mánudagur, júní 25, 2007

iss...

...spenningurinn fyrir því að endurvinna greinilega alveg gríðarlegur sbr. síðustu færslu og kommentafjölda...kannski ekki skrítið að allt sé að fara til fjendans ef enginn nennir að byrja á þessu! æ, david attenborough var eitthvað að hræða mig í gær með dómsdagsþætti um gróðurhúsaáhrifin...hvar er metnaður okkar jarðarbúa? þó svo við verðum kannski ekki sjálf fyrir miklum skaða (þó nægur sé) þá munu komandi kynslóðir (börn okkar og barnabörn) finna vel fyrir því! ekki viljum við vera þekkt fyrir að vera þau sem ullu þessu...þó við verðum kannski dauð?
ég segi nú bara eins og kallinn í auglýsingunni: flokk jú ;)

þriðjudagur, júní 19, 2007

hor og sorp

nýjar myndir í júní albúminu :)

í dag er ár síðan við sáum mána (a.k.a mola) fyrst í sónar! þá var hann 7 millimetrar :)

mikið hefur verið um hor hér á þessum bæ! mikael máni búinn að fá sitt fyrsta kvef...litla skinnið! stóð sig samt eins og hetja, við erum svo stolt af honum :) brosti bara í gegnum tárin! greinilega eins skapi farinn og pabbi sinn! að knúsa veikan strák hefur óneitanlega í för með sér að foreldrar verða einnig veikir...en það var bara knúsins virði :)

að öðrum málum: við erum farin að flokka sorp í blokkinni og ég skil ekki hversvegna við erum ekki löööööngu byrjuð á því, þetta er svo auðvelt! ég hvet núna alla til þess að gera þetta ef þið eruð ekki þegar byrjuð!!! tími til kominn að fara að hugsa um umhverfið, vera gott fordæmi fyrir komandi kynslóðir! við eigum jú aðeins þessa einu fallegu jörð :) eruð þið ekki sammála???

þriðjudagur, júní 12, 2007

bla bla bla

ég er alveg hætt að hafa eitthvað að segja hérna...
en...
um síðustu helgi fórum við í fyrsta "ferðalagið" með mána. ferðinni var heitið á selfoss að hitta ingu bumbulínu, rögnu bjarney og heimi (sem var því miður að vinna). það var yndisleg heimsókn og ragna bjarney tveggja ára dúlla var svo góð við mána, reyndi meðal annars að kenna honum að nota snuð :) hún verður sko flott stóra systir! takk fyrir okkur yndin mín! við vorum líka að prufukeyra nýja bílstólinn hans mána...og hann var sáttur :) svo er næsta ferðalag á snæfellsnes...ættarmót hjá óla. að ógleymdu stærsta ferðalaginu...portúgal 10. júlí! spenningurinn í algleymingi :) ótrúlegt hvað mörgu þarf að huga að þegar maður ferðast með eitt barn...þó það sé einungis á brjósti!
svo vorum við svo montin í gær...
máni er farinn að vera sáttur við að liggja á maganum núna...ég þakka ungbarnasundinu! haldiði að hann hafi ekki loksins snúið sér alveg sjálfur yfir á bakið :) duglegi strákurinn minn!
jæja, er svo að spá í að hætta núna...áður en ég drep alla úr leiðindum með boring bloggi ;)
bæjó smæjó

þriðjudagur, júní 05, 2007

fylgikvilli fæðingar:

hárlos er understatement!!! hárHRUN á betur við! þúsund þakkir til ástu frænku sem varaði mig við þessu...hefði annars verið í nettu áfalli...jíssúss minn!