föstudagur, ágúst 25, 2006

óli hló mikið...

þegar ég reyndi að lýsa hreyfingum barnsins fyrir honum í gær...hann finnur ekkert ennþá greyið! mér fannst bara blaut og sleip golfkúla að snúast inni í mér akkúrat lýsingin.... :)

við hlógum svo enn meira seint í gærkvöldi þegar við litum út um gluggann okkar! fólkið í blokkinni á móti kann sko greinilega ekki að hafa samfarir án þess að standa beint fyrir framan gluggann með ljósin kveikt og dregið frá! og uss maður...aðfarirnar! ;)

...fórum að sofa ansi violated!

miðvikudagur, ágúst 23, 2006

æji, ég er alveg að fara að hætta að nenna þessu bloggi...held að fáir hafi áhuga hvort eð er...
en við erum búin að hafa það voða gott í fríinu, búin að gera margt og mikið...bæði heima og fyrir utan bæjarmörkin. við erum líka búin að vera voða dugleg í letilífinu sem eykst eftir því sem á líður fríið! ágætt að safna smá orku fyrir vinnuna sem byrjar í september :)

annars held ég að ég sé byrjuð að finna smá hreyfingar hjá honum mola okkar :) var ekki alveg viss fyrst því þetta er svo líkt garnahreyfingum og svona eins og litlar loftbólur, en held að núna í morgun hafi það ekki farið á milli mála miðað við hvar þetta var staðsett! ég er náttúrulega voða glöð og montin, get ekki beðið eftir alvöru spörkum...hann má sko alveg láta mömmu sína finna fyrir því mín vegna :)

og já, ég segi hann því þó við höfum ekkert fyrir okkur í því þá erum við alveg viss um að þetta er lítill gaur! ætlum samt ekki að fá að vita kynið því það skiptir engu máli...bara á meðan allt gengur vel og barnið er heilbrigt!

föstudagur, ágúst 11, 2006

þorði ekki...

annað en að verða við ósk hennar írisar um bumbumynd :) er komin næstum 4 mánuði á leið og ótrúlegt hvað maður blæs út! held að mola líði bara vel hjá mömmu sinni...fengum amk að heyra þennan líka fína hjartslátt í dag ;) annars erum við bara voða hress í fríinu okkar...búin að framkvæma ýmislegt hér á heimilinu í rigningunni og svona...og fara á bátinn hans pabba á þingvöllum! það var afdrifarík ferð, er enn að jafna mig á frjóofnæmiskastinu...búin að vera þvílíkt stífluð í 3 sólarhringa...enda ekki á neinum lyfjum þetta sumarið :) það var samt fínt og yndislegt veður og svona! í lokin langar mig að biðja alla sem finna fanta lemmon einhversstaðar á landinu að láta mig vita! ég er með svo þvílíka craving að það er ekki fyndið...búin að leita út um allt! þetta er það slæmt að ég fór næstum því að gráta um daginn, mig langaði svo í fanta lemmon..ein orðin doltið klikk :)

p.s nokkrar nýjar myndir í ágústalbúminu!

föstudagur, ágúst 04, 2006

óli...

gaf mér dekurdag á ónefndum stað í tilefni útskriftar minnar hér fyrr í sumar! það er nú varla frásögum færandi, nema hvað að ég skellti mér í gær og var EKKI ánægð! kannski það sé bara óléttan en djö var ég pisst þegar ég kom heim! þurfti að byrja á því að taka af mér naglalakkið á tánum því það fór allt í klessu...var bara eins og tyggjó! því næst þurfti ég að plokka mig því vaxið sem hún notaði virkaði ekki baun!!! í dag ætla ég að naglalakka mig aftur með MÍNU lakki og er ekki frá því að ég þurfi líka að raka á mér fótleggina því vaxið þar, eins VONT og það nú var virkaði ekki sjitt heldur :( fer aldrei, aldrei þangað aftur!

annars er nú ekki allt ömurlegt...hvernig getur það verið þegar maður er í fríi? gillinn okkar kom í hádegismat í gær, mjög gaman að sjá hann...U.S.A farann mikla :)

og já, óli keypti sér risa, risa tv sem hann er búinn að vera að safna fyrir forewer! held að bíó sé bara út úr myndinni þetta er svo stórt...djí!

og ásta mín ætlar að kíkja á eftir með baldur dúllurass...ég hef tekið gleði mína á ný :)

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

tveir dagar...

búnir af fríinu og þessu hefur verið áorkað í eindæma góðu veðri:

-kringlan og verslað óléttugallabuxur...get ekki án gallabuxna verið!
-nauthólsvíkin...yndislegt en hrakin heim eftir klukkutíma uppfull af ofnæmishori :)
-settar upp hillur í svefnherberginu (keyptar í loka apríl nota bene!)
-laugarvegsrölt og verslað í dead búðinni geðveika boli :)
-heimsókn til tengdó

+mikið át af allskonar góðgæti og sofið út :)

ég tel þetta nokkuð gott fyrir einungis tvo daga! þið sem heima sitjið og langar að sjá okkur endilega bjallið! það er líka mjög líklegt að við gerum innrást til ykkar...varið ykkur bara (sérstaklega the selfish people) híhí ;)