the couch potato is still alive
hæ þið öll :) vil byrja á að þakka fyrir öll sætu kommentin og góðu hugsanirnar frá ykkur! yndislegt að finna fyrir því að hugsað sé til manns! hef ekki verið dugleg að sitja við tölvuna og er orðin sannkölluð couch potato...en hef góða afsökun því blóðþrýstingurinn hagar sér ekki vel öðruvísi ;) vona því að þið fyrirgefið kommentaleysið af minni hálfu! já, ég er enn ólétt og nei, það virðist ekkert vera að byrja að gerast...stöku samdráttur hér og þar en engir verkir! held svei mér þá að moli hafi það bara allt of gott þarna inni :) er núna komin rúmar 39 vikur á leið og bara trúi því ekki að ég eigi kannski eftir að þurfa að ganga fram yfir tímann!!! en við sjáum nú til...kannski næsta færsla feli í sér góðar fréttir! við óli erum amk orðin ansi óþolinmóð...og af mörgum símtölum að dæma undanfarna daga...ömmurnar og afarnir líka ;)
vona að þið hafið það sem allra allra best og takk enn og aftur fyrir sætu kommentin þið öll!!!
ykkar Hrafnhildur



