föstudagur, júlí 28, 2006

eintóm hamingja

jæja, þá er það komið á hreint! ef guð lofar (eins og hún móðir mín segir alltaf) þá verðum við óli foreldrar í lok janúar eða byrjun febrúar :)

þetta er það besta sem við höfum nokkurntíman upplifað...en um leið það mest scary! ég hélt einhvernvegin að maður yrði bara óléttur og ekkert með það! en VÁ! allar þær hugsanir sem fljúga í gegnum hugann manns, og áhyggjurnar...man oh man! manni fer nefninlega strax að þykja svo vænt um þetta litla kríli sem vex þarna inni! kannski hjálpar það áhyggjutýpu eins og mér ekki að vinna á kvennadeild þar sem maður heyrir hvern einasta dag um þá hluti sem gætu farið úrskeiðis...og þeir eru sko margir, það get ég sagt ykkur! þannig að mín kona reynir bara að vera raunsæ en vona og biðja alla daga eftir hinu besta! því yfirleitt gengur þetta jú mjög vel :)

óléttan hefur bara farið frekar vel í mig! engin ógleði til að tala um...bara heljarinnar mikil þreyta og skapsveiflur...sem óli er þó bara nokkuð góður í að tækla...hehe! ótrúlegt hvað stutt er í grátinn eða pirringinn ;) hann óli er búinn að vera svo góður við mig! hann eldar og þrífur og ég er hætt að geta talið skiptin sem hann hefur hlaupið út í búð fyrir mig bara af því að mig langaði svo mikið í eitthvað :) þannig að ég er alger prinsessa þessa dagana!

svo erum við að fara í sumarfrí eftir helgina! það verður yndið eina :) okkur var ráðlagt að halda bumbunni frá hitanum á krít (40 gráður hvorki meira né minna) þar sem við íslendingarnir erum ekki vön svoleiðis löguðu! eftir eitt vottorð fengum við endurgreitt og no problemo þannig að afslappelsið mun fara fram á landinu okkar góða! það er sko bara EKKERT verra :)

það eru komnar inn nokkrar myndir inn á MYNDIR 2 albúmið, bæði frá skírninni hann Baldurs dúllukalls og af honum Mola okkar :)

miðvikudagur, júlí 26, 2006

Moli

13 vikna bumbus :)

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Notice...

...anything different?

fimmtudagur, júlí 13, 2006

embracing faith

ég hef aldrei verið mikil skartgripamanneskja, í raun engin! eina skartið sem ég ber er trúlofunarhringurinn minn...og það ekki einu sinni í vinnunni! en þessu armbandi féll ég fyrir fyrir mööööööööörgum árum síðan og langar alltaf jafn mikið í það! það er bara doltið mikið dýrt, telur á annað hundrað þús íslenskar!!! það ber merki allra helstu trúarbragða heims sem sameinuð eru í friðarmerkinu góða! bara ef svona auðvelt væri að koma friði á í heiminum! skil ekki hversvegna við áttum okkur ekki á því að við trúum í raun öll á sama hlutinn!??? er hætt að geta horft á fréttir...allt of niðurdrepandi! maður þarf þó enga hluti til þess að verða hamingjusamur...ég er mjööög hamingjusöm þessa dagana, og það er ekki dýrum hlut að þakka :)

mánudagur, júlí 10, 2006

ströndin, vaktirnar, klemma og lífið góða

kominn 10. júlí...djísus hvað tíminn líður! fyrr en varir verðum við óli á ströndinni, í leti og aftur leti :)

var á næturvakt í nótt...meira hvað maður verður timbraður af þessu! endist sennilega ekki lengi svona :)

varð svo fyrir óvæntri ánægju þegar ég kveikti á blogginu hennar írisar...hún klemma mætt á svæðið...mér líst svo vel á þetta framtak stelpur!!! strax búin að setja inn link :)

annars erum við óli bara mjög sátt við lífið þessa dagana! blogga meira um það á næstunni ;)