ég var í prófi í dag...fagið kallast því frumlega nafni ljósmóðurfræði I :)
eftir lestur undir þetta próf er ég sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að ég er á réttri hillu! fæðingarferlið er svoooo MAGNAÐ og FULLKOMIÐ!
aðalhormónið er oxytósín, það sama og er allsráðandi í kynlífi! kannski ekki nema von að konur tali um að fæðingin hafi verið það rómantískasta sem þær gerðu með mönnunum sínum!
aníhús...þetta hormón stjórnar samdrætti í leginu og losun mjólkur úr brjóstum. fái það að starfa í friði hvetur það myndun endorfína sem er náttúruleg verkjastilling líkamans. þannig getur líkaminn alveg séð um þetta sjálfur...náttúran er svo stórkostleg! en það sem mér þótti fallegast er hversu vel móðirin tekur á móti barninu sínu fyrir tilstilli þessara hormóna, oxytósíns og endorfíns! endorfínið veldur breyttri raunveruleikaskynjun þannig að konunni líður vel þrátt fyrir álagið sem hún gekk í gegnum, þannig aukast líkurnar að hún sé jákvæð barninu (endorfín fær okkur líka til að gleyma - svo mannkynið fjölgi sér nú!). oxytósín er stundum kallað ástarhormónið því það fær móðurinar til að verða ástfangna af barninu sínu og öfugt! líkaminn og brjóstin hitna svo að blautu barninu verði ekki kalt þegar það er lagt í fang móður sinnar og mjólkin hlýjar því svo enn frekar þegar það tekur brjóstið :) svona mætti lengi telja!
er þetta ekki magnað? æ, varð bara að deila þessu með ykkur! kannski ekki skrítið að óli kalli mig ljósmóðurnördinn sinn ;)
góða helgi elskurnar, nær og fjær!
***