fimmtudagur, apríl 24, 2008

af trukkamálum...

vá hvað forsvarsmaður trukkabílstjóra talaði af sér í dag! sagðist ekkert kannast við manninn sem barði lögguna en vissi nú grunsamlega mikið um hné aðgerðina sem sá hinn sami var nýkominn úr...og hvað halda þeir að þeir fái með þessum látum? halda þeir að alþingi geri eitthvað í þeirra málum núna? fyrsta reglan í barnauppeldi er sú að láta ekki undan uppsteit í barninu því þá versnar það með hverju skiptinu...ekki viljum við óeirðir á götunum í hvert skipti sem við þurfum að láta í okkur heyra með hvaða málefni sem er, er það? ég studdi þá eindregið í upphafi þegar mótmælin voru friðsæl...en núna, öll samúð farin! og hvað er að okkur Íslendingum að gera illt verra með því að mæta á staðinn og grýta lögregluna með steinum og eggjum? held að svona hegðun sé rót alls ills í heiminum...mannskeppnan er heimsk með eindæmum! en þó vona ég að eitthvað leysist úr þessu öllu saman...segi fyrir mitt leyti að ég hef ekki áhuga á því að mæta þreyttum trukkabílstjóra úti á vegunum, búnum að keyra í meira en 8 tíma, með barnið mitt í bílnum...

sunnudagur, apríl 20, 2008

fleiri...

svona yndislegar í mars og apríl albúmunum :)

föstudagur, apríl 18, 2008

veik

æji þetta blogg er nú alveg að syngja sitt síðasta...
er komin með flensu, búin að vera heima í gær og í dag...hálf raddlaus og tuskuleg! vildi ekki mæta svona á vökudeildina! það versta sem fyrirburar lenda í er að fá sýkingu og ég ætla sko ekki að bera ábyrgð á svoleiðis...úff!!!
það er búin að vera svo mikil keyrsla á mér frá því í haust að ég kann ekki lengur að vera ein heima, sofa og gera ekki neitt! er e-ð hálf eirðarlaus svona án aksjonsins og mána!
en það er svosem alltaf nóg af verkefnum og lestri...en einhvernvegin togar tv-ið meira í mig núna...er að spá í að henda mér á sófann! pína sjálfa mig til að slapp eilítið af ;)
góða helgi þið sem lesið enn...svo fara að koma myndir bráðum, ég lofa!

föstudagur, apríl 04, 2008

enn ein...

12 tíma næturvaktin í kvöld...
í þetta sinn eru þær tvær í röð...
fólk segir mig oft duglega þegar það fréttir að ég á 14 mánaða barn í þessu námi!
oft velti ég því þó fyrir mér hvort þetta sé ekki mikið frekar klikkun en dugnaður...?
eins gott að máni á góðan pabba!