kvöldið. þar var auðvitað borðað á sig gat! sé að jólamaturinn er ekki sniðugur fyri ófrískar konur sökum mikils saltmagns. var ansi bjúguð á fótunum og blóðþrýstingurinn er aðeins of hár í augnablikinu! ágætt samt að læra af þessu áður en hátíðin hellist yfir...borða bara meira næstu jól :) gærdagurinn fór því í leti og aftur leti...enda erum við best í því ;)

p.s nokkrar fleiri myndir í desemberalbúminu, undir myndir 3!

fimmtudagur, desember 14, 2006

meðgöngu"kvillar" og afmælisstrákur

fórum í skoðun hjá ljósunni okkar í gær! svosem ekki frásögum færandi þar sem allt leit bara eðlilega út...var þó að taka saman "eðlilega meðgöngukvilla" sem hafa hrjáð mig og ráðin við þeim (mis skemmtileg) og datt í hug að deila þeim með ykkur :)

1. hef núna þyngst um 10 kíló (svosem ekki kvilli). ráð: ekkert því ég á að borða vel og mikið :) leiðinlegt samt þegar sjálf óléttufötin eru farin að verða of lítil á mann :/
2. skapsveiflur. ráð: góður og umburðarlyndur unnusti ;)
3. þreyta. ráð: heimilislegur unnusti og mikið kúr :)
4. hægðatregða (já gott fólk!). ráð: ógeðslegur sveskjusafi og trefjahylki á hverjum degi :(
5. blóðleysi. ráð: taka inn fljótandi járn, sem b.t.w. eykur á hægðatregðu :(
6. öndunarerfiðleikar sökum þess að legið þrýstir á lungun og þindina. ráð: sofa með 3 kodda undir höfðinu og einn undir bumbunni
7. brjóstsviði því legið þrýstir á magann. ráð: borða lítið en oftar og hafa hátt undir höfði á nóttunni
8. svefnerfiðleikar aðallega vegna liða númer 6 og 7 + að maður vaknar við hroturnar í sjálfum sér...hehe :/

hvað er eiginlega að verða um mann? segi þó enn og aftur að þetta er allt þess virði þegar ég finn mola hreyfa sig inni í mér!!! það er tilfinning sem ég mun aldrei geta lýst og dauðvorkenni körlum að eiga aldrei möguleika á að geta fundið!


annars á þessi yndislegi maður afmæli á morgun!

til hamingju með það ástin mín :)

***

mánudagur, desember 11, 2006

parakvöld í jóga

þá er parakvöldið yfirstaðið. mjög fínt bara og óli hló ekki baun! er mjög stolt af honum :) reyndar hélt hún væmninni alveg í lágmarki...gerðum bara nokkrar jógastellingar saman og ómuðum í lokin sem er alltaf pínu skondið ;) svo kenndi hún pöbbunum rétta fæðingaröndun til þess að minna konurnar sínar á hana í mestu verkjunum (akkúrat öfug öndun við bíómyndaöndunina). fórum líka í ýmsar fæðingarstellingar sem eru örlítið náttúrulegri en að liggja á bakinu með fætur út í loftið fyrir læknana! í lokin fengu pabbarnir svo að spreita sig á fótanuddi (sem óli minn er nú reyndar mjög góður í fyrir). við sátum öll í hring og ég gat ekki annað en skellt upp úr þegar ég horfði á einbeitingarsvipinn á pabbahópnum...frekar fyndið! gaman líka fyrir mig að hlusta á alla þessa pabba tjá sig eftir að hafa gert lokaverkefni um fæðingarreynslu feðra...þetta getur nefninlega verið svo erfitt fyrir þá líka þessi grey! ;)

fimmtudagur, desember 07, 2006

hmm, ok! ágætlega mikið búið að vera að gera undanfarið og þessir tveir mánuðir sem ég hef verið frá vinnu hafa liðið eins og um viku væri að ræða...öfugt við það sem ég hélt að myndi verða! síðustu helgi kláruðum við jólainnkaupin...ákváðum að vera snemma í því þar sem ég verð ekki léttari með hverjum deginum og kringlan og smáralind virka á mig eins og ég sé á leið í aftöku! svo var það klipping, heimsókn til ömmu hans Óla (alltaf gott að fá kalda mjólk þar) og svo pizza á Horninu í góðum félagsskap Ingu og Heimis! semsagt ekki slæm síðastliðin helgi ;) síðasti jógatíminn var svo í gær...við endum þetta reyndar á parakvöldi næsta sunnudag þar sem farið verður í það hvernig pabbinn getur hjálpað til í fæðingunni...aðallega í sambandi við nudd og öndun! er búin að undirbúa Óla sérstaklega undir mikla væmni og möntrur svo hann skelli ekki upp úr eins og ég hef svo oft verið nærri :) en svona í alvöru þá hefur sundið og jógað bara gert mér gott og mér líður mjög vel líkamlega þrátt fyrir steina kallinn...held ég sé bara að þyngjast eðlilega og allt í góðu eins og er amk. það eina sem truflar mig núna er skapið og svefnleysið! ótrúlegt hvað hann óli minn er yfirvegaður með vargatrítluna sína ;) maður bara ræður stundum ekki við pirringinn! nú get ég ekki sofið á bakinu og alls ekki á maganum þannig að það er bara um hliðarnar að ræða og bröltarinn ég er sko ekki að höndla það að liggja svona lengi hreyfingarlaus, umvafin púðum! kramparnir í kálfunum eru ekki heldur neitt æði sko! en á meðan moli er heilbrigður og ég fæ ekki meira en eðlilega meðgöngukvilla þá kvarta ég ekki og er bara hæstánægð og montin með bumbuna mína ;) svo á hann Óli afmæli 15. des og í tilefni þess að ég er ekki í prófum eins og alltaf á afmælisdaginn hans þá hugsa ég að verði í hrært í eina köku eða tvær...verð að segja það enn og aftur að ég nýt þess að vera ekki í prófastressinu þessi jól...YNDISLEGT :)

þriðjudagur, desember 05, 2006

YNDISLEGT AÐ VERA EKKI Í PRÓFUM ÞETTA ÁRIÐ!
SENDI STRESSUÐUM OG LEIÐUM NÁMSMÖNNUM SAMÚÐARKVEÐJUR!