af trukkamálum...
vá hvað forsvarsmaður trukkabílstjóra talaði af sér í dag! sagðist ekkert kannast við manninn sem barði lögguna en vissi nú grunsamlega mikið um hné aðgerðina sem sá hinn sami var nýkominn úr...og hvað halda þeir að þeir fái með þessum látum? halda þeir að alþingi geri eitthvað í þeirra málum núna? fyrsta reglan í barnauppeldi er sú að láta ekki undan uppsteit í barninu því þá versnar það með hverju skiptinu...ekki viljum við óeirðir á götunum í hvert skipti sem við þurfum að láta í okkur heyra með hvaða málefni sem er, er það? ég studdi þá eindregið í upphafi þegar mótmælin voru friðsæl...en núna, öll samúð farin! og hvað er að okkur Íslendingum að gera illt verra með því að mæta á staðinn og grýta lögregluna með steinum og eggjum? held að svona hegðun sé rót alls ills í heiminum...mannskeppnan er heimsk með eindæmum! en þó vona ég að eitthvað leysist úr þessu öllu saman...segi fyrir mitt leyti að ég hef ekki áhuga á því að mæta þreyttum trukkabílstjóra úti á vegunum, búnum að keyra í meira en 8 tíma, með barnið mitt í bílnum...
