sónarinn gekk vel á föstudaginn og allt lítur ljómandi út! við höfðum þvílíkt gaman af því að sjá hversu bumbi hefur stækkað en höfum því miður engar myndir til að sanna það því ljósmóðirin GLEYMDI að taka myndir. svo þegar hún reyndi að ná góðum vangasvip var moli orðinn svo móðgaður á öllu potinu að hann leyfði það ekki :) skapmaður/kona þarna á ferð!
helgin fór svo í verki og Enn meiri verki þar til ég þoldi ekki meira! mín var þá bara komin með nýrnastein sem vildi út og var lögð inn á meðgöngudeildina á sunnudagskvöldið! þar var yfir heilt kvöld og heila nótt dælt sterkum verkjalyfjum í hænuhausinn sem ýmist kastaði upp af þeim eða brosti út að eyrum vegna verkjaleysisins og vímunnar :) en á djóks þá er sagt að þetta sé verra en hríðaverkir...allavega hef ég ekki kynnst öðru eins...vonum bara að ég sé þá búin með það versta ;)
er núna heima...ekki að fíla sjúklingshlutverkið! en á góðan hjúkka að sem heitir óli + góðu fjölskylduna mína, og vini sem hugsa fallega til mín....svo ég gleymi nú ekki hughreystandi spörkunum frá krílinu mínu! þannig að ég kvarta ekki :)