mánudagur, janúar 29, 2007

the couch potato is still alive

hæ þið öll :) vil byrja á að þakka fyrir öll sætu kommentin og góðu hugsanirnar frá ykkur! yndislegt að finna fyrir því að hugsað sé til manns! hef ekki verið dugleg að sitja við tölvuna og er orðin sannkölluð couch potato...en hef góða afsökun því blóðþrýstingurinn hagar sér ekki vel öðruvísi ;) vona því að þið fyrirgefið kommentaleysið af minni hálfu! já, ég er enn ólétt og nei, það virðist ekkert vera að byrja að gerast...stöku samdráttur hér og þar en engir verkir! held svei mér þá að moli hafi það bara allt of gott þarna inni :) er núna komin rúmar 39 vikur á leið og bara trúi því ekki að ég eigi kannski eftir að þurfa að ganga fram yfir tímann!!! en við sjáum nú til...kannski næsta færsla feli í sér góðar fréttir! við óli erum amk orðin ansi óþolinmóð...og af mörgum símtölum að dæma undanfarna daga...ömmurnar og afarnir líka ;)
vona að þið hafið það sem allra allra best og takk enn og aftur fyrir sætu kommentin þið öll!!!
ykkar Hrafnhildur

sunnudagur, janúar 21, 2007

Kreysí píps

Ég skrapp í ísbúðina Hagamel á laugardaginn kl 2230, sem er ekkert eitthvað nýtt á þessum bæ :)
Nema hvað, þá var kona þar með 7 börn á aldrinum 4-7 ára .... að kaupa ís handa hverju og einu þeirra kl 2230.... mér fannst það vera dáldið skrítið, þar sem að maður er nú kominn með smá pabba instinct því að það er mjög mikil bjartsýni að þessi börn hafi getað sofnað eitthvað snemma eftir þetta....

Ený way þá fannst mér þetta eitthvað dáldið spes og langaði að sharea þessu með umheiminum :)

Svo erum við reyndar komin 38 vikur í dag og eru nokkrar myndir komnar í mynda-albúmið (37 og 38 vikna myndir).

Hér er smá sneak preview:

37 vikur

38 vikur

Leiters, Óli!

mánudagur, janúar 08, 2007

36 vikur


maður er orðinn ansi þungur á sér þessa dagana...enda komin rúmar 36 vikur á leið...38 vikur væru fullkomin meðgöngulengd...þá má gullið alveg fara að koma sko ;)
annars er bara allt við það sama hér, ekkert nýtt að frétta. pössuðum reyndar andra má litla frænda hans óla um daginn! hann er 10 mánaða dúlli og það var voða gaman að hafa hann...smá forsmekkur af því sem koma skal :)
það eru komnar inn nokkrar nýjar myndir í janúar albúmið okkar!

hafið það sem allra best elskurnar mínar!
later

þriðjudagur, janúar 02, 2007

gleðilegt nýtt ár!

vá hvað það er langt síðan ég bloggaði seinast!!! langar auðvitað að byrja á því að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þakka fyrir öll sætu kommentin og kortin sem við höfum fengið :) ég vona að þetta ár, 2007 verði okkur öllum gæfuríkt og fullt af gleði! annars er þessi tími...byrjun nýs árs, minn uppáhalds vegna þess að maður byrjar með hreinan skjöld og framtíðin er óskrifað blað. hátíðin að baki og hversdagsleikinn tekinn við á ný. æ það er bara eitthvað svo brakandi ferskt við þennan tíma árs ;) nenni varla að skrifa um jólin eða áramótin. segi bara að við höfðum það voða gott saman skötuhjúin því óli var í fríi. ég held líka að ég hafi aldrei borðað eins lítið og hvílt mig eins mikið og þessi jól því blóðþrýstingurinn fór að leika mig grátt um miðjan des. ég var og er grunuð um væga meðgöngueitrun og þarf því að hvíla mig vel! ekki amalegt að hafa alvöru afsökun fyrir sex and the city glápinu ;) en svona í alvöru þá hef ég verið í endalausu tékki hjá ljósmæðrum, læknum og hjúkrunarfræðingum...pissað á ótal marga strimla og verið sett í ótalmörg fósturrit og nú síðast í morgun var ég í vaxtarsónar. litla prinsessan eða prinsinn lætur þó vesenið í henni mömmu sinni lítið á sig fá og dafnar mjög vel :) nú er krílið orðið 2560 gr eða 10 merkur og ótrúlegt að sjá þetta búttaða andlit á skjánum! það er orðið svo lítið pláss fyrir greyið :) nú er ég líka komin rúmar 35 vikur á leið þannig að þetta styttist óðum og margt sem við óli þurfum að fara að huga að! ég verð víst að setja hjátrúnna til hliðar og undirbúa komu erfingjans á einhvern hátt ef barnið á ekki að fara heim af spítalanum á bleyjunni einni fata!