miðvikudagur, nóvember 29, 2006

...við óli fengum okkur myndavél um daginn...

orðið frekar erfitt að passa í knúsið ;)
stoltir bumbuforeldrar!
ekki sanngjarnt að bara séu teknar bumbumyndir af þessari óléttu ;)
...nokkrar fleiri undir myndir 3 linknum...

föstudagur, nóvember 24, 2006

5 ára skötuhjú

29 vikur + 4 dagar

ókei, ég var í alveg einstaklega vondu skapi þegar síðasta færsla var skrifuð! tek samt ekkert af því til baka! ég er sé þetta nefninlega svona:


manneskja les óáhugavert blogg=sleppir því að kommenta=getur alveg eins sleppt því að lesa því henni þykir bloggið óáhugavert hvort eð er!

annað er bara forvitni og tímaeyðsla af hálfu manneskjunnar! ég veit nefninlega að mun fleiri lesa en kommenta! er með teljara!

svo ég vendi nú kvæði mínu í kross og hætti að væla, þá er ég nú ekki alltaf í vondu skapi (þó fýluköstunum virðist fjölga eftir því sem á líður meðgönguna...hmmm). ég var t.d í einstaklega góðu skapi í gær...við óli minn vorum 5 ára og áttum líka 4 ára trúlofunarafmæli! í tilefni þess lá leið okkar á lækjarbrekku! og maturinn ekki af verri endanum (mín ástríða þessa dagana): óli fékk sér humarveislu...s.s rjómalöguð humarsúpa, þríréttaður humar-aðalréttur og fullt af ís í eftirrétt. ég fékk mér rjómalagaða villisveppasúpu, lambakjöt og humarhala í aðalrétt og súkkulaðisælu (4 teg af súkkulaðiréttum) í eftirrétt. yndislegt alveg hreint, þrátt fyrir að maginn minn og moli hafi barist um plássið allan tímann! maturinn vann greyið bumba í þetta sinn :)


en eeeellllskurnar mínar...verið nú dugleg að kommenta...það gleður mitt litla ófríska hjarta svo óendanlega!
og eigið fabulous helgi (ein búin að horfa á of mikið sex and the city)

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

það eru allir leiðinlegir sem lesa bloggið mitt og kommenta ekki! ;(
...fyrirgef vissum aðilum sem kannski kunna það ekki...
þið hin getið bara sleppt því að lesa!
kannski ég læsi bara síðunni og írisin mín fái ein aðgang...og fáir útvaldir...

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

harðsperrur, ofvirkur moli og sex and the city

jamm, meðgöngujógað gengur vel! er hinsvegar að deyja úr harðsperrum...sérstaklega í magavöðvunum...ansi skrítin tilfinning með bumbuna í ofanálag! þetta jóga leynir greinilega á sér þrátt fyrir að maður svitni ekki hið minnsta og finnist maður bara í algjörri slökun ;)

annars er það að frétta af mola að hann er, bara á nokkrum dögum, farinn að láta segja ansi mikið til sín...sem ég er bara ánægð með! hann er farinn að þyngjast svo hratt að ég þarf að hafa mig alla við að vera bein í baki (hann er núna um 37 cm og 1kg), naflinn minn er að hverfa, það liggur við að ég geti horft á bumbuna stækka og svo sér maður litla fætur stinga sér út og sparka í ribeinin! mjög skrítið og skemmtilegt allt saman ;)

við óli eigum svo 5 ára afmæli í næstu viku!!! djísus hvað tíminn er fljótur að líða maður! ég er náttúrulega svo heppin með mann að það er ótrúlegt! hann er yndið eina! í gær kom hann mér algjörlega á óvart með því að gefa mér allt sex and the city safnið! nú verður það mín aðal atvinna að horfa á stúlkurnar út meðgönguna! í kuldanum og skammdeginu, undir teppi...eða jafnvel sæng...mmm :) þeir sem vilja vera memm eru velkomnir!

mánudagur, nóvember 13, 2006

bumbujóga

tek ég mig ekki vel út í fyrsta meðgöngujógatímanum? já, ákvað að gefa jóganu séns...þó ég sé nú meira niðri á jörðinni en margar konurnar þarna í dag, með sönginn sinn og stunurnar :) ég var meira svona eins og flóðhestur, titrandi í hnjánum við minnstu áreynslu! ekki eins þokkafull og í þyngdarleysi vatnsins, en meiri slökunar- og öndunarkennsla í jóganu, sem ég held að gagnist svo vel í fæðingum! ég held því ótrauð áfram að finna mitt innra fjall og anda inn í djúpan dal þar, ímynda mér örninn minn fljúgandi hátt á himninum og syngja möntrur í kór með öðrum bumbum...brosandi út í annað :)

mánudagur, nóvember 06, 2006

smá update

hellú

humm látum okkur nú sjá, hvað er búið að drífa á daga mína undanfarið? já, 1. nóv fékk ég launaseðil og hringdi hissa í vinnuna. þar hló launafulltrúinn að mér og spurði hvort ég hefði virkilega haldið að ég fengi engin laun bara af því að steini kom óumbeðinn inn í líf mitt :) sýnir hversu lítið ég þekki réttindi mín! kom sér ansi vel bara því nú get ég sótt um fæðingarorlof sem eru mun betri greiðslur en fæðingarstyrkurinn sem ég hélt að ég fengi...ekki alltaf slæmt að búa á íslandi greinilega :) 3. nóv var síðasti tíminn minn í meðgöngusundinu og eftir hann komu tvær bumbur til mín í gulrótarköku. við vorum að vinna saman á sængurkvennadeildinni og þurftu þær báðar líka að hætta vegna veikinda á meðgöngunni! greyið deildastjórinn okkar :) gaman að spjalla við þær um ýmislegt sem ég veit að aðrir nenna ekki að ræða ;) þetta blogg er líka orðið hálfgert meðgöngublogg þannig að ég skil svosem að fáir lesi þetta! svo um helgina var matur fyrir tengdamömmu sem varð fimmtug 29.okt. fengum partískinku...rosa góður matur en kannski ekki skynsamlegt á meðgöngunni...var ansi bjúguð á fótunum þegar ég kom heim...saltið sko ;) svo var alveg brjálað veður um nóttina og fram á sunnudag...kúrðum þá bara undir teppi og höfðum það gott með kertaljós. í dag hef ég verið að reyna að komast einhversstaðar að í meðgöngujóga...meira hvað það er erfitt eitthvað! við erum greinilega allt of margar óléttar á íslandi í dag :) svo fyrirlestur um brjóstagjöf á miðvikudaginn...tek óla með :) semstagt nóg að gera...hver hefur tíma til að vinna með svona dagskrá ;)