þriðjudagur, nóvember 24, 2009

símatiltekt

Við Óli fórum yfir myndirnar í símunum okkar um daginn. Það er voða gott að hafa myndavél í símanum sínum þegar hin myndavélin gleymist! Það eru einhvernvegin allt öðruvísi móment sem maður tekur á símann sinn en myndavél :)

Skemmtilegustu myndirnar voru þær sem Máni hefur tekið sjálfur í gegnum tíðina, á símann hans pabba síns. Að ég tali nú ekki um videoin sem hann var iðinn við að taka á ýmsum vandræðalegum mómentum fyrir foreldrana :)

Gaman að sjá heiminn út frá augum barnsins síns...

Ég setti nokkrar vel valdar inn á Myndir 9 linkinn ;)
***

laugardagur, nóvember 21, 2009

ennþá fleiri myndir í nóvember albúmi

jamm, við erum dugleg í myndunum þessa dagana...

en það er allt gott hérna megin! Óli er búinn að fá svínaflensubólusetningu og Máni er búinn að fá nýtt rúm sem hann sefur vært í og okkur finnst það EKKI leiðinlegt! ;)

ég er komin með ljósmóðurleyfi í UK og fer í atvinnuviðtal 22. des, spennandi það!

endilega kvittið fyrir innlitið elskurnar!
***

miðvikudagur, nóvember 11, 2009

nýjar myndir í október og nóvember albúmum :)

allt gott héðan :)
***