fimmtudagur, ágúst 25, 2011

nú fer sumarið...

...að verða búið. komin haustlykt í loftið, og ekkert nema gott um það að segja. ég er mikið haustbarn... það er sérstaklega gaman að haustinu núna og komandi vetri því framundan er meira fæðingar"orlof" með Nóa mínum yndislega! þegar Máni var á Nóa aldri byrjaði ég í skólanum um þetta leyti og það var ekki auðvelt fyrir mömmuhjartað :/
það er dásamlegt að vera tveggja barna móðir en um leið krefjandi og maður á ekki mikið sjálfan sig á meðan þau eru svona lítil... en með samvinnu tekst okkur Óla bara ansi vel upp held ég :) einhversstaðar las ég þessa lýsandi setningu um foreldrahlutverkið : In raising my children I have lost my mind but I found my soul...
Máni er kominn á stærstu deildina í leikskólanum sínum og upplifir sig "fullollinn" mjög. farinn að smyrja sitt eigið brauð og hella sjálfur í glasið sitt. hann er alsæll með lífið og tilveruna, litla bróður og þessa ágætis foreldra sem hann fékk í vöggugjöf :) það léttir á mömmu-samviskubitinu að sjá og finna að allt er í góðu hjá eldra barninu! því það yngra þarf alla umönnun...
Nói verður 6 mánaða 13. sept en mér finnst hann bara nýfæddur! tíminn ferðast á ljóshraða þegar mikið er að gera á "stóru" heimili! Nói er svo mikið ljúfmenni! þolinmóður, brosmildur, vær og góður. suma daga sé ég hann nánast ekki neitt því hann sefur svo mikið! hann er duglegur á brjóstinu og dafnar vel held ég - amk sígur hann orðið ansi mikið í og ég er sífellt að sækja á hann stærri föt af Mána úr geymslunni. við förum í vigtun og sprautu :/ á mánudaginn næsta. ég er aðeins byrjuð að kynna fyrir honum graut og hann tekur vel við - alveg tilbúinn sýnist mér. móðirin á hinsvegar erfitt með að viðurkenna að hann sé orðinn svona stór... og sem betur fer er brjóstið ennþá uppáhalds! Nói hefur líka fengið að smakka maukaðar kartöflur og gulrætur, melónu, epli, peru, banana ofl. auk þess sem það er alltaf vinsælt að fá að japla á kaldri gúrkusneið - aumir gómar og sennilega tönnsla á leiðinni sjáiði til :) drengurinn getur nú orðið snúið sér á alla kanta og myndast við að koma sér upp á hnén til þess að geta farið að elta stóra bróður um á skriðinu.... auk þess er hann farinn að tjá sig ansi mikið og hátt með ýmis konar skondnu babbli og stóri bróðir þýðir jafnóðum :)
alltaf stuð í Skaftahlíðinni!
það var mikið að ég bloggaði! ætli næsta blogg verði ekki að 6 mánuðum liðnum...
í millitíðinni fáið þið tilkynningar um myndir eins og venjulega :) til dæmis eru núna komnar nýjar myndir í júlí- og ágúst albúmin! :)


2 Ummæli:

Þann 11:37 e.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Flottar myndir eins og venjulega.
kveðja
Eyvi.

 
Þann 10:45 f.h. , Anonymous Nafnlaus sagði...

Gaman ad fá blogg frá tveggja barna módurinni!
Gledur mig, hvad haustid leggst vel í tig. Enda haustmanneskja mikil ;-)
Myndirnar eru dásamlegar. Brædurnir svo flottir ad vanda! og mikid stækka teir hratt. Leikskólastrákurinn fullordins ordinn og litli bródir stækkar og troskast hratt, fylgjist greinilega grant med stóra, og á tar góda fyrirmynd!
Mikid finnst mér mamman líka sæt og fín, ad vanda!
Takk fyrir yndislegt spjall um daginn mín kæra. Ómetanlegt ad eiga svona góda vinkonu ad, tó haf sé á milli okkar ;-)
Gangi ykkur vel med allt ykkar stóra fjölskylda.
saknadarkvedjur frá öllum á borups allé
Ìris og co.
***

 

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim