nýjar myndir
búin að bæta aðeins í desember albúmið og gera nýtt janúar 2008 albúm :)
við erum að vakna til lífsins aftur eftir ógeðslega ælupestarhelgi! oj! máni byrjaði á föstudag, síðan óli á laugardag og ég fór síðan að æla á sunnudagskvöldið...gaman að þessu :)
búin með þrjár vaktir í hreiðrinu og einn dag í meðgöngueftirlitinu! þær láta eitthvað standa á sér, fæðingarnar :/ af okkur tólf í bekknum höfðu bara tvær fengið fæðingu...síðast þegar ég vissi! vonandi rætist úr þessu á morgun...það væri nú ekki amalegt að taka á móti sínu fyrsta barni á afmælisdegi einars brósa ;) eeen ég hef nú samt haft nóg að gera í sængurlegunni og hugsað um nokkar konur sem héldu að vatnið væri farið eða að þær væru að byrja í fæðingu...að ég tali nú ekki um keisarann sem ég var viðstödd á fimmtudaginn...oh, það var svo gaman :)
jæja! jólin og áramótin búin...rútínan að komast á aftur. kann alltaf vel við það :) jólin voru góð með eindæmum...borðað, sofið (þegar sumir leyfðu) og haft það huggulegt í faðmi fjölskyldu og vina! ætla ekki að koma með upptalningu á helstu viðburðum ársins sem var að líða. get þó sagt að þetta hafi verið besta, yndislegasta og skemmtilegasta ár ævi minnar, því við fengum mánann...en líka það erfiðasta og mest krefjandi ;) ég segi það af fullri alvöru að foreldrahlutverkið er það erfiðasta í heimi...en um leið svo gefandi og fullkomlega þess virði! nú er óli kominn í fulla vinnu aftur eftir fæðingarorlofið...viðbrigði mikil! ég nota þessa fríviku mína í að venja mánann minn aftur á leikskólann eftir jólafríið því að á mánudaginn þarf hann að vera fulla 8 tíma í fyrsta skipti. þá byrja ég líka á morgunvakt í hreiðrinu...litlan ég að fara að taka á móti börnum...úff! þannig er nú lífið hjá okkur þessa dagana...