útskrift og 87% vegabréf
komiði sæl og blessuð :)
farið að verða ansi langt á milli blogga hjá mér...enda held ég bara svei mér þá að það sé ekkert að frétta af okkur...aldrei! reyndar var útskriftin mín um seinustu helgi...ég ákvað að skrópa í athöfnina, besta ákvörðun mín hingað til held ég barasta! hafði upplifað 4 klst leiðindi þegar óli útskrifaðist á síðasta ári og hreinlega bara nennti þessu ekki :) ég er engu að síður orðin hjúkrunarfræðingur...búin að sækja prófskírteinið og allt! annars er lífið okkar einhvernvegin á þennan veg: vinna og sofa þess á milli! óli tók sér þó frí eftir hádegi í gær og ég átti vaktafrí...ótrúlegt hvað manni færist mikið úr hendi þegar maður hefur tíma til útréttinga svona á virkum degi. meðal annars sótti ég um nýtt vegabréf fyrir krítarferðina okkar ;) þetta er allt orðið svo strangt og speisí maður! fyrst lét ég taka af mér passamynd á hlemmi, og nú eru þær sendar til ríkislögreglustjóra í tölvupósti. svo fer maður þangað, þar er tekin önnur mynd af manni sem reiknar út beinin í andlitinu! það kom í ljós að ég er einungis 87% lík sjálfri mér á milli mynda...þó nóg til þess að mér væri trúað...að sögn konunnar :) strange! 9/11 búinn að breyta ýmsu!

