föstudagur, nóvember 14, 2008

ýmislegt úr símanum mínum :)








þriðjudagur, nóvember 11, 2008

rýrnar fleira en krónan???

ég heyrði útvarpsviðtal fyrir nokkru síðan, viðtal sem ég get ekki hætt að hugsa um! þar sat íslensk fyrirsæta nokkur fyrir svörum. hún er víst að slá í gegn í búlgaríu eða whatever landi sem hún nefndi...
hún var spurð hversvegna meðalaldur fyrirsæta væri svona lágur, eða um 21 ár. mín kona, móðirin sjálf sagði það nú alveg skiljanlegt. reyndar væri meðalaldurinn hærri í öðrum löndum, en hér á Íslandi byrjuðu konur svo snemma að eiga börn...og við það RÝRNUÐU þær að sjálfsögðu svo mikið að þær gætu ekki lengur starfað sem fyrirsætur!!!
hvaða skilaboð er eiginlega verið að senda okkur konum??? að ég tali nú ekki um karlmönnum! erum við annars flokks fólk af því að líkaminn okkar er svo magnaður að geta gengið með,fætt og brjóstfætt börn?

föstudagur, nóvember 07, 2008

ein á flugi

ég elska námið mitt svo mikið!!! yndislegasta og besta starf í heiminum :) 6 ára tilkynnti ég öllum sem vildu heyra, að ég ætlaði að verða ljósmóðir. þetta er einhver köllun, neisti...e-ð sem ég kem ekki orðum að! var viðstödd heimafæðingu fyrir stuttu og neistinn sem þreytan og álagið voru við það að slökkva, er orðinn að báli! þetta er toppurinn í ljósmóðurstarfinu og ég er vægast sagt HEILLUÐ! við konur eru svo miklar hetjur og svo flottar, ótrúlegar alveg hreint! og náttúran MÖGNUÐ :)
og ég svo heppin að fá að verða vitni að því dag eftir dag! þvílík forréttindi!