fimmtudagur, nóvember 29, 2007

laugardagsmorgnar...

ég hefði aldrei trúað því hvað laugardagsmorgnar geta verið yndislegir! núna þegar skammdegið er í hámarki veit ég ekkert betra en að vera vakin upp af dúllurassinum mínum (um 6-7), fá hann uppí á milli okkar og knúsast og vöðlast. við erum þó fljótt rekin frammúr en það er allt í lagi! þá kveikjum við bara smá ljós, fáum okkur morgunmat saman og horfum á barnaefnið :) ótrúlega mikil stemming, jóló og kósí! þetta er alveg að verða minn uppáhaldsdagur á allt annan hátt en var áður :) svona breytist lífið með litlu skinnunum!

föstudagur, nóvember 16, 2007

smá nörda info :)

ég var í prófi í dag...fagið kallast því frumlega nafni ljósmóðurfræði I :)

eftir lestur undir þetta próf er ég sannfærðari en nokkru sinni fyrr um að ég er á réttri hillu! fæðingarferlið er svoooo MAGNAÐ og FULLKOMIÐ!

aðalhormónið er oxytósín, það sama og er allsráðandi í kynlífi! kannski ekki nema von að konur tali um að fæðingin hafi verið það rómantískasta sem þær gerðu með mönnunum sínum!
aníhús...þetta hormón stjórnar samdrætti í leginu og losun mjólkur úr brjóstum. fái það að starfa í friði hvetur það myndun endorfína sem er náttúruleg verkjastilling líkamans. þannig getur líkaminn alveg séð um þetta sjálfur...náttúran er svo stórkostleg! en það sem mér þótti fallegast er hversu vel móðirin tekur á móti barninu sínu fyrir tilstilli þessara hormóna, oxytósíns og endorfíns! endorfínið veldur breyttri raunveruleikaskynjun þannig að konunni líður vel þrátt fyrir álagið sem hún gekk í gegnum, þannig aukast líkurnar að hún sé jákvæð barninu (endorfín fær okkur líka til að gleyma - svo mannkynið fjölgi sér nú!). oxytósín er stundum kallað ástarhormónið því það fær móðurinar til að verða ástfangna af barninu sínu og öfugt! líkaminn og brjóstin hitna svo að blautu barninu verði ekki kalt þegar það er lagt í fang móður sinnar og mjólkin hlýjar því svo enn frekar þegar það tekur brjóstið :) svona mætti lengi telja!

er þetta ekki magnað? æ, varð bara að deila þessu með ykkur! kannski ekki skrítið að óli kalli mig ljósmóðurnördinn sinn ;)

góða helgi elskurnar, nær og fjær!
***

sunnudagur, nóvember 11, 2007

nýjar myndir

það eru komin ný október og nóvember albúm :)
go nuts! ;)

þriðjudagur, nóvember 06, 2007

DRASL


nýji 38 gráðu maskarinn frá kanebo er orðinn algjört DRASL :/ keypti mér einn um daginn og varð fyrir miklum vonbrigðum! eins og þeir voru góðir hér í denn!?

mæliði með einhverjum góðum stúlkur mínar? endilega deilið reynslu ykkar með mér!!!

sá einn nýjan auglýstan frá maybelline fyrir stuttu...define-a-lash...ætli hann sé e-ð góður?






annars hefur þessi reynst mér ágætlega bara, gamli góði...





miklar beauty pælingar í gangi :)

enda í skólapásu í dag...nýtt fag að byrja á morgun...um fæðinguna sjálfa! einstaklega spennandi...en próf 16. nóv :/

var það ekki dolly parton ("and people say she´s just a pair of tits") sem sagði: "if you want the rainbow you have to put up with the rain"!?

þannig líður mér oft í þessu námi :)