Akureyrarmyndir...
í september-albúmi :)
sorrí bloggleysið! við erum allt of upptekin við að hafa gaman...og vinna, læra og sinna heimaþjónustu...að ég tali nú ekki um barninu ;)
reynum að bæta úr þessu hið fyrsta!
í september-albúmi :)
það gengur hægt og bítandi, að safna ljósubörnum...24 komin, 16 to go svo ég megi útskrifast :) og stúlkubörnin enn í stórum meirihluta ;)
jæja nú dróg loksins til tíðinda í verkfallsmálum! verkfalli aflýst og miðlunartillaga á borðinu eins og lesa má á mbl.is! vonandi að þetta sé sanngjörn tillaga en það dæma ljósmæður sjálfar um með kosningu...sjáum til :)
já, verkfallið stendur enn yfir! það þýðir að ég má ekkert vinna í Hreiðrinu, sem er lokað! reyni að nýta tímann í verkefnavinnu svo ég geti aðeins notið lífsins með strákunum mínum á Akureyri! þar má ég víst vinnu vegna þess að neyðarvakt er á fæðingardeildinni þar :) en ég vona nú að þetta leysist allt fyrir helgi...næsti samningafundur er á föstudaginn! ljósmæður ætla ekki að haggast og mikill samhugur er í stéttinni! ég er náttúrulega ótrúlega montin yfir þessari flottu stétt sem ég tilheyri og þvílíkt glöð yfir stuðningnum sem við finnum fyrir í þjóðfélaginu ;) við fáum 100% hvatningu hvert sem við snúum okkur, yndislegt alveg hreint!