sunnudagur, september 30, 2007

snilld

var að hlusta á demóið hans einars brósa og eiðs! það er bjútífúl!!! diskur með 14 geðveikum lögum, hlakka til að fá endanlegu útgáfuna! :)

eeen...það er brrrjááááálað að gera í skólanum! eins gott að ég er með góðum stelpum í skemmtilegu námi, annars væri ég hætt!!!

hjálpar líka hvað máni er yndislegt barn...sko lítið vesen á mínum manni :) förum í 8 mánaða skoðun á fimmtudaginn! hlakka til að sjá hvað hlunkurinn er búinn að stækka ;)

svo er líka gott að eiga góðan kall! og almennt góða að :)

já, ég er heppin stelpa...þó ég sé nú heldur bissí fyrir minn smekk...

góða viku öll sömul ;)

fimmtudagur, september 20, 2007

knocked up, skólinn og máninn minn :)

við ljósunemarnir skelltum okkur í bíó síðustu helgi! ég man ekki hvenær ég fór í bíó síðast...
leiðin lá á myndina knocked up, eðlilega, þar sem hún fjallar um okkar líf og yndi þessa dagana, meðgöngu og fæðingu :) hún var bara nokkuð góð og ég get því alveg mælt með henni! reyndar hugsaði ég ó nei þegar ég komst að því í byrjun hennar að hún er frá sömu framleiðendum og 40 year old virgin! sú mynd var ömurlega ófyndin og leiðinleg!

en nú er þriðja vikan af skólanum að klárast og gengur bara rosa vel :) brjálað að gera og fyrstu ritgerðarskil á morgun! ég ákvað að skrifa um feður í sængurlegu...held það sé alveg kominn tími á að við gerum e-ð í þeim efnum fyrir greyin! ömurlegt að þurfa að fara heim eftir fæðinguna ef konan fer ekki í hreiðrið! allar konur þurfa líka á mönnunum sínum að halda (ef þeir eru til staðar), ekki síst þær sem leggjast inn á sængurkvennagang því þær eru oftar veikari en þær sem fara í hreiðrið! já margar hugsjónirnar hjá okkur ljósunemunum þessa dagana :)

máni og óli eru líka hressir :) gengur rosa vel á leikskólanum...fóstrurnar segja mána algjört draumabarn vegna þess að hann sefur og borðar vel, er duglegur að kúka (híhí) og kann að leika sér! við erum náttúrulega voða proud með það ;)



við ætlum að eiga góða helgi, ritgerðin verður að baki og nýtt fag byrjar bara á mánudaginn...heilsugæsla á meðgöngu!

endalaust gaman að vera loksins byrjuð í skólanum :)

sunnudagur, september 09, 2007

nú er...

vika búin af skólanum og allt komið á fullt strax! þrjú verkefnaskil í þessari viku og ein stór ritgerð í næstu viku...en þetta er áhugavert og bekkurinn sem ég er í er góður. við erum 12 stelpur, nánast allar með barn undir tveggja ára aldri þannig að við skiljum hvor aðra nokkuð vel :) ekki mikill tími aflögu semsagt, því máni fær hann allan ;) honum gengur svo ótrúlega vel á leikskólanum að það er lygilegt...sefur allt upp í tvo tíma og borðar eins og hestur :) og um daginn, þegar við fórum með hann þá henti hann sér bara í fangið á fóstrunni! og við sem héldum að við værum svo ómissandi... ;) eftir hádegi er hann síðan í knúsing með pabba sínum þangað til að ég kem heim...ótrúlega skrítið að vera svona í burtu frá honum, alltaf svo gott að koma heim og gefa honum brjóst...bestu stundirnar :)

laugardagur, september 01, 2007

það eru...


...komnar nýjar myndir af þessum töffara og fleirum í ágústalbumið! (ég meira að segja nennti að skrifa e-ð við myndirnar!). kíkið á þær og ef ykkur vantar password þá sendið þið mér bara línu :)