mánudagur, júní 29, 2009

fréttir af okkur...

Nú eru komnar nýjar myndir í júní-albúmið :)

17. júní kom og fór og var bara hinn besti dagur. við litla fjölskyldan gengum héðan úr skaftahlíðinni snemma morguns og var ferðinni heitið að hinni sívinsælu tjörn til þess að gefa "bra bra" :) yfirvöld í reykjavík hafa enn ekki áttað sig á því að hafa einhverskonar morgundagskrá fyrir barnafólk en það kom svosem ekki að sök þar sem máni hefur ekki mikið vit á þessu ennþá. vikuna eftir 17. júní fór hann síðan með leikskólanum að sjá brúðubílinn, eða "túlabílinn" og var bara alsæll með það :)

útskriftin mín var 20. júní þannig að nú er ég officially orðin ljósmóðir. sá dagur var yndislegur og þrátt fyrir að hafa engum boðið streymdi fólkið inn og þótti mér mjög vænt um þær heimsóknir. sem betur fer hafði óli verið svo sætur að panta köku handa mér og ég var svo gáfuð að gera kjúklingasalat bara svona ef einhver skyldi kíkja við. mamma kom svo með kex og osta þannig að allir voru saddir og sælir.

hún kolla naggrís var líka í fóstri hjá okkur fyrir stuttu og fannst mána dýrakarli það ekki leiðinlegt! sorgin var mikil þegar henni var skilað í hendur halla og berglindar sökum ofnæmis móður ;/

bergmálið í íbúðinni eykst óðum þar sem ýmsu er nú pakkað í kassa sem ekki þarf að nota næsta mánuðinn og máni er duglegur að hjálpa til, finnst það mikið sport. eitt það vinsælasta á heimilinu þessa dagana er boost ísinn sem gott er að grípa í eftir erfiðisvinnu og rennir máni nokkrum niður á degi hverjum ;)

við kíktum síðan í fjöruna á stokkseyri og fengum okkur göngutúr á meðal fallegra húsa á eyrarbakka á laugardaginn og síðan í nauthólsvíkina í morgun mána til mikillar gleði :) næst held ég þó að við leyfum honum bara að vera berum eða höfum hann í pollabuxum ef kalt er í veðri! þvílíkt sem barnið bleytti sig! :)

en knús frá mér og njótið myndanna!
***

þriðjudagur, júní 09, 2009

Sumarið byrjar vel

Nú eru komnar nýjar myndir í maí albúmið undir Myndir 6 og í júní albúmið undir Myndir 7!

Máni fékk langþráða heimsenda klippingu frá honum Eyva! Nokkrum vikum áður vorum við svo bjartsýn að fara með drenginn á stofuna en minn setti bara á sig húfuna og harðneitaði! Þá er nú gott að eiga hann Eyva okkar að :)

Húsdýragarðurinn var heimsóttur í síðustu viku með tilheyrandi gleði og í þetta sinn fórum við Berglind Rut saman með Mána og börnin hennar 3! Vorið er yndislegur tími í húsdýragarðinum því ungviðið er út um allar trissur! Nýbökuð ljósmóðir hafði sérstakan áhuga á brjóstagjöf litlu grísanna ;) Þeir eru ótrúlega sniðugir og nudda stálmann úr mömmu sinni áður en þeir fá sér sopa!

Svo er móðir tekin til við prjónaskapinn eins og góðri ljósmóður sæmir! Húsbóndanum fannst það kodak móment sem segir kannski svolítið mikið um þann skort á húsmóðurgeninu sem hefur hrjáð mig síðustu tvö ár! Bara að handavinnukennarinn minn úr grunnskólanum sæji mig núna...hún neitaði nefninlega að kenna svona örvhenntum klaufa :D

Annars nýt ég sumarsins með strákunum mínum á milli þess sem ég reyni að vera dugleg við að pakka fyrir skotlandflutningana sem nálgast óðum!

Við fórum líka í sumarbústað í miðhúsaskóg til tengdó síðustu helgi og sváfum eina nótt. Það var yndislegt og Máni naut þess að vera úti í náttúrunni, enda algjör útikall :) Halli og Berglind komu líka með Andra sinn og þeir frændur bardúsuðu ýmislegt saman!

njótið myndanna :)
***