þriðjudagur, febrúar 26, 2008

no news - good news

ekki mikið nýtt að frétta af okkur...

nóg að gera á öllum vígstöðvum! nú er bóklegu lotunni minni að ljúka og á mánudaginn byrjar verknámið á ný! er komin með plan til maí-loka sem hljómar einhvernvegin svona: fósturgreining, skurðstofa (keisarar), brjóstagjafarráðgjöf, sængurkvennadeild, fæðingardeild, meðgöngudeild, áhættumeðgöngueftirlit, vökudeild og örugglega eitthvað fleira sem ég man ekki í augnablikinu...

sumarið er óskrifað blað en ég er búin að leggja fram ósk um sumarfrí í júlí og verknám á Akureyri í ágúst eða september! vonandi nær það fram að ganga :)

mest boring blogg EVER, ég veit!

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

í skólanum, í skólanum...er skemmtilegt að vera!


Við Halldóra Kristín við saumaskap í gamla ljósmæðraskólanum :) kennslugögnin voru ísköld svínshjörtu! ekki beint eins viðkomu og kvenmannssköp...en einhversstaðar verður maður víst að byrja :)

sunnudagur, febrúar 10, 2008

loksins myndir

búin að setja nýjar myndir inn í janúar- og febrúar albúm af afmælisprinsinum :)
njótið vel!

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

afmælis strákurinn okkar :)

Máninn okkar varð 1. árs á föstudaginn :)
ótrúlegt að það sé liðið ÁR!!!
en það var voða gaman að mæta á kvennadeildina akkúrat ári eftir að ég fæddi þar og minningarnar helltust yfir...
svo sóttum við dúllurassinn á leikskólann og gáfum honum pakka og muffin með einu kerti á. minn auðvitað í essinu sínu með þetta allt saman ;)
síðan varð þetta eiginlega bara að heilli afmælishelgi...rosa gaman alveg hreint!
við héldum smá kökuafmæli á sunnudaginn með þeim sem áttu leið hjá og mundu eftir okkur, voða kósí allt saman :)
myndavélin er stútfull af myndum og svona...ætlum að tæma minnið alveg og skella síðan inn nokkrum vel völdum mómentum frá helginni!
síðan var eins árs skoðun í dag...minn er orðinn tæp 10 kíló og tæpir 80 cm...fékk síðan sprautu í rassinn og tók ekkert eftir því :)
annars erum við bara hress og kát! nú fer náminu í Hreiðrinu að ljúka og áhættu-kúrsinn tekur við...er voða glöð með þær fæðingar sem ég hef fengið og vonandi eru þær góður grunnur fyrir það sem koma skal...