fimmtudagur, júní 29, 2006

útskrift og 87% vegabréf

komiði sæl og blessuð :)
farið að verða ansi langt á milli blogga hjá mér...enda held ég bara svei mér þá að það sé ekkert að frétta af okkur...aldrei! reyndar var útskriftin mín um seinustu helgi...ég ákvað að skrópa í athöfnina, besta ákvörðun mín hingað til held ég barasta! hafði upplifað 4 klst leiðindi þegar óli útskrifaðist á síðasta ári og hreinlega bara nennti þessu ekki :) ég er engu að síður orðin hjúkrunarfræðingur...búin að sækja prófskírteinið og allt! annars er lífið okkar einhvernvegin á þennan veg: vinna og sofa þess á milli! óli tók sér þó frí eftir hádegi í gær og ég átti vaktafrí...ótrúlegt hvað manni færist mikið úr hendi þegar maður hefur tíma til útréttinga svona á virkum degi. meðal annars sótti ég um nýtt vegabréf fyrir krítarferðina okkar ;) þetta er allt orðið svo strangt og speisí maður! fyrst lét ég taka af mér passamynd á hlemmi, og nú eru þær sendar til ríkislögreglustjóra í tölvupósti. svo fer maður þangað, þar er tekin önnur mynd af manni sem reiknar út beinin í andlitinu! það kom í ljós að ég er einungis 87% lík sjálfri mér á milli mynda...þó nóg til þess að mér væri trúað...að sögn konunnar :) strange! 9/11 búinn að breyta ýmsu!

miðvikudagur, júní 21, 2006

þetta blogg...

er tileinkað henni Írisi Þöll vinkonu minni sem mikið er í mun um að fá nýja færslu að lesa :) hún er nefninlega í prófum greyið á henni! vona ég að það gangi allt saman vel, sem ég veit að mun gera ;)

við Íris kynntumst þegar við vorum 6 ára og hún bjó í leirutanganum, að mig minnir. einn daginn keyrði mamma hana heim eftir skóla á saabnum góða og greyið íris skellti bílhurðinni á puttann á sér þegar hún var að kveðja! ætli hjúkrunareðlið hafi ekki komið upp í mér þá :) mikið vorkenndi ég henni greyinu...

upp frá því hófust kynni og vinskapur sem ég hef alltaf verið þakklát fyrir! við höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman...og meðal annars skrifað saman hinar geysi vinsælu private bækur, ásamt henni svölu í seinni tíð ;)

alltaf var nóg að bralla og nóg að tala um þegar unglingsárin færðust yfir...það er manni svo mikilvægt að eiga góðan vin á þessum vandræðalegu árum! og það var íris svo sannarlega :) það eru ófáu næturnar sem við gistum saman og lítið sofið...bara talað út í eitt um, að okkar mati, mjööög mikilvæg málefni ;)

þegar fullorðinsárin færast yfir vill fólk gjarnan leita í sitthvora áttina en ég er fegin því hversu sterk tengsl eru á milli okkar írisar, að vináttan bara virðist ekki geta eyðilagst...hvað sem gengur á! hún minnti mig líka um daginn á miðilinn sem einu sinni sagði okkur að við hefðum svo tengdar árur...það bara hlýtur að vera eitthvað til í því :)

nú er íris gift frú í köben og ég sakna hennar mikið! það er þó bót í máli að hún er ekki lengra í burtu en það og hún á líka svo góðan mann og er svo hamingjusöm...það er fyrir öllu :)

þannig er nú það! gangi þér vel í prófinu sæta mín og hafið það sem allra best í seinkuðu honeymooni á ítalíu!!!!
***

föstudagur, júní 16, 2006

fólk er farið að...

biðja um meira blogg! það þykir mér vænt um :)
hinsvegar er þó mikil gúrkutíð hér í skaftahlíðinni og lítið um að vera annað en vinnan hjá okkur báðum! næstu helgi er útskriftin mín...er enn að velta því fyrir mér hvort ég á að vera að mæta á þetta eða ekki...ca þriggja stunda upptalning á nöfnum, get ekki sagt að mér þyki það spennandi!
á morgun er líka 17. júní...er enn að átta mig á því að það sé yfir höfuð kominn júní...sumar...og sól? lítur út fyrir rigningardag og inniveru hjá okkur á morgun! eins og þið sjáið þá er lítið um að skrifa þessa dagana...kannski ekki nema von að maður bloggi sjaldan...vorkenni fólki að lesa þetta blaður!
vonandi verður eitthvað að frétta næst...
***

fimmtudagur, júní 08, 2006

spítali geðveikinnar og bjargvætturinn krít

hmm...hvað get ég sagt ykkur? held bara að það sé nákvæmlega ekki neitt að frétta! byrjuð að vinna, djí hvað allt er kreisí á LSH...blóðþrýstingurinn bara hækkar við að ganga inn á deildina! allir svo tens með örvæntingarsvip...ná ekki að njóta sumarsins fyrir áhyggjum! sumarið er mesti álagstíminn á LSH...og þá meina ég álag!!! er mjööög fegin að hafa bara ráðið mig í 80% morgun og næturvaktir þriðju hverja helgi! held að annars myndi ég detta niður dauð! gallinn við að vinna þriðju hverja helgi er hinsvegar sá að þær helgar sem maður vinnur tekur maður 12 tíma vaktir...næstu helgi verð ég semsagt ekki til viðræðu...ein venjuleg og tvær 12 tíma næturvaktir :/ fæ þó þarnæstu tvær helgar frí...sem er kosturinn! er líka mjööög fegin að hafa ákveðið að taka frí í ágúst með óla mínum og sóla okkur á krít...get ekki beðið :) lífið er bara allt of stutt til að vinna það alveg frá sér...

íris, mannstu þegar við klæddum okkur fínt upp og fengum okkur að borða á veitingastaðnum við vitann? good times :)

laugardagur, júní 03, 2006

leti leti

jæja, kannski maður ætti að blogga smá...þó lítið hafi verið um að vera hér á bæ...

síðasta helgi var dásamleg! sú besta hingað til! Óli var í fríi fimmtud, föstud, laugard, sunnud og mánud! yndislegt alveg hreint ;) við sváfum mest, kusum og horfðum á endalaust mikið af þáttum frá honum Markúsi download dílara :)

svo byrjaði ég að vinna 1. júní....alveg kreisí að gera...úff! það er víst ekki hægt að skrúfa fyrir fæðingar og segja konunum að binda saman á sér hnén þó sameina eigi meðgöngudeildina og sængurkvennadeildina í sumar...sé fram á puð og púl...matar og drykkjarlausa daga! það er þó gaman að segja í símann "góðan daginn, þetta er hjúkrunarfræðingur á 22-A" þegar maður er að panta blóðprufur og svoleis ;)

anyhús, löng helgi...again...gaman að því!

fimmtudagur, júní 01, 2006

hæ Íris mín og Einar minn :) ég lofa að blogga fullt mjög bráðlega, þegar um hægist...vinnan mín er kreisí þessa dagana!
love you
***