laugardagur, janúar 26, 2008

nýjar myndir

búin að bæta aðeins í desember albúmið og gera nýtt janúar 2008 albúm :)

þriðjudagur, janúar 22, 2008

ojjjjjjj

við erum að vakna til lífsins aftur eftir ógeðslega ælupestarhelgi! oj! máni byrjaði á föstudag, síðan óli á laugardag og ég fór síðan að æla á sunnudagskvöldið...gaman að þessu :)

EN nú hefur ástandið heldur betur glæðst í Hreiðrinu! þið sáuð nú sennilega fréttina um metdaginn, þá fékk ég einmitt mína fyrstu fæðingu og var svo heppin að vera með konuna mína inni á fæðingarstofu! það voru ekki allar fæðandi konur svo heppnar þann daginn...síðan fékk ég flottustu frumbyrjufæðingu EVER á 12 tíma vaktinni minni á sunnudaginn (sem betur fer varð ég ekki veik fyrr en ég kom heim). En mikið þykir mér ég heppin að fá að starfa við þetta! gæti ekki hugsað mér að gera NEITT annað í lífinu! eftir fæðingu er maður í svo miklu rússi! hefði aldrei trúað því! get sko sagt ykkur það að þetta er ávanabindandi og besta víman ;) ljósmæðurnar í Hreiðrinu sem hafa starfað við þetta forever segjast amk aldrei verða leiðar á þessu...

yndislegt :)

en ég er þreytt...það verður að viðurkennast! gubbupest, 80% verknám, skóli einu sinni í viku, heimaþjónusta og veeeeerkeeefni auk þess sem ég reyni að láta móðurhlutverkið ganga fyrir eins og ég mögulega get!

greyið óli minn...

sunnudagur, janúar 13, 2008

gúrkutíð í hreiðrinu

búin með þrjár vaktir í hreiðrinu og einn dag í meðgöngueftirlitinu! þær láta eitthvað standa á sér, fæðingarnar :/ af okkur tólf í bekknum höfðu bara tvær fengið fæðingu...síðast þegar ég vissi! vonandi rætist úr þessu á morgun...það væri nú ekki amalegt að taka á móti sínu fyrsta barni á afmælisdegi einars brósa ;) eeen ég hef nú samt haft nóg að gera í sængurlegunni og hugsað um nokkar konur sem héldu að vatnið væri farið eða að þær væru að byrja í fæðingu...að ég tali nú ekki um keisarann sem ég var viðstödd á fimmtudaginn...oh, það var svo gaman :)

nú er máni farinn að vera fullan dag á leikskólanum...þegar mamma með lítið hjarta finnur engin önnur ráð til þess að sækja hann fyrr! hann elskar að vera á leikskólanum en mótmælir þó þegar við yfirgefum hann þar á morgnana! svo þegar við hittumst aftur hangir hann eins og lítill apaungi utan á mér þar til hann fer dauðþreyttur að sofa kl 19!!! yndislegt að vera svona needed og ég nýti það bara í botn, leik við hann og knúsa og greyið óli þarf að elda og sjá um önnur heimilisstörf ;)

hef annars lítið annað að segja, vona bara að þið eigið góða vinnu og skóla viku, og endilega sendið nú mikla fæðingastrauma out there!!!

sunnudagur, janúar 06, 2008

myndir

jólamyndirnar eru komnar í hús ;)

fimmtudagur, janúar 03, 2008

fréttaleysa

jæja! jólin og áramótin búin...rútínan að komast á aftur. kann alltaf vel við það :) jólin voru góð með eindæmum...borðað, sofið (þegar sumir leyfðu) og haft það huggulegt í faðmi fjölskyldu og vina! ætla ekki að koma með upptalningu á helstu viðburðum ársins sem var að líða. get þó sagt að þetta hafi verið besta, yndislegasta og skemmtilegasta ár ævi minnar, því við fengum mánann...en líka það erfiðasta og mest krefjandi ;) ég segi það af fullri alvöru að foreldrahlutverkið er það erfiðasta í heimi...en um leið svo gefandi og fullkomlega þess virði! nú er óli kominn í fulla vinnu aftur eftir fæðingarorlofið...viðbrigði mikil! ég nota þessa fríviku mína í að venja mánann minn aftur á leikskólann eftir jólafríið því að á mánudaginn þarf hann að vera fulla 8 tíma í fyrsta skipti. þá byrja ég líka á morgunvakt í hreiðrinu...litlan ég að fara að taka á móti börnum...úff! þannig er nú lífið hjá okkur þessa dagana...

vona að þið eigið góða helgi elskurnar!