sunnudagur, september 28, 2008

Akureyrarmyndir...

í september-albúmi :)

sorrí bloggleysið! við erum allt of upptekin við að hafa gaman...og vinna, læra og sinna heimaþjónustu...að ég tali nú ekki um barninu ;)

reynum að bæta úr þessu hið fyrsta!

laugardagur, september 20, 2008

myndir

myndir komnar í september albúm :)
reynum að vera dugleg að blogga að norðan!
see u ltr ;)

föstudagur, september 19, 2008

24 barna ljós-móðir

það gengur hægt og bítandi, að safna ljósubörnum...24 komin, 16 to go svo ég megi útskrifast :) og stúlkubörnin enn í stórum meirihluta ;)

og miðlunartillagan samþykkt, no more verkfall! samninganefndin búin að standa sig svo VEL!!! úff hvað þær hljóta að vera þreyttar...

en ríkisstjórnin fær ennþá falleinkunn hjá mér! greinilegt að komandi kynslóðir þessa lands eru ekki settar í forgang og það er hlegið að kvennastéttum! BULL!!!

var að vakna eftir næturvakt, er hálf þunn og nenni ekki uppvaskinu sem kallar á mig! :/

nenni ekki heldur að pakka...

þriðjudagur, september 16, 2008

tíðindi mikil!

jæja nú dróg loksins til tíðinda í verkfallsmálum! verkfalli aflýst og miðlunartillaga á borðinu eins og lesa má á mbl.is! vonandi að þetta sé sanngjörn tillaga en það dæma ljósmæður sjálfar um með kosningu...sjáum til :)

álit mitt á ríkisstjórninni hefur beðið mikla hnekki eftir síðustu vikur, og var það ekki mikið fyrir! fólk að víkja frá yfirlýstu gildismati sínu og kosningaloforðum hægri vinstri! ætli vinstri grænir fái ekki bara atkvæði mitt í næstu kosningum :)

kannski ég nái svosem einni næturvakt í Hreiðrinu og fæðingu fyrir flutninginn í sveitina! ;)

sunnudagur, september 14, 2008

Smá vídjó af Mána

Sumir alveg að missa sig af spenningi :)

fimmtudagur, september 11, 2008

verkfall

já, verkfallið stendur enn yfir! það þýðir að ég má ekkert vinna í Hreiðrinu, sem er lokað! reyni að nýta tímann í verkefnavinnu svo ég geti aðeins notið lífsins með strákunum mínum á Akureyri! þar má ég víst vinnu vegna þess að neyðarvakt er á fæðingardeildinni þar :) en ég vona nú að þetta leysist allt fyrir helgi...næsti samningafundur er á föstudaginn! ljósmæður ætla ekki að haggast og mikill samhugur er í stéttinni! ég er náttúrulega ótrúlega montin yfir þessari flottu stétt sem ég tilheyri og þvílíkt glöð yfir stuðningnum sem við finnum fyrir í þjóðfélaginu ;) við fáum 100% hvatningu hvert sem við snúum okkur, yndislegt alveg hreint!

nú styttist í að Óli og Máni komi heim, ætla að elda kótilettur með kartöflustöppu, gulum baunum og sultu! efast ekki um að það leggist vel í heimilisfólkið mitt :)

góða helgi!