mánudagur, september 25, 2006

pirringur

#%/&#¨°&$#% nýrnasteinadrasl!!!! urrr! út með þig!

laugardagurinn fór í annað verkjakast og innlögn á meðgöngudeildina...steinninn er e-ð tregur við að hypja sig ;(

þetta er samt allt þess virði og ég myndi gera þetta 100 sinnum aftur fyrir mola...því það er nú takmarkað hægt að gera fyrir mann á meðgöngunni...lyfja- og aðgerðalega séð! ég harka þetta bara af mér...fyrir molann minn! gæti samt þegið allar góðar hugsanir núna...að steinninn fari niður ÁN sársauka og að ekkert komi fyrir gullmolann okkar!

þriðjudagur, september 19, 2006

helgin

sónarinn gekk vel á föstudaginn og allt lítur ljómandi út! við höfðum þvílíkt gaman af því að sjá hversu bumbi hefur stækkað en höfum því miður engar myndir til að sanna það því ljósmóðirin GLEYMDI að taka myndir. svo þegar hún reyndi að ná góðum vangasvip var moli orðinn svo móðgaður á öllu potinu að hann leyfði það ekki :) skapmaður/kona þarna á ferð!

helgin fór svo í verki og Enn meiri verki þar til ég þoldi ekki meira! mín var þá bara komin með nýrnastein sem vildi út og var lögð inn á meðgöngudeildina á sunnudagskvöldið! þar var yfir heilt kvöld og heila nótt dælt sterkum verkjalyfjum í hænuhausinn sem ýmist kastaði upp af þeim eða brosti út að eyrum vegna verkjaleysisins og vímunnar :) en á djóks þá er sagt að þetta sé verra en hríðaverkir...allavega hef ég ekki kynnst öðru eins...vonum bara að ég sé þá búin með það versta ;)

er núna heima...ekki að fíla sjúklingshlutverkið! en á góðan hjúkka að sem heitir óli + góðu fjölskylduna mína, og vini sem hugsa fallega til mín....svo ég gleymi nú ekki hughreystandi spörkunum frá krílinu mínu! þannig að ég kvarta ekki :)

miðvikudagur, september 13, 2006

óléttusögur

já, það er gott að eiga bróður sem á stórar náttbuxur þegar maður er að springa út úr sínum eigins buxum...segi nú ekki annað! minnti sjálfa mig óneitanlega mikið á phoebe í santa pants hér um árið :)

er annars komin 5 mánuði á leið í dag og á föstudaginn förum við í 20 vikna sónarinn! við hlökkum mikið til en vonum um leið að allt líti vel út...og að við sjáum ekki óvart einhvern lítinn sprella :) við viljum nefninlega ekki fá að vita kynið en sumir sjá það bara á sónarnum...sjáum til.

moli er annars farinn að verða ansi ofvirkur...mér til mikillar gleði :) þá veit ég að það er í lagi með hann! nú skil ég hvað konur meina með þvagblöðruna, hún er ekki á mjög hentugum stað þegar maður er óléttur ;)

svo eru komnar nokkrar nýjar myndir inn í ágústalbúmið...bumbumyndir frá ýmsum tímabilum og nokkrar af andra okkar dúllukalli þegar við vorum að passa hann ofl :)

mánudagur, september 04, 2006

vinnan...

byrjuð á ný! óli byrjaði í dag en ég um síðustu helgi. eiginlega fínt bara að komast í smá rútínu aftur...þetta var eiginlega orðið OF mikið sældarlíf þó svo ég héldi áður að það væri ekki hægt :) gaman líka að láta fólk sem ekki hefur séð mig lengi dáðst að bumba og svona. allir náttúrulega voða áhugasamir sökum þess bransa sem ég er í :) en vá, viðbrigðin að hlaupa um þessa löngu ganga í 8 klst með nýjan þunga framan á sér...bakið mitt var sko mjög fúlt út í mig í gærkvöldi!